Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 14

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 14
... UPP I VINDINN Mynd 5. Vegamót við Vatnsleysustrandarveg. Mynd 6. Vegamót í Hvassahrauni. spennt brú á hverja akbraut Reykjanes- brautar, eða samtals fjórar nokkurn veginn eins brýr við Hvassahraun og Vatnsleysustrandarveg. Væntanlega verða eins brýr hannaðar við Vogavegamót, Grindavíkurvegamót og vegamót við Seylubraut. Það sem þótti mæla með brú á hverja akbraut var eftirfarandi: • Tvær brýr í staðinn fyrir 40-50 m löng undirgöng gera þverveginn undir Reykjanesbraut miklu opnari og bjart- ari og um leið öruggari fyrir vegfar- endur sem nota vegamótin. • Verkkaupi og ráðgjafar eru sammála um að snjósöfnun sé minna vandamál í brúarútfærslu vegamótanna. • Í kostnaðarsamanburði reyndust und- irgöng og 2 brýr vera álíka dýr í fram- kvæmd. • í brúarútfærslunni er auðveldara að leysa umferð fótfarandi (þ.e. gang- andi, hjólandi og ríðandi). Eins og áður segir ákvað Vegagerðin að velja í upphafi forhönnunar tígullausn við vegamótin. Þar sem umferð er litil við öll vegamótin, kom vart til greina annað en að hafa hringtorg í tengipunktum tíg- ulsins. Umferð í hringtorgum er greið og hafa þau reynst vel hér á landi, sérstak- lega þar sem umferðin er lítil. Hring- torgin eru að hluta til hönnuð eftir sænska vegstaðlinum Vegutformning '94. Slík torg eiga að hægja vel á umferðar- hraðanum áður en keyrt er inn í torgið, en í staðinn er auðvelt að keyra út úr torginu og því er hægt að auka hraðann fljótt þegar keyrt er út úr því. Tígulvega- mót og lilheyrandi hringtorg við Vatns- leysustrandarveg eru sýnd á myndum 5 og 9. 5 Hönnunarforsendur 5.1 Hönnunarstaðlar vega Miða skal við að eftirtaldir staðlar og leiðbeiningar gildi í eftirtalinni röð fyrir þau atriði, sem ekki eru tiltekin hér að neðan. 1. Vegagerðin: Vegstaðall. Apríl 2001. 2. Vegagerðin: Alverk ’95. Almenn verklýsing fyrir vega- og brúargerð. Reykjavík, janúar 1995. 3. Statens Vegvesen: Veg- og gateutform- ing. Normaler, 1993. Handbók 017 (Norskur vegstaðall). 4. Statens Vegvesen: Vegbygging. Nor- maler, 1999. Handbók 018 (Norskur vegstaðall). 5. Þýskar reglur sem er að finna í rit- unum: Richllinien fúr die Anlage von StraSen. Teil: Knotenpunkte RAS-K. Teil: Linienfhurung RAS-L. Teil: Querschnitte RAS-Q. 6. Sænskur vegstaðall „Vegutformning ‘94“. 7. Mannvirki úr steinsteypu og stáli verði hönnuð samkvæmt meðfylgjandi hönnunarforsendum brúa frá 5. okt- óber 2001. 8. Veglýsing verði hönnuð samkvæmt meðfylgjandi hönnunarforsendum vegna veglýsingar. Almenna vinnureglan við notkun of- annefndra staðla er sú að ætíð skal nota fyrst töldu staðlana, en ef atriði finnst ekki skal nota næsta í röðinni og þannig koll af kolli. 5.2 Umferðarforsendur Umferðarspá (spá 3 á mynd 8) með 3,7% árlegri umferðar-aukningu gerir ráð fyrir að umferð í báðar áttir á Reykjanes- braut verði um 10000 bílar árið 2010 og um 15000 bílar árið 2020. Samkvæmt hönnunarstaðli (Vegbygging - Handbók 018) skal miða við 20 ára hönnunartíma- bil og er því umferðarspá (nr. 3) fyrir árið 2020 skilgreind sem hönnunarumferð verkefnisins. Hvorki liggja fyrir umferð- arspár fyrir vegamót Reykjanesbrautar og Vatnsleysustrandarvegar né vegamót Reykjanesbrautar við Hvassahraun. í báðum tilvikum er um mjög litla umferð að ræða sem vegamótin geta auðveldlega annað. 5.3 Vegtegundir og kennisnið Gert er ráð fyrir að Reykjanesbraut verði af vegtegund Al. Ytri axlir nýs vegar verða 2,75 m, akbrautir 8,0 m og innri axlir 0,75 m. Miðdeilir verður 11 m nema þar sem veglínan K2 víkur lengra frá núverandi vegi austan Kúagerðis. Kennisnið Reykjanesbrautar á fyllingu er sýnt á mynd 7. 5.4 Burðaþol vega Undirbygging, burðarlög, slitlög og hönnunartímabil skulu ákvörðuð í sam- ræmi við Vegbygging, handbók 018. Efra burðarlag verði a.m.k. 20 cm þykkt púkk þegar slitlag er malbik. Hönnuð verður uppbygging burðarlaga bæði fyrir slitlag úr malbiki og steypu á Reykjanesbraut. 1—’—r Mynd 7. Kennisnið Reykjanesbrautar 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.