Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 25

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 25
ALVEG UPP OG NIÐUR Það er mjög mismunandi hvernig stigi hentar á hverjum stað. Gásar bjóða margbreytilegt úrval af vönduðum stigum og veita faglega ráðgjöf um valið. Gásar gefa fast verðtilboð og ákveðinn afgreiðslutíma. Við erum J reiðubúnir að finna réttu lausnina. I Gásar Ármúla 7, Reykjavík. Sími: 91-30500 HÁTÍÐ á Stýrimanna- stíg á sjómanna- daginn Á sjómannadaginn hinn 14. júní verður úthátíð á Stýrimannastígnum. Hátíðin hefst kl. 10.00 um morguninn og stendur til kl. 12.30. Margt verður til skemmtunar bæði söngur og talað mál. Seldir verða handunnir munir og einnig sitthvað matarkyns. Dagskráin er hugsuð fyrir unga og aldna og alla þar á milli. Og þegar hátíðinni lýkur er kjörið að taka þátt í aðalhátíðahöldum dagsins. Meðal atriða verður reiptog milli gatna þar sem sterkasta gatan fer með sigur af hólmi. Togað verður í reipi þannig að þátttakendur frá götunum mega vera misjafnlega sterkir. En gætið þess að liðin frá hverri götu þurfa að vera með 3 konum, 3 körlum. 3 strákum og 3 stelpum. Drífið ykkur nú í næstu hús og safnið saman í lið fyrir götuna ykkar. Æskilegt er að tilkynna þátttöku 12. eða 13. júní í síma 17817. Þá er sjálfsagt að nota tækifærið og búa sig skemmtilega á hátíðina, gjarnan í sjómannastíl. Við verðum með sjómannasöngva á blöðum svo að allir geti tekið undir. Einnig kemur til greina að búa til spjöld til þess að hvetja fulltrúana ykkar í reiptoginu. VESTUR* BÆINGAR Pað er steinsnarfrá ykkur til okkar. Við aðstoðum þig við ferðaval og skipulagningu ferðarinnarhvert í heim/á land sem er. Ferðaskrifstofan Ifarandi Sími 622420 VESTURGÖTU 5 - REYKJAVÍK

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.