Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 8

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 8
... UPP I VINDINN 1 WTC-North Tower-110 Floors 2 WTC-South Tower-110 Floors 3 WTC- Hotel-22 Floors 4 WTC- South Plaza Bldg-9 Floors 5 WTC-North Plaza Bldg-8 Floors 6 WTC- US Customs House 7 WTC-47 Floors ... Undirstöðuveggur Mynd 2. Lóðarskipulag Yamasaki ásamt lóðréttum þyngdarkröftum frá gólfum. Miðkjarninn var gerður úr þéttum stálsúlum, sem eru afstífaðar á sama hátt og útveggirnir. Milli kjarnarns og lyftuopsins er svo eldvarnarveggur úr léttsteypu. Eldvörn mannvirkisins var annars með hefðbundnum hætti eins og gerðist á þessum tíma. Allar berandi stál- einingar voru varðar með asbestgraut. Asbest var að vísu bannað sem bygging- arefni á byggingartíma turnanna, og mun þvi Suðurturninn, sem var byggður síðar, að mestu varinn með nýjum eldvarnar- efnum svo og efstu hæðar Norðurturns- ins. Bygging turnanna tók samtals um sex ár, og var seinni turninnn, Suðurturninn 2WTC, opnaður við hátíðlega athöfn 4. april 1972. Byggingarframkvæmdir á lóðinni héldu að vísu áfram og var ekki lokið fyrr en um miðjan níunda áratug- inn með sjöundu byggingunni, 7WTC, sem var „aðeins“ 47 hæða bygging. Engu að síður eru það tvíburaturnarnir, sem einkenndu miðstöðina og .voru aðaltákn hennar. Eftir því, sem árin liðu, varð það samdóma álit allra, að turnarnir væru eitt aðaleinkenni New York borgar, og fannst öllum, sem þeir hefðu alltaf verið þarna. Nú þegar turnarnir eru horfnir er þeirra sárt saknað, og enginn minnist nú á, að sumum hafi fundizt þeir vera ljótir. Fyrsta árás hryðjuverkamanna Hinn 26. febrúar 1993, sprengdi hópur hryðjuverkamanna undir forystu egypzka sheiksins Umar Abd ar-Rahman sprengju í bílgeymslukjallara við hlið Norðurturnins. Sprengjan olli talsverðu tjóni á burðarvirkjum Norðurturnsins, m.a. X-afstífingum milli steyptra undir- stöðusúlna í útvegg. Enn fremur brotn- uðu gólfplötur að hluta til í þremur kjall- arahæðum milli Norðurturnsins og hót- elsins á lóðinni (sjá mynd 2), þannig að stöðugleiki undirstöðuveggjarins um lóð- ina var í hættu. Nokkuð tjón varð einnig á miðkjarna Norðurturnsins, en eldur og sót barst upp lyftustokkana, alla leið upp í þak. Augljóslega var ætlunin að reyna að fella annan eða báða turnana, en sprengjan var ekki nógu sterk. Viðgerð á burðarvirkinu skilaði því jafn traustu. Eftir árásina voru öryggisreglur hertar, sem átti eftir að reynast örlagaríkt. Þannig var haldin rýmingaræfing einu sinni á ári eftir atburðinn, þ.e. fólki gert að yfirgefa turnana með því að ganga skipulega niður stigana miðað við, að lyftur væru ónothæfar. Arkitektinn Yamasaki lifði ekki að sjá turnana sína verða skotmark fyrir hryðjuverkamenn, en hann lézt árið 1988. Hugmynd hans um gildi turnanna fyrir heimsfriðinn og tákn þeirra um trú mannsins á mannkynið, nauðsyn hans fyrir mannlega virðingu, trú hans á sam- starf manna, og getu hans til dáða með samvinnu við aðra menn, kemur illa heim og saman við hatur hryðjuverka- manna á Heimsverzlunarmiðstöðinni, sem þeir telja helzta tákn hins „illa” í heiminum og ímynd þeirrar kúgunar, sem þeir telja, að Vesturlönd beiti þriðja heims ríki, einkum þó ríki Islam. 11. september 2001 Að morgni þriðjudags kl. 8.45 var Boeing 767 farþegaþotu flogið á Norðurt- urninn. Vélin, sem var fullhlaðin af þotu- eldsneyti vegna langflugs til vestur- strandarinnar, hitti turninn á miðjum út- vegg við 92.-95. hæð hans. Skömmu síðar eða kl 9.03 var svo annarri Boeing 767 þotu flogið á Suðurturninn. Vélin hitti Suðurturninn milli 78. og 84. hæðar og lenti skáhallt nálægt einu horni hans. Miklir eldar kviknuðu i báðum turn- unum, og var engum undankomu auðið, sem voru staddir á hæðunum fyrir ofan höggstaðina. Strax eftir höggin virtist sem turnarnir myndi hafa þetta af, þ.e. án þess að hrynja. Það voru því mikil vonbrigði er báðir turnarnir hrundu til grunna rúmum klukkutíma eftir atburðinn. Suð- urturninn hrundi kl. 10.05, þ.e. eftir 62 mínútur, en Norðurturninn nokkru síðar eða 10.30 og stóð þannig í 105 mínútur eftir höggið. Nánast allir jarðarbúar gátu fylgzt með atburðarásinni í beinni út- sendingu á CNN stöðinni og fleiri frétta- sjónvarpsstöðvum. Þannig hefur senni- lega engin atburður í mannkynssögunni haft jafnmikil áhrif og árásin á turnana. Myndirnar af árásinni, fólkinu, sem var að hrapa niður 100 hæðir og svo hrun turnanna, eru hins vegar greyptar inn í meðvitund flestra jarðarbúa, sem munu geyma þær með sér allt sitt líf. Þúsundir manna fórust er turnarnir hrundu. Vegna rýmingaræfinganna, sem minnst var á áður, tókst hins vegar milli 25 og 30 þúsund manns að forða sér út úr turnunum án teljandi óhappa á þeim stutta tíma, sem þeir stóðu eftir höggin. Nokkrar sögusagnir gengu um það, að fólki hefði verið sagt að halda til á vinnu- stað sínum og hreyfa sig hvergi. Flestir virðast hins vegar hafa hugsað um það eitt að koma sér út úr byggingunum eins fljótt og auðið var. Skipulögð rýming turnanna bjargaði eflaust því, að ekki fór- ust tugþúsundir í þessum hryllilega at- burði. Af hverju hrundu turnarnir? Helztu sérfræðingar í burðarvirkjum og allur almenningur hefur velt því fyrir sér hvað það var í raun, sem orsakaði hrun turnanna [1-6]. Turnarnir voru gríðarlega sterkbyggðir, enda var þeim ætlað að þola mikið vindálag eða um 2,2 KN/m2. Vegna hæðar turnanna verður hreyfing þeirra í miklum vindi allveruleg og svo mikil, að talin var hætta á, að fólk 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.