Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 6

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 6
... UPP I VINDINN WORLD TRADE CENTER Byggingarsaga og hrun turnanna 11. september 2001 ajúlíus Sólnes Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1 955. FyrrihIutapróf í verk- fræði frá HÍ 1958. Próf í byggingarverk- fræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1961, lic. techn.- próf í æðri burðarpolsfræði og sveiflufræði 1965. Sérnám í jarð- skjálftafræðum við International institute of seismology and earthquake engineering í Tokyo 1963-64. Prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor HÍ frá 1972. Inngangur Hrun tvíburaturnanna WTC 1 og 2, sem voru aðalmannvirki Heimsverzlunarmiðstöðvarinnar í New York, í kjölfar þess, að tveimur stórum farþegaþotum var flogið á byggingarnar hinn 11. september 2001, er meðal mestu hryðjuverka mannkyns- sögunnar og mun aldrei gleymast. Tvíburaturnarnir, sem stóðu niðri við höfnina í New York, voru ekki ýkja gamlar byggingar, en höfðu engu að síður orðið að nokkurs konar tákni fyrir borgina. Þeir voru mjög áberandi og sáust víða að, enda gnæfðu þeir með 110 hæðum sínum langt yfir aðra byggð á Manhattaneyju (mynd 1). Byggingarsaga og hönnun Fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina beindust augu hafnar- stjórnarinnar í New York (New York & New Jersey Port Author- ity) að lóðarskika sínum sunnarlega á Manhattan rétt við höfn- ina, í næsta nágrenni við fjármálamiðstöðina í Wall Street. Það var þó ekki fyrr en um 1960, að hafizt var handa við að undir- búa byggingu mikillar fjármála og verzlunarmiðstöðvar, sem gæti nýtt sér nálægðina við mesta fjármálamarkað heims til fulls. Arkitektinum Minoru Yamasaki var falið að skipuleggja lóðina og hanna byggingar á henni í samvinnu við New York fyrirtækið Emery Roth og synir. Yamasaki var þekktur arkitekt af japönsku bergi brotinn, sem hafði hannað margar stórbygg- ingar víða um Bandaríkin. Hann leitaði síðan eftir samstarfi við fyrirtækið Worthington, Skilling, Helle og Jackson í Seattle um verkfræðilega ráðgjöf, en það voru verkfræðingarnir John Skill- ing og aðallega Leslie Robertson, sem síðan sáu um hönnun burðarkerfis turnanna. Þeir gátu nýtt sér reynslu sína frá hönnun IBM byggingarinnar í Seattle, sem fyrirtækið hafði þá nýlokið við. Fyrstu framkvæmdir lutu að því að gera undirstöður öruggar vegna vatnsþrýstings frá Hudson ánni. Farin var sú leið að steypa yfir 20 metra djúpan, meters þykkan vegg utan um alla lóðina, 150X300 m, sem grafinn var niður á fast, þ.e. grunn- bergið undir Manhattaneyju. Var þetta gert með bentonítleðju, sem heldur skurðinum opnum, og síðan er steypu dælt niður í botn hans eftir, að stálbendingu hefur verið komið fyrir (mynd 2). Sjálft burðarkerfi turnanna var í raun tiltölulega einfalt. Út- veggirnir mynda vægisstífa skel, sem tekur upp allt vindálag á bygginguna. Skelin er mynduð með ferköntuðum 36 X 36 cm rörsúlum c/c 1 meter, og voru hlutar hennar verksmiðjufram- leiddir og settir saman á staðnum. Kantlengd byggingarinnar er 63,4 m, þannig að gólfflötur hverrar hæðar er 4260 m2 (sjá mynd 3). Súlurnar í útveggjunum og miðkjarni byggingarinnar bera allt lóðrétt álag. Til þess að hindra kiknun útveggj- asúlnanna er komið fyrir stálbandi á innanverðum útvegg við öll gólf. Gólfplöturnar eru 10 cm staðsteyptar, bentar plötur úr léttsteypu, sem ásarnt burðarbitum gólfsins, mynda þannig steyptar skífur, sem afstífa útveggjagrindina á hverri hæð. Gólf- bitarnir erú 90 cm háir stálgrindarbitar, sem tengja saman út- veggjasúlur og miðkjarnann. Höfuðstykki gólfbitanna er steypt inn í gólfplöturnar, og myndast þannig samselt virki (sjá mynd 4). Legurnar við miðkjarnann tryggja, að ekki færist lárétt álag, þ.e. vindálag, yfir í hann. Lyftu- og stigahússkjarni er í miðju turnanna. Hæð turnanna kallaði á mjög flókið og hraðvirkt lyftukerfi. Þrjár háhraðalyftur, sem hver þjónar sinni þriðjungshæð turnsins, skapa mikinn loftþrýsting í lyftustokknum, sem þurfti því að bera það álag Mynd 1. World Trade Center tvíburaturnarnir 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.