Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 31

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 31
Ráðstefna um íbúasamtök í Reykjavík Hinn 6. maí 1987 var haldin í Gerðubergi í Breiðholti ráðstefna um íbúasamtök í Reykjavík. Að henni stóðu öll starfandi íbúasamtök í Reykjavík, sem vitað var um, en frum- kvæðið kom frá íbúasamtökum Vest- urbæjar. Fjallað var um tildrög og starf íbúasamtaka, starfsgrundvöll þeirra og samskipti við borgaryfir- völd. Á ráðstefnunni kom glöggt í ljós að alls staðar var áhugi á því að efla möguleika íbúa í hverfum á að taka þátt í að móta umhverfi sitt og að auka myndugleika íbúasamtaka. Pá var einnig mikið rætt um leiðir til þess að greiða fyrir streymi upp- lýsinga frá borgaryfirvöldum til einstakra hverfa og frá íbúum hverfanna til borgar- yfirvalda. Þótti mönnum brýnt að sinna þessum þætti betur en verið hefur. Ástæða er til þess að fagna greinilegum áhuga og ábyrgð manna á umhverfi sínu. Ráðstefnuna sóttu fjölmargir borgar- fulltrúar og tóku sumir þeirra mjög virkan þátt í umræðum. Tveir fyrrverandi borg- arfulltrúar voru gestir ráðstefnunnar og tóku þátt í pallborðsumræðum, þau Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Pað var mál manna að ekki væri ástæða til skipulegs samstarfs íbúasamtaka en að hyggilegt gæti verið að halda slíka ráð- stefnu aftur að tveimur árum liðnum. í kjölfar ráðstefnunnar hafa verið um- ræður í borgarstjórn um málefni íbúasam- taka og upplýsingastreymi til einstakra hverfa og íbúa. Á fundi borgarráðs nýver- ið var síðan samþykkt að auglýsa laust til umsóknar starf upplýsingafulltrúa fyrir borgina. Stjórn fbúasamtaka Vesturbæj- ar fagnar áhuga borgarfulltrúa á máli þessu og væntir góðs af starfi upplýsinga- fulltrúans. r Stefnuskrá íbúasamtaka Vesturbæjar Meginmarkmið samtakanna er að standa vörð um um- hverfisverðmæti í gamla Vesturbænum og félagsleg og menningarleg lífsskilyrði íbúanna. Samtökin vinna að þessu meginmarkmiði m.a. með því að: A) sporna við niðurrifi, brottflutningi eða eyðileggingu húsa og mannvirkja er hafa menningargildi eða eru að öðru leyti mikils virði í umhverfinu. B) vinna gegn spjöllum á trjágróðri, túnum eða öðrum svæð- um sem fegra útsýni eða bæta útivist. C) hvetja til viðhalds og endurbóta á húsum og mannvirkjum og aðstoða íbúana í þeim efnum, m.a. með ráðgjöf sér- fræðinga á vegum samtakanna. D) stuðla að því að ný hús falli sem best að eldri byggð í kring. E) auka og bæta möguleika til leikja, útivistar og félagsstarf- semi í hverfinu. F) gangast fyrir samvinnu og samtökum foreldra um sam- : eiginlega hagsmuni þeirra og barna í hverfinu, t.d. um bætta skóla og aukið dagvistarrými. G) takmarka bílaumferð til þess að draga úr slysahættu, há- ! vaða, mengun og öðrum fylgifiskum slíkrar umferðar. H) safna fróðleik um sögu hverfisins og auka þekkingu íbú- anna, m.a. með útgáfustarfsemi og fundahöldum. I) sinna ýmsum málum sem varða hag íbúanna í heild, svo sem skatta-, lána- og skipulagsmálum. J) stuðla að eðlilegum réttindum leigjenda. VESTURBÆR • 31

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.