Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 4

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 4
... UPP I VINDINN EFNISYFIRLIT WORLD TRADE CENTER Byggingarsaga og hrun turnanna 11. september 2001 4 REYKJANESBRAUT Hafnarfjörður - Njarðvík: Tvöföldun 10 UMFERÐARGREINAR 16 NÝBYGGING MAREL í GARÐABÆ Priggja hæða 3000 m2 skrifstofuhús með burðarkerfi úr stálgrind 20 ORKUFRAMKVÆMDIR Er hægt að gera þær umhverfisvænni? 22 GERÐ SKIPULAGS FYRIR HAFSVÆÐI, STRÖND OG HAFSBOTN 31 UNDIRBÚNINGUR VIRKJUNAR Á HELLISHEIÐI 36 JARÐHITAVERK í KÍNA 44 ÞOLHÖNNUNARSTAÐLAR 49 AMSTERDAM - NEW YORK - CARACAS - MARGARITA Útskriftarferð nemenda í Umhverfis- og byggingarverkfræði 2001 52 Nemendur á 3. ári í umhverfis- og byggingarverkfræði 2002 Fremri röð: Sigurður Bjarni Gíslason, Margrét Aðalsteinsdóttir, Guðbjörg Brá Gísladóttir, Anna Kristín Sigurpálsdóttir, Sólveig Kristín Sigurðardóttir, Anna María Jónsdóttir. Aftari röð: Þorgeir Margeirsson, Stefán Friðleifsson, Sigurður Grétar Sigmarsson, Reynir Sævarsson, Ólafur Daníelsson, Ingvar Rafn Gunnarsson, Jón Snæbjörnsson, Atli Gunnar Arnórsson, Fjalar Hauksson. Ágæti viðtakandi Hér hefur litið dagsins ljós 21. árgangur blaðsins .. .upp í vindinn. Blaðið er gefið út af nemendum á þriðja ári við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla íslands. Blaðið er vettvangur fræðilegrar umfjðllunar um viðfangsefni sem eru ofarlega á baugi innan umhverfis- og byggingarverkfræði. Fjðlbreytileiki þessara viðfangsefna er mikill og endurspeglast það að nokkru leyti í efnistökum blaðsins, til dæmis má nefna umfjöllun um virkjanir, umferðarmál, skipulag, hitaveitur, umhverfismál og húsbyggingar. Blaðið er jafnframt liður í ijármögnun námsferðar þriðja árs nema, en rík hefð hefur skapast fyrir slíkum ferðum þegar grunnnámi lýkur. Áfangastaður ferðarinnar að þessu sinni er Kína, þar sem meðal annars verða skoðaðar virkjanaframkvæmdir og sú mikla uppbygging sem á sér stað í borgum landsins. Fyrst verður haldið til Peking þar sem ætlunin er að heimsækja skóla og fyrirtæki. Frá Peking liggur leiðin inn í landið til borgarinnar Yichang, sem stendur við Yangtse fljótið. Þar eru í gangi umfangsmiklar framkvæmdir sem miða að því að hemja rennsli fljótsins og nýta það jafnframt til raforkuframleiðslu. Frá Yichang verður flogið til Shanghai og samgöngumannvirki og háhýsi skoðuð. Síðustu dögum ferðarinnar verður svo varið á hitabeltiseyjunni Hainan. Greinarhöfundar fá þakkir fyrir skrif sín og auglýsendur og styrktaraðilar fyrir þeirra framlag til útgáfu blaðsins. Útgefendur og ábyrgðarmenn: Þriðja árs nemar við Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla íslands árið 2002. Ritstjórn: Atli Gunnar Arnórsson Sigurður Bjarni Gíslason Sigurður Grétar Sigmarsson Umbrot og prentun: Prentmet ehf. Forsíðumyndina tók Viktor A. Ingólfsson af Fnjóskárbrú, sem er stærsta stálbogabrú landsins. Hönnun auglýsinga Arnarfells var í höndum Kristínar Konráðsdóttur. Blaðinu er dreift til félaga í Verkfræðingafélagi íslands, Arkitektafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga, Tæknifræðingafélagi íslands, auk smiða og múrara innan Samtaka iðnaðarins. Auk þess er blaðinu dreift til bókasafna og fjölda fyrirtækja. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.