Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 18

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 18
Þegar fólk stendur frammi fyrir að mála hús sín, jafnvel einungis einn gamlan glugga, geta komið upp ýmis vandamál. Tíðindamaður blaðsins brá sér á fund Leifs Blumensteins byggingarfræðings á Brekkustíg 10 en hann hefur á undanförnum árum gert upp flest eldri hús á vegum Reykjavíkurborgar og býr að auki í gömlu húsi sjálfur. Erindið var að spyrja út í það hvernig ber að mála gömul hús: bárujárn, timbur og múr. - Það eru allir sammála um það, sagði Leifur í upphafi, að nýtt bárujárn verður að láta veðrast áður en það er málað. Það verður efnabreyting á zinkhúðuninni og Viðtal við Leif Blumenstein byggingafræðing Kúnstin að mála hús hún gerist mjög fljótt hér á landi. Það sýnir löng reynsla. Síðan er jafnan grunnað, oft með rauðri oxíðmenju en einnig er hægt að nota svokallað klórgúm og það hef ég t.d. sjálfur gert á mínu eigin húsi með ágætum árangri. Síðan er málað yfir með alkíðmálningu. - En þarf ekki að þvo bárujárnið áður en það er málað? - Jú, það þarf að þvo járnið hvort sem það er nýtt eða verið að endurmála það. Þetta er gert með volgu vatni og ef um feiti á húsinu er að ræða fást sérstakir skolar sem bornir eru á til að fjarlægja hana. Feiti er oft á járninu nýju en veðrast af í flestum tilfellum. Hún er venjulega farin eftir svona ár. Undir gluggum og þakbrúnum, einkum á vestur- og norðurhliðum, myndast stundum hrúður (corection) sem verður að fjarlægja með fínum sandpappír. Þar sem þetta hrúður hefur myndast er mest hætta á ryði. Það hefur komið vegna salts og þess vegna er minni hætta í mestu úrkomuáttunum þ.e.a.s. móti austriogsuðri. Þvotturinn er líka nauðsynlegastur í skjóláttunum, þar sem er skjól fyrir regni. Síðan á að mála yfir bárujárnið með pensli en alls ekki með rúllu. - Nú virðast sumir vera á móti þessum nýju gerviefnum og vilja eingöngu halda sig við gömlu efnin. Hvað segir þú um það? - Já, það voru hér tveir Svíar frá sænska Þjóðminjasafninu um daginn, arkitekt og málarameistari. Þeir aðhyllast mjög afdráttarlaust gömlu efnin en sú hreyfing er sterk víða erlendis og er í tengslum við umhverfisverndun og stefnumál græningja. Þetta er ekki síst spurning um mengun erlendis og á ekki nema að takmörkuðu leyti við hér heima. Ég sýndi þessum Svíum hvað ég hef verið að gera og þeir voru yfirleitt ánægðir með það. Eina ágreiningsefnið milli okkar var í rauninni akrýlmálningin sem þeir eru á móti. Þeir vilja halda sig við gömlu hörolíuna í málningu og blýmenju á ryð en að mínum dómi ganga þeir of langt. Við notum olíumálningu núna en eini munurinn er sá að olíumálningin sem hér er á boðstólum er unnin úr gerviefnum. - Hvað með málningu á tré? - Öfugt við bárujárnið er það raki sem eyðileggur tré númer eitt, tvö og þrjú. Einnig brýtur útfjólublá geislun sólarinnar niður tré og málningu. Sólarátt jafnhliða áveðursátt er því hættulegust fyrir viðinn. Hér eru það eingöngu fúaskemmdir sem eru í viðnum en ekki tjón af völdum skordýra líka eins og víða erlendis. Fúasveppirnir lifa ekki í viðnum nema hann sé yfir 18% rakur og því er viður varanlegt byggingarefni hér á landi ef hægt er að halda honum þurrari en það. Hér eru menn að tala um þurrafúa en það er misskilningur. Það eru fúasveppirnir sem valda öllum fúa í viði og þeir sofna og hætta að virka ef timbrið er þurrara en 18%. En sveppirnir vakna um leið og skilyrði eru á ný fyrir hendi, hvort sem rakinn kemur að utan eða innan. Við getum séð það í aldamótatimburhúsunum að viðurinn er yfirleitt alveg heiil undir þakbrúnum þar sem raki hefur ekki komist að. Grundvallaratriði er að loft fái að leika um viðinn. - Segjum sem svo að ég œtli aðfara mála gamlan glugga. Hvernig á ég að fara að því? - Fyrst er að hreinsa hann. Ef þú hefur aðstöðu til að taka gluggann úr er best að hreinsa viðinn með gasloga en ef svo er ekki er næstbest að nota rafmagnsverkfæri - eins konar blásara - sem blæs heitu lofti og losar gömlu málninguna af. Hitinn drepur iíka sveppinn sem er í yfirborðinu. Gamla aðferðin er að nota sandpappír en það er óhemjuseinlegt svo að menn gefast gjarnan upp áður en verkinu er lokið og þá losnar fyrst sú málning sem ekki hefur náðst af. 18 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.