Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 19

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 19
- Hvað á svo að bera á? - Fyrst á að bera olíugrunn á vel þurran viðinn. Hér vil ég takafram að það er ekki heppilegt að mála meðan sólin skín glatt á það sem mála á. Næsta stig er svokölluð hálfþekja (olía og akryl) en hún er til þess fallin að menn geti séð sjálfan viðinn. Síðast er svo borin á 100% akryl- trémálning. Höfði er t.d. málaður á þennan hátt og hann hefur aldrei verið fallegri en núna. Þá vil ég einnig taka fram að ekki má bera þykkt á því að rakinn verður að komast í gegn. - Hvað um stein? - Svokallað mónósílan-efni, sem kom á markaðinn fyrir fáeinum árum, tel ég að sé jafnmikil bylting eins og þegar bárujárnið var fyrst flutt inn fyrir meira en hundrað árum. Það á það sama við um stein og timbur að haldist hann þurr þá skemmist hann ekki. Hér í Vesturbæ er mikið af ómáluðum steinhúsum og það er kjörið að þau fái þessa sílan-meðferð. Hér á ég til dæmis við sementskústuð hús, hús með steiningu og skvettuhrauni en þau má helst ekki mála. Á máluð hús á svo að nota sílanblandaða málningu en hún er helmingi opnari en sú málning sem áður var notuð. Mónósílanið þurrkar alveg upp rakann í minna alkalískemmdum húsum og ræður við allar hársprungur í púsningu. - Og hvernig á þá að mála stein? - Eins og ég var að segja á að nota efni sem er mjög vatnsgufuopið og á stein er sérstaklega mikilvægt að takmarka yfirferðafjölda. Helst vil ég hafa það þannig að fyrst sé blettað og svo einmálað með sflanblandaðri málningu. Á hallandi fleti og lárétta ráðlegg ég að nota klórgúm. - Að lokum Leifur, á að nota rúllu eða pensil á steinvegg? - Best er að pensilmála og rúlla síðan yfir meðan málningin er blaut. "Vbllíöan hvernig sem viórar! Kjarabót fyrir einstaklinga Launareikningur-nýrtékkareikningur með hærri vöxtum. Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja reglulega inn fé, nýjan tékkareikning sem sameinar kosti veltureiknings og sparireiknings. Launareikningur er með 4% lágmarksvöxtum, en fari innstæðan yfir 12.000 krónur reiknast 11 %vextir af því sem umfram er. Aðalkjarabótin felst í því að af Launareikningi reiknast dagvextir. Handhafar tékkareiknings geta breytt honum í Launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer. Umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Innlánsviðskipti - leið til lánsviðskipta. VESTURBÆR • 19

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.