Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 22

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 22
Eugenía í GröndalS' húsi Bak við stórt steinhús á Vesturgötu 16 kúrir lítið timburhús sem er þó tvílyft en j fremursérkennilegtílaginu. Áðurfyrrfékk : þetta hús nafnið Skrínan, Púltið eða Skattholið vegna lögunar sinnar. Á sól- | skinsdegi í maí varð ritstjóra blaðsins gengið að þessu húsi og sá þá konu sitja í stól með kaffibolla í horni á bak við húsið og njóta sólar. Freistingin varð mikil að taka konuna tali og forvitnast um húsið og hana. Þetta reyndist vera Eugenía Nilsen af ; virðulegum ættum austur af Eyrarbakka og alin upp í Húsinu þar. Hún sagði að það væru sín örlög að búa í gömlum hús- um. Og það er orð að sönnu. Hús hennar við Vesturgötu er ekki aðeins gamalt heldur hefur það haldið upprunalegu lagi sínu mjög vel. í því eru ekta gamlir gluggar, timburklæðning á veggjum og innan dyra er næstum því allt eins og mað- ur ímyndar sér að hafi verið þegar frægasti íbúi hússins gekk af hérvistardögum 2. ágúst 1907.1’að var enginn annar en Ben- edikt Gröndal skáld. í þessu húsi bjó hann x meira en tvo áratugi og hér dó hann. - En hvað hefurþú búið hér lengi, Eug- : enía? - Ég er búin að búa í Gröndalshúsi í 52 ; ár eða síðan 1935 og kann vel við mig í því. - Verðurðu vör við Gröndal? ! - Nei, ég hef aldrei orðið vör við hann. ! Þetta er voðalega vinalegt hús og andar | bókstaflega með manni. það er algerlega ófúið og viðurinn næstum rauður ennþá. - Hefur enginn ásókn verið í að koma j því burtu? - Það var um tíma en ekki lengur. Ann- | ar sonur minn er húsasmiður og hinn mál- j ari og þeir hafa báðir skilning á að húsið fái að standa áfram. Útidyrahurðirnar voru orðnar lasnar og þurfti að endurnýja þær en í stað þess að kaupa nýjar dyr tók sonur minn að sér að smíða nákvæmlega eins hurðir og voru áður þannig að hér ríkir full virðing fyrir þessu gamla húsi. Eugenía gengur með ritstjóranum um húsið og þar er margt að sjá, bæði munir úr Húsinu á Eyrarbakka og ekki síst Gröndalshús sjálft. í gömlu stofunni hans Gröndals er enn spjaldaloft og hvarvetna gamlar spjaldahurðir með ævafornum lát- únssnerlum. Upp á loft liggur brattur og lúinn stigi með með margstroknu pxiára- handriði. Gröndalshús er sannarlega perla í Vesturbænum sem ekki má tapast. Eugenía segir að hugmyndir séu um að göngustígur verði lagður fyrir framan hús- ið. Er það vel. Þess skal að lokum getið að Gröndalshús var reist árið 1882 af Sigurði Jónssyni járnsmið. Hann bjó þar aðeins í tvö ár en þá keypti Benedikt Ásgrímsson gullsmiður (afi Birgis ísl. Gunnarssonar) ogbjóí húsinu til 1888 að Gröndal keypti. Léttur og spennandí leíkurí 22 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.