Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 26

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 26
Vistmenn og starfsfólk á Grund sólar sig. Þessi virðulegi öldungur heitir Árni Jón Sigurðsson. Elliheimilið Grund: Brautryðjendastarf í Vesturbænum Stofnun Grundar markaði tímamót í sögu félagsmála á íslandi Ein af þeim stofnunum, sem lengi hafa sett svip sinn á Vesturbæinn, er Elliheimiliö Grund við Hringbraut. Það var stofnað að frumkvæði nokk- urra borgara í Reykjavík fyrir ná- kvæmlega 65 árum en var reyndar í upphafi á öðrum stað í Vesturbænum eða við Kaplaskjólsveg. Stofnun þessa elliheimilis í höfuðborginni markaði viss tímamót í sögu félags- mála á íslandi og þykir því við hæfi hér í blaðinu að rekja aðdragandann að því að það varð til. Saga þéttbýlis á íslandi er ekki löng og það er ekki fyrr en með tilkomu stórvirkra veiðitækja í sjávarútvegi fyrir og um síð- ustu aldamót að fullur skriður komst á þá þróun. Um leið urðu til vandamál sem stungu í augu. íbúafjöldinn óx hratt en engan veginn hafðist undan að byggja yfir allt það fólk sem fluttist á mölina. Það varð margt að hírast í þröngum vistarver- um, jafnt í kjöllurum sem á háaloftum, og oft voru þessi híbýli saggafull, dimm og óþrifaleg. Þetta kom verst niður á þeim sem síst skyldi: gamalmennum, sjúk- lingum ogbörnum. Þegarsvo atvinnuleysi barði að dyrum hjá almenningi var oft stutt í hungurvofuna. Fólk varð unnvörpum að segja sig til bæjar þótt leitt þætti og niðurlægjandi. Þetta ástand rann ýmsum góðviljuðum mönnum til rifja þótt aðrir væru ósnortn- ir. Einn kaupmaður og fasteignasali í Reykjavík, Jóhann Jóhannesson, gaf t.d. allar eigur sínar í sjóð til stofnunar gamal- mennahælis skömmu fyrir dauða sinn árið 1914. Hæli hans varð aldrei byggt. Árið 1920 stofnaði svo bæjarstjórn Reykjavík- ur sérstakan elliheimilissjóð og veitti nokkru fé í hann en hægt gekk að þoka málinu áfram. Um svipað leyti var Hjálp- ræðisherinn, sem rak mikla góðgerðar- 26 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.