Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 16

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 16
... UPP I VINDINN Mynd 11. Rúmmynd af brú og þvervegi milli hringtorga. Steyptar sigplötur við báða enda brú- ardekksins minnka líkur á að hæðar- munur myndist milli brúardekks og akbrautar vegna jarðvegssigs. Ofan á brúardekk verður lagt vatns- varnarlag sem eykur öryggi gagnvart tær- ingu. Spennukaplar eru sérstaklega við- kvæmir gagnvart tæringu og því mikil- vægt að hindra að saltvatn komist í þá og valdi skemmdum. Helstu kostir við eftirspennta plötubrú eru eftirfarandi: í fyrsta lagi er mögulegt að hanna sprungufrítt þversnið sem er mikilvægt í umhverfi þar sem hætta á tæringu er mikil vegna seltu. í öðru lagi eru eftirspenntar plötu- brýr þunnar. Petta minnkar steypukostnað brúardekks. Auk þess gefur þynnri plata mun „léttara“ yfirbragð sem er útlitslega séð kostur. Á móti kemur kostn- aður við eftirspennu en þegar allt er tekið er kostnaður við eftir- spennta brú samkeppn- ishæfur við aðrar lausnir. í þriðja lagi er auðvelt að sporna gegn niðurbeygjum í eftirspenntri plötu þar sem kaplarnir skapa ákveðna uppspennu í plötunni. 6.4 Útlitshönnun Lega þvervegar undir brú og Reykja- nesbrautar yfir brú mun skerast nánast hornrétt og gefur það tilefni til að hafa út- lit brúnna algjörlega samhverft. Við útlitshönnun brúa er leitast við að brúargólfið verði sjónrænt sem þynnst. Bogadregnar línur, bæði í lóðréttu og lá- réttu sniði neðra yfirborðs brúargólfs, er einskonar aðlögun að vægiferlum í plöt- unni og einnig dregur það sjónrænt úr plötuþykktinni. Brúarstólpar eru gerðir eins lítið áberandi og 16 metra brú gefur möguleika á. Halli á brúarstólpa er inn- dreginn að neðan um 15°. Við það færist skurðflötur stólpans og hraunfláans ofar og opnar betur fyrir sjónlínu þegar ekið er undir brúna. Brúarstólpar verða steyptir í sléttum flekamótum með sýni- legum kónagötum, sem staðsett verða eftir fyrirframgefinni reglu. Brúargólfið verður steypt á þykktarheflaðri borða- klæðningu og verður hrjúfa hliðin látin snúa að steypu. Á einn brúarstólpa við hver vegamót verður komið fyrir, í þar til gerðri þynningu, koparskildi með merki Vegagerðarinnar ásamt ártali sem sýnir byggingarár brúarinnar. 7 Lokaorð Það er skoðun ráðgjafa að breikkun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Njarðvíkur eins og er framsett í for- hönnun sé góð lausn með vel útfærðum vegamótum. Reynt var að hafa mass- aflutninga í lágmarki til að hafa fram- kvæmdakostnað sem lægstan. Samt sem áður er þess vænst að mannvirkið verði traust og að umferðaröryggi þess verði fyrsta flokks. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.