Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 15

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 15
Mynd 8. Forsendur umferðar. ÁDU á Reykjanesbraut við Straum, spá til ársins 2020. 6 Hönnun steyptra mannvirkja 6.1 Hönnunarstaðlar steyptra nrann- virkja Brýr og önnur steypt mannvirki verða aðallega hönnuð í samræmi við staðlana FS ENV - Eurocode 1, 2, 7 og 8. 6.2 Val á lausnum Hönnun steyptra mannvirkja hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem sett var fram í frumdrögum, en þar var gert ráð fyrir heilum undirgöngum undir akbrautir Reykjanesbrautar þegar brautin færi yfir þvervegi. í lok forhönnunar gera ráðgjafar hinsvegar ráð fyrir tveimur sjálfstæðum brúm. Hér verður gerð stutt- lega grein fyrir þróunarferlinu. Fyrstu breytingar sem lagðar voru til var að færa þakplötu undirganga upp og sem næst slitlagsyfirborði, þ.e. að sleppa allri jarðfyllingu yfir undirgöngum. Með þessu var álag á þakplötu minnkað og í leiðinni umfang klapparskeringa fyrir þvervegi. Bæði atriði leiða til sparnaðar í stofnkostnaði. Par sem tiltölulega langt er á milli akbrauta Reykjanesbrautarinnar (1 lm breiður miðdeilir) þótti það áhuga- verður kostur að skipta undirgöngunum upp í tvenn sjálfstæð undirgöng undir hvora akbraut og hafa opið á milli ak- brauta. Þannig var hægt að minnka steypumagn og í leiðinni hægt að ná fram hagræðingu í framkvæmd. Sú lausn býður upp á þann möguleika að hægt er ljúka gerð undirganga fyrir aðra akbraut- ina á meðan umferð yrði leidd um hina akbrautina. Að teknu tilliti til fyrirhug- aðrar landmótunar í kringum undirgöng mátti sjá á útreikningum að stoðveggir yrðu talsvert efnismiklir. Þá kom upp hugmynd um að breyta undirgöngum í tvær sjálfstæðar brýr. Fyrstu út- reikningar sýndu að brýr yrðu ekki efnismeiri en undir- göngin, jafnvel þó að brúar- dekk yrði töluvert lengra en þakplata undirganga því brúar- lausn krafðist mun minni stoð- veggja. Kostnaður fyrir bæði mannvirkin var því nokkuð sambærilegur miðað við þær forsendur sem unnið var út frá. Stór kostur við tvær sjálfstæðar brýr er aukið umferðaröryggi. Sjónlínur eru betri og svigrúm undir brú er meira heldur en í undirgöngum. Mun meiri dagsbirta er til staðar, sem veitir einnig meira öryggi. Þá eru vegamótin opnari með tveimur sjálfstæðum brúm og gefur það betri að- komu frá þvervegum. Það veitir líka gangandi vegfarendum meira öryggi að fara um opin mannvirki heldur en dimm undirgöng. 6.3 Val á brúargerð Brýrnar sem valdar hafa verið fyrir vegamótin við Vatnsleysustrandarveg og í Hvassahrauni eru eins hafs rammabrýr með brúardekki úr eftirspenntri stein- steypu. Þær spanna yfir 16 metra haf og er ekki gert ráð fyrir legum til þess að taka við lengdarbreytingum af völdum hitabreytinga sökum þess hve stuttar þær . eru og þar af leiðandi eru lengdarbreyt- ingar litlar. Þetta minnkar stofnkostnað en minnkar einnig kostnað við viðhald síðar meir. Gert er ráð fyrir takmarkaðri innspennu á milli brúardekks og undir- staðna. Brýrnar verða staðsteyptar. Undirstöðuveggjum er ællað að taka við lóðréttum kröftum úr brúardekki sem og jarðvegsálagi frá fyllingum að steyptum mannvirkjum. Einnig er þeim ætlað að taka við láréttum kröftum í jarð- skjálfta og bremsukröftum. \ " ■/ ' Mynd 10. Sneiðing í brú. Mynd 9. Rúmmynd af vegamótum við Vatnsleysustrandarveg. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.