Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 16

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 16
Gamalt tilskrif um Vesturgötu Vesturgata var einn fyrsti vegurinn sem bæjarstjórn lét leggja út frá gömlu Kvos- inni en þá hét hann reyndar Hlíðarhúsa- stígur því að þetta var stígurinn að margbýlinu Hlíðarhúsum sem stóð þar sem nú er Vesturgata 24-28 og þar niður- undan. Á árinu 1866 ákvað byggingar- nefnd Reykjavíkur legu götunnar áfram og skyldi hún vera aðalvegur fram á Sel- tjarnarnes. En ekki hefurgatan samt verið í sem bestu lagi á næstu árum sem eftir- farandi áskorun frá fbúum við Hlíðarhúsa- stíg ber með sér en hún er frá árinu 1878 og er hér birt til skemmtunar. Sá sem fyrstur skrifar undir þetta merka bónarskjal er sjálfur dóm- kirkjupresturinft^Hallgrímur Sveins- son, síðar biskup, en hann bjó á Vest- urgötu 19, í húsi sefn enn stendur mikið breytt. Sveinn Sveinsson er snikkari á Vesturgötu 38. Hann var bróðir dómkirkjuprestsins. Nikulás Jafetsson var hótelhaldari á Vestur- götu 17 en Sigurður Magnússon assi- stent og bjó í húsi Sveins snikkara, Jón Þórðarson var útvegsbóndi í Hlíðarhúsum (Vesturgötu 26A) og Jón Ólafsson útvegsbóndi á Vestur- götu 27 sem taldist til Hlíðarhúsa. Benedikt Ásgrímsson var gullsmiður á Vesturgötu 31 (afi Birgis ísleifs Gunnarssonar) og Þórður Guð- mundsson assistent bjó þetta ár í Jónshúsi í Hlíðarhúsum (afi Guðrún- ar Á. Símonar). Markús F. Bjarna- son, síðar skólastjóri Stýrimanna- skólans, bjó þetta ár á Vesturgötu 32 og Erlendur Magmússon gullsmiður í Doktorshúsinu (Ránargötu 13). Guðmundur Erlendsson bjó í Rimmu á Vesturgötu 18 og Sigurður Jónsson var snikkari á Vesturgötu 33. Gísli Tómasson var pakkhúsmaður á Vest- urgötu 34, Jón Ásmundsson bjó í Gróubæ og Jón Oddsson var lóðs í Dúkskoti. Friðfinnur Árnason skóari bjó í svokölluðu Steinhúsi við Norðurstíg en Jón Borgfirðingur fræðimaður og lögregluþjónn á Vest- urgötu 20. Magnús Jónsson var í Austurbænum í Hlíðarhúsum (Vest- urgötu 24). MEINIMINGARFERÐIINi TIL KÍIMA í OKTÓBER. LÍTIÐ IIMIM OG FÁIÐ SÉRPREIMTAÐA ÁÆTLUIM FERÐASKRIFSTOFAN Jliél JI M f'í # l«i K ÍV- U ÉL 16 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.