Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 9

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 9
á efstu hæðum gæti orðið „sjóveikt”. Pess vegna voru deyfiliðir, eins konar „högg- deyfar”, byggðir inn í burðargrindina með fimm hæða millibili til að draga úr áhrifum vindálagsins. Þessir deyfiliðir hafa einnig þau áhrif að draga verulega úr áhrifum lárétts höggkrafts á burðargrind- ina. Þannig var það reiknað út eftir sprengiárásina 1993, að turnarnir þyldu höggið frá Boeing 707 þotu, sem flogið væri á turninn. Þá var hins vegar ekki reiknað með áhrifum eldsvoðans, sem gæti komið í kjölfarið, enda um „aka- demíska" athugun að ræða. Ef vindálag á eina hlið turnsins er skoðað gefur það samtals um 58 MN. Fulllestuð Boeing 767 flugvél vegur um 150 tonn eða um 1,5 MN. Miðað við, að flugvélin hafi haft hraðann 800 km/s við höggið, og það hafi tekið 0,6 sekúndur, verður högg- krafturinn 1,5x800/(0,6x3,6)=55MN. Þannig er höggkrafturinn litlu minni en vindálagið eða um 95%, en kemur að sjálfsögðu fram sem punktkraftur og hefur verri áhrif þess vegna. Eins og getið er um í umsögn banda- ríska byggingarverkfræðifélagsins (http:// www.asce.org) er óvist, að nokkru sinni verði fundin viðhlítandi skýring á því, sem gerðist. Almennt eru þó menn sam- mála um, að eldhafið í kjölfar sprenging- arinnar hafi verið aðalorsakavaldurinn. Eins og aðrar skrifstofubyggingar voru turnarnir hannaðar fyrir brunaálag, sem svarar til bruna, er varir í tvær klukku- stundir. Þá er yfirleitt verið að tala um eldsvoða, þar sem hitinn getur orðið um 600-800 gráður Celcius á 30-60 mín- útum. Fyrst var talið, að hitinn í eldsvoð- anum í kjölfarið á árekstri flugvélanna hafi verið miklu meiri eða komizt í 1100- 1200 gráður Celcius á örskotsstundu. Þetta mikla brunaálag hafi hið skemmda burðarvirki turnanna einfaldlega ekki geta staðizt. Við nánari rannsóknir hefur komið í ljós, að ekkert bendir lil þess, að hitinn hafi orðið meiri en 600-700°C, og því ekki meiri en í venjulegum eldsvoða. Þá hafa sérfræðingar einnig getað sýnt fram á, að töluverður hluti þotueldsneyt- isins hafi sennilega umbreytzt í dropa umlukta steinryki, sem hafi ekki brunnið í eiginlegum skilningi, heldur bakazt (,,pyrolised“). Þannig hafi bruninn i raun verið langtum minni, en fyrst var gert ráð fyrir. Einnig er nú talið, að eldurinn hafi ekki í miklum mæli komizt niður í lyftu- stokkana. Komið hefur fram hvöss gagnrýni á laklegt ástand brunavarna í turnunum fyrir atburðinn [5]. Verkfræð- ingar rekstraraðila turnanna hafa viður- kennt, að erfitt hafi reynzt að viðhalda brunavörnum stálbita og stálsúlnanna. í raun hafi komið fram við hefðbundið eft- irlit, að víða vantaði brunavarnarkvoðu utan á gólfbitunum, en það voru einmitt þeir, sem virðast hafa gefið sig fyrst. Við ítarlega athugun á myndum af hruni turnanna er ljóst, að þeir brotna niður á mismunandi hátt. Norðurturninn virðist falla inn í sjálfan sig og hrynja saman alveg lóðrétt. Suðurturninn hegðar sér allt öðru vísi. 50 hæðirnar fyrir ofan höggstaðinn virðast hallast verulega út úr lóðlínu og hæðin við höggstaðinn fellur saman. Neðri hæð- irnar þola ekki hið aukna álag og svo koll af kolli. Það er því líklegt, að atburðarásin hafi verið með eftirfarandi hætti: a) NORÐURTURN Vélin hittir turninn á miðjum vegg milli 92. og 95. hæðar. Mjög margar súlur í veggnum kubbast í sundu, og einnig er talið líklegt, að vélin hafi náð að brjóta miðkjarnann í sundur. Súl- urnar, sem eftir eru, bera hæðirnar fyrir ofan. Eldhafið á hæðinni veikir grindbitana (ef til vill illa bruna- varðir), sem bera gólfplöturnar, og þeir byrja að gefa sig og gólfin taka að hrynja. Þar sem miðkjarninn er í sundur byrjar mannvirkið fyrir ofan að síga niður í miðju turnsins. Gríðar- legt aukið lóðrétt álag á miðkjarnan og súlumar verður til þess, að stálvirkið í miðkjarnanum undir árekstrar- staðnum byrjar að gefa sig. Súlurnar i úlhringnum eru hins vegar mun sterk- ari, enda ætlað að bera mikið lárétt álag að auki, sem nú er ekki lengur til staðar. Með hruni gólfsins fyrir ofan árekstrarstaðinn, kiknar svo miðkjarn- inn og brotnar saman ásamt grind- bitum gólfanna. Turninn fellur á end- anum saman ofan í sjálfan sig! b) SUÐURTURN Vélin hittir turninn nálægt úthorni undir nærri 45 gráðu horni milli 78. og 84.hæðar. Allmargar súlur við út- hornið kubbast því í sundur, og einnig er líklegt, að hluti af miðkjarnasúlum hafi brotnað í sundur. Það er hins vegar ljóst, að hluti miðkjarnans hefur verið heill eftir áreksturinn, þar sem komið hefur fram, að nokkrir íbúa hæða fyrir ofan árekstrarstaðinn kom- ust niður brunastiga í miðkjarnanum gegnum árekstrarstaðinn. Margar gólf- plötur við hornið hafa brotnað niður og öll byggingin hefur fengið mikla slagsíðu við árekstrarstaðinn. Súlurnar við hornið, sem ekki eru í sundur, kikna smám saman, enda þurfa þær að bera 30 hæðir fyrir ofan sig. Það er í raun mikill styrkur útveggja- súlnanna, sem tefur hrun turnsins. Að lokum taka efstu 30 hæðirnar að hall- ast ískyggilega og hæðirnar með brotnar súlur hrynja saman, þar sem eftirlifandi súlur þeirra bera ekki álagið. Neðri hæðirnar falla þá saman hver af annarri með því, að grindbitar gólfanna þola ekki þungann, sem skellur á þeim. LOKAORÐ Hér hefur í stuttu máli verið skýrt frá sögu World Trade Center tvíburaturn- anna í New York og reynt að greina af- leiðingar hryðjuverkaárásarinnar á turn- ana 11. september s.l. Sérfræðinga- 63.4 m cd co Mynd 3. Þverskurðarflötur turns 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.