Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 13

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 13
30,0% 13,1% I ■ 11,9% B<ið aftan á B<ið framan á B<ið á hlið B<ið útaf B<iö á kyrrst. B<iö á B<ið á skepnu Annað hlut gangandi Mynd 3. Skipting óhappa á Reykjancsbraut árin 1994-1999. Reykjanesbraut viö Straum sólarhringsumferð ökutækja árið 2000 —Sólarhringsumferð 3 Umferð 3.1 Núverandi umferð Vegagerðin er með fastan teljara á Reykjanesbraut við Straum. Þar liggja fyrir tölur um umferð á sólarhring alla daga ársins 2000 og sýnir meðfylgjandi línurit á mynd 2 umferðarmagnið og dreifingu umferðar yfir árið. Við Straum er ÁDU í báðar áttir á Reykjanesbraut um 7300 bílar og SDU rúmlega 8500 bílar. Mesta umferð árið 2000 reyndisl vera 10307 bílar þann 30. júní 2000. Engin vegamót eru á Reykjanesbraut við Hvassahraun í dag en þó er hægt að aka þar út af og inn á gamla Keflavíkur- veginn. Umferð á gamla veginum hefur ekki verið talin en um mjög litla umferð er að ræða sem telst í hæsta lagi í tugum bíla á sólarhring. Umferð á vegamótum Reykjanes- brautar og Vatnleysustrandarvegar hefur ekki verið talin en lítil umferð er um vegamótin. Samkvæmt skynditalningu Vegagerðarinnar er ÁDU á Vatnsleysustr- andarvegi 440 bílar í báðar áttir. Gera má ráð fyrir að sú umferð sé að mestu bundin við umferð úr áttinni til og frá Hafnarfirði. Nokkuð er um hjólreiðamenn á veg- inum, sérstaklega erlenda ferðamenn á sumrin. Þar sem enginn hjólreiðavegur er meðfram veginum hjóla þeir á öxlum Reykjanesbrautar. 3.2 Umferðarslys og umferðaróhöpp Óhöpp eru hér skilgreind sem öll skráð umferðaróhöpp með og án meiðsla á fólki. Skráning óhappa sýnir að þau verða eðli- lega einkum á vegamótum Reykja- nesbrautar. Samkvæmt slysakorti Vega- gerðarinnar fyrir árin 1996-1999 eru mörg óhöpp skráð við Hvassahraun, en þar tengist vegslóði Reykjanesbraut „óformlega“. Einnig eru mörg óhöpp skráð við Kúagerði nálægt vegamótum við Vatnsleysustrandarveg. Á Strandarheiði dreifast óhöppin á allan veginn, þó er áberandi samþjöppun óhappa á kafla um 2 km austan vegamóta við Voga. Er þetta í samræmi við eldri athuganir um dreifingu óhappa árin 1982-1991 (sbr. skýrslu Reykjanesbraut öryggisátak mars 1995). Mynd 2. Umferð á Reykjanesbraut við Straum. Súlurit hér að ofan (mynd 3) sýnir skiptingu óhappa á Reykjanesbraut, frá Krýsuvíkurvegi að Víknavegi, miðað við meðaltal áranna 1994-1999. Alls urðu á þessum vegkafla 176 skráð óhöpp á þessum 5 árum og er óhappatíðnin á Reykjanesbraut um 0,5 á milljón ekna kílómetra. Gögnin eru fengin frá Vega- gerðinni. 4 Valin lausn vegamóta Aðalforsenda fyrir útfærslu og tegund vegamóta kom fram í útboðslýsingu Vegagerðarinnar fyrir hönnun vegkaflans (Vg, ágúst 2001), en þar stendur um vegamót: „Valið verðt t' upphaji að nota tígullausn þannig að Reykjanesbraut liggi yfir þver- vegi.“ „Mikill kostur ef öll vegamötin verða eins.“ Með ofangreindunr forsendum var komin ábending um hvaða lausn yrði valin. Í forhönnun var ráðgjafi sammála verkkaupa um að hringtorgatígullausn vegamóta væri eðlilegasta og besta lausnin og voru vegamót forhönnuð sam- kvæmt því. í frumdrögum hönnunar var reiknað með undirgöngum þegar Reykja- nesbraut fór yfir þvervegi og því var eðli- legt í byrjun forhönnunar að reikna með undirgöngum. Ráðgjafi óskaði eftir því að skoða einnig brýr á Reykjanesbraut og bera þær saman við undirgöng. Eftir ítar- lega skoðun og samanburð voru verk- kaupi og ráðgjafar sammála um að niður- staða forhönnunar væri 16 m löng eftir- CH Mynd 4. Sneiðing eftir miðdeili í brúarstæði. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.