Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 12

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 12
... UPP I VINDINN REYKJANESBRAUT Hafnarfjörður - Njarðvík: Tvöföldun Bjarni Gunnarsson Próf í byggingar- verkfræði frá HÍ 1974. M.Sc - próf (sérsvið vegagerð) frá DTH í Kaup- mannahöfn 1 976. Starfsferill: Tækni- deild Vestmannaeyjabæjar 1 976 - 1977, Verkfræðistofan Hnit hf. 1974 og frá 1977, sérsvið veghönnun, aðstoðarframkvæmdastjóri Hnits frá 1995. 1 Inngangur Vegagerðin bauð út forhönnun og verk- hönnun Reykjanesbrautar - Breikkun á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur í ágúst 2001 og samdi við verkfræðistofuna Hnit hf. í september 2001 um verkefnið. Sam- starfsráðgjafi Hnits er Fjölhönnun ehf. og auk þess eru í ráðgjafarhópnum eftirfar- andi sérfræðiráðgjafar: Arkþing ehf. - arkitektar Landslag ehf. - landslagsarkitektar Stuðull -jarðfrœðiþjónusta Rdfteikning hf. - verkfrœðistofa/lýsing Vinnustofan Þverá ehf. - umferðartœkni Verkefnisstjóri ráðgjafahópsins er Bjarni Gunnarsson. Af hálfu Vegagerðarinnar hefur þar til skipuð verkefnisstjórn fylgst með for- hönnuninni, ákvarðað frekari forsendur og tekið nauðsynlegar ákvarðanir fyrir verkefnið. Formaður verkefnisstjórnar er Jónas Snæbjörnsson og með honum í verkefnisstjórn eru Jón Helgason og Valtýr Þórisson sem jafnframt er verkefn- isstjóri verkkaupa. í þessari grein verður fjallað í stuttu máli um forhönnun á breikkun Reykja- nesbraular frá Hafnarfirði lil Njarðvíkur. Greinin er unnin úr greinargerð um 1. áfanga forhönnunar sem lauk í febrúar 2002. í þeim áfanga er Reykjanesbraut for- hönnuð frá Hafnarfirði og langleiðina til Voga, samtals um 12 km. Myndir í grein- inni eru einnig úr greinargerð forhönn- unar. Hönnunarhugbúnaður ráðgjafahóps- Skúli Skúlason Próf í byggingar- verkfræði, fyrri- hluta frá HÍ 1 964, M.Sc - próf (sér- svið burðarpol) frá NTH í Þrándheimi 1967. Starfsferill: Gatna- málastjóri Reykjavíkur 1967 - 1970, Verkfræðistofa Cuðmundar G. Þórar- inssonar 1970-1979, Verkfræði- stofan Fjölhönnun ehf. framkvæmda- stjóri 1 979- ins er NovaPoint, en þrívíddarmyndir vegamóta eru teiknaðar í MicroStation. Samantekt greinarinnar önnuðust Bjarni Gunnarsson Hnit hf, og Skúli Skúlason Fjölhönnun ehf. Gunnar Ingi Ragnarsson Vinnustofunni Þverá ehf samdi umferðarkafla greinarinnar. 2 Reykjanesbraut og helstu vegtengingar Reykjanesbraut á að breikka úr tveimur akreinum í fjórar í áföngum frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar- hrepps og suður að Njarðvík. Byggja skal nýja akbraut (2 akreinar) sunnan við nú- verandi akbraut samkvæmt vegtegund Al. Nýja akbrautin mun liggja samsíða núverandi akbraut alla leiðina í 20,5 m fjarlægð (fjarlægð milli miðlína akbrauta) nema við Afstapahraun og Kúagerði þar sem aðeins lengra er á milli akbrautanna vegna stækkunar grunnboga nýju ak- brautarinnar. Helstu núverandi vegtengingar Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Njarðvíkur eru eftirfarandi: Vatnsleysustrandarvegur (nr. 420). Hann tengist Reykjanesbraut í st. 15.850 norðan megin. Vegurinn liggur að Stóru- og Minni-Vatnsleysu og áfram til Voga. Keilisvegur. Vegurinn tengist Reykjanes- braut sunnan megin í st. 15.720 og 16.200 og liggur hann um námusvæði og áfram til suðurs í átt að Keili. Vogavegur (nr. 421). Hann tengist Reykjanesbraut norðan megin í st. 25.350 og liggur til Voga. Grindavíkurvegur (nr. 43). Hann teng- ist Reykjanesbraut sunnan megin i st. 28.860. Auk Grindavíkur tengir veg- urinn Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í Svartsengi við Reykjanesbraut. Njarðvíkurvegur. Vegurinn tengist Reykjanesbraut norðan megin í st. 33.420 og liggur hann að Innri-Njarð- vík. Seylubraul. Brautin tengist Reykjanes- braut norðan megin og liggur að Innri-Njarðvík. Tengingin er í st. 34.010. Álftanes. Garðskegl Flankastaöir ) Sapdgerði Keilisnes Helguvik LavIk Vatnsnes Brv™asa» [)v StakksJjörður ... * ,. Grænaborg/ Niarðvik vooar Almenningur Strendarheiói Dyngnahraun Njarðvlkurtieiði Kisiufell Rauðamelur Trölladyngja Djújxiwtn Hafnaheiði Stapafell 'Hvalhnúkur Hafnasandur Lahghóll Þórðarfell Vatnsendi . . Blíðmatn' _ Vlfilsstaöir S Heiðmórk % eSabrekkU; Stórhöfði Húsfell Valahnúkar Kaktórbotnar Helgafell jf. % % \jvV> Móboin ‘ V Hvlrfill HAFNARFJÖRÐUR i ***<* \ He“ Stórhöfði 10 t Kleifarvatn Bo Gultbringa Kist m Stóra-Skógfell Fagradalsfjall Mynd 1. Yfirlitskort. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.