Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 27

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 27
Kristín Þórðardóttir úr Djúpinu kann frá mörgu að segja. starfsemi, með ráðagerðir um elliheimili á prjónunum en bæjarstjórn var ekki hlynnt því að styrkja Herinn og ekki varð úr þeim framkvæmdum. Um miðbik sérhvers vetrar framan af öldinni var sérstaklega þröngt í bui hjá fátækum fjölskyldum í Reykjavík og haustið 1913 datt tveimur mönnum í hreyfingu templara að reyna að ráða bót á mestasultinum. í>eir hétu Páll Jónsson frá Hjarðarholti og sr. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason. Þessi hugmynd átti eftir að draga langan slóða á eftir sér. Umdæmisstúka templara ákvað að láta til skarar skríða og hefja hjálparstarf sem aðallega var fólgið í matargjöfum í Góð- templarahúsinu. Þessu starfi var haldið áfram árum saman og voru það ekki síst gamalmenni sem nutu góðs af. Nefndist félagsskapurinn Samverjinn og naut hann velvildar bæði almennings og bæjarstjórn- ar. Að tilhlutan Samverjanefndarinnar, sem sr. Sigurbjörn var potturinn og pann- an í, var sumarið 1921 haldin gamal- mennaskemmtun á túninu i Ási, heimili hans í Vesturbænum, og endurtekin árið eftir. Fór fram söfnun í bænum til styrktar þessum skemmtunum og 1922 gekk hún svo vel að 550 krónur gengu af. Ákvað nefndin þá að stofna sérstakan Elliheim- ilasjóð og leggja í hann þessar krónur. Þetta varð fyrsti vísirinn að stóru tré sem nú nefnist Elliheimilið Grund. Margir einstaklingar í Reykjavík voru þegar reiðubúnir að leggja fram fé í þennan ný- Lúther Salómonsson nýtur góðviðris. stofnaða sjóð og voru sumir ekki smátæk- ir. Þannig var um Jón Jónsson beyki á Klapparstígnum. Hann gaf 1500 krónur í sjóðinn sem var stórfé í þá daga. Samverjanefndin sá að nú var ekki eftir neinu að bíða. Um haustið höfðu safnast 19 þúsund krónur og þar af hafði bæjar- sjóður lagt til 6000 krónur. Árið 1922 festi nefndin kaup á steinhúsi vestur við Kapla- skjólsveg sem kallað var Grund og sunnu- daginn 29. októbervarþað vígtogkallað Elliheimilið Grund. Sama ár var elli- heimilið stofnað á ísafirði og eru þetta tvö þau fyrstu á landinu. Þörfin var geysilega mikil og sr. Sigur- björn Ástvaldur og félagar hans voru ekki á þeim buxunum að láta deigan síga. í blaðagrein árið 1924, þar sem Sigurbjörn er að tala um hina árlegu gamalmenna- skemmtun segir hann: „Á gamalmennaskemmtuninni, sem haldin var 10. ágúst á túninu hjá elliheimi- linu Grund, hjer fyrir vestan bæinn, sá jeg undrunar og hrygðarsvip bregða fyrir í samtali við einn gestanna. Gesturinn var kominn til að gleðja fólkið og fór ekki erindisleysu... Gestur þessi var söngkon- an Signe Liljequist, og svipbrigðin urðu, er hún heyrði að Grund væri eina húsið á þessu landi, sem ætlað er gömlu fólki einu. Vafalaust fanst henni húsið lítið og þröngbýlt, einkum þar sem það var eina heimilið. Það tekur 23 gamalmenni, með því að 3 til 4 sofi í hverri stofu, og auk þess er í húsinu gestastofa, borðstofa, tvö her- bergi fyrir starfskonur, búr, eldhús, bað- pA herbergi og salerni, stór skemma fylgir: með þvottahúsi, líkhúsi og tveim geymsluklefum. En smávaxið er það alt í augum útlend- j inga, sem sjeð hafa stórhýsin, fyrir 60 til 100 gamalmenni, sem sveitarfjelög, sögnuðir eða önnur fjelög hafa reist „um land alt“ í nálægum löndum." Ekki liðu nema 6 ár þangað til sr. Sigur- björn og félagar létu til skarar skríða og ' það svo um munaði. Þeir voru helstir aúk hans: Flosi Sigurðsson trésmíðameistari, Haraldur Sigurðsson kaupmaður, Júlíus Árnason kaupmaður og fyrrnefndur Páll Jónsson kaupmaður. Sumarið 1928 réðust þeir í að byggja stórhýsi við I Iringbráut | fyrir 150 vistmenn í fyrsta áfanga. Kostaði húsið 670 þúsund krónur fyrir utan lóðina sem Reykjavíkurborg gaf. Þetta fé var fengið með frjálsum samskotum og opin- berum stuðningi, einkum frá borginni. Húsið sem var sérstaklega glæsilegt var teiknað af Sigurði Guðmundssyni. Allir íslendingar kannast við þetta hús og það hefur sett mikinn svip á Vesturbæinn. Það var vígt 28. september 1930 og hefur starf- að með síauknum þrótti síðan og húsnæði j þess stækkað jafnt og þétt. Auk þess má nefna að umhverfi Grundar hefur frá byrjun verið til fyrirmyndar um snyrti- mennsku. Ekki verður rakin hér frekar saga þess- j arar stofnunar en þess skal að lokum getið að núverandi forstjóri hennar, Gísli Sig-i'«»,3 urbjörnsson, er sonur brautryðjandans, sr. Sigurbjarnar Ástvaldar Gíslasonar. VESTURBÆR • 27

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.