Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 18

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 18
... UPP I VINDINN UMFERÐARGREINAR Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar Sigurður Erlingsson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur, Verkfræðistofnun HÍ. Inngangur Samgöngukerfi er ein mesta fjárfesting hverrar þjóðar. Kostnaður samgöngu- kerfa felst í stofnkostnaði, eftirlitskostn- aði og viðhaldskostnaði. Rannsóknir á umferð gefa upplýsingar um hvernig staðið skuli að eðlilegri uppbyggingu og viðhaldi samgöngukerfisins og stuðla þannig að skynsamlegum fjárfestingum samgöngumannvirkja. Á undanförnum árum hefur orðið mikil framþróun í öflun upplýsinga um umferð á vegum. í stað hefðbundinna talninga og þyngdar- mælingar, með því að stöðva ökutæki og skammtíma mælinga með radar, er kominn sjálfvirkur búnaður sem stöðugt mælir þessa þætti og safnar upplýsing- unum í stjórnstöð. Þetta eru svokallaðir umferðargreinar. Hvaö eru umferðargreinar? Tilraunir með háhraða umferðagreina hófust á níunda áratugnum. Þær Evrópu- þjóðir sem stóðu fremstar á þessu sviði á þeim tíma voru Frakkar, Bretar og Þjóð- verjar [1, 2]. Einnig voru gerðar svipaðar tilraunir í Bandaríkjunum og Ástralíu. Árið 1996 voru í tilraunaskyni á íslandi fyrstu háhraða umferðarnemarnir settir í þjóðveg 1, Norðurlandsveg við Lónskot, rétt norðan við Akureyri. Á næstu tveimur árum var síðan fjórum öðrum nemurn komið fyrir í yfirborði vega á SV- horni landsins. Rekstur nemanna stóð í nokkur ár og fékkst af því dýrmæt reynsla. í kjölfar þessara tilrauna var komið fyrir á Esjumelum mjög full- komnum umferðargreini sem, auk þess að mæla hraða, bil milli ökutækja og flokka ökutæki, vigtar hann ásþunga allra ása sem yfir hann fara. Nú, í árs- byrjun 2002, rekur Vegagerðin átta mæli- stöðvar sem nema hraða, bil milli öku- tækja auk þess að flokka ökutækin eftir fjölda öxla og lengd. Þessir mælistaðir eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Notkun umferðargreina Hægt er að nýta upplýsingar umferðar- greina á tvennan hátt: Með rauntíma- vinnslu og með tölfræðilegri úrvinnslu eftir á. Með rauntímavinnslu og nýtingu internetsins er hægt að fylgjast beint með umferðinni, hvort sem er í stjórnstöðvum Vegagerðarinnar, á lögreglustöðvum eða af eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar og lögreglumönnum á staðnum. Þannig geta umferðargreinarnir hjálpað til við al- menna löggæslu og/eða veitt upplýsingar um umferðarþunga á vegakerfinu þannig að bregðast megi við þegar í stað. Með tölfræðilegri úrvinnslu upp- lýsinga eftir á má fá vitneskju um um- ferðina, bæði umferðarálag á mismun- andi tímum dags, dögum vikunnar eða árstíma. Þá er einnig hægt er að sjá hver langtímaþróun hefur verið og spá í fram- tíðina. Nánar má sjá á mynd 3 hvernig upplýsingar um umferðina, sem fást úr umferðargreinum, tengjast skipulagi, hönnun, framkvæmdum og rekstri vega- mannvirkja. Hér á eftir verður greint frá hvernig upplýsingar, sem fást úr umferðar- greinum nýtast við veghönnun og eftirlit með umferðaröryggi og umhverfisálagi af umferðinni. Veghönnun Skemmdarstig vega og hrörnun þeirra er háð umferðarflæði og samsetningu um- ferðar á þeim. Snerting dekkja við yfir- borð slitlagsins veldur álagi á vegbygg- inguna. Ljóst er að hjól ökutækja hafa mismikil áhrif á slitlögin vegna mismun- andi þyngdar ökutækjanna, fjöðrunar- búnaðar, dekkjaþrýstings og hraða. Gjarnan er allt álag sem verkar á veg- bygginguna umreiknað í jafngildisálag (e. Equivalent Load) þar sem álag frá þyngstu ökutækjunum hefur meira vægi en álag frá minni ökutækjum. Því er raunverulegur öxulþungi látinn jafngilda ákveðnum fjölda staðalöxla, þ.e. öxlar af ákveðinni staðalþyngd. Við þessa um- reikninga er algengt að eftirfarandi jafna sé notuð en hún tekur tillit til þeirra þátta sem vitað er að hafa áhrif á vegbygging- una, þ.e: ESAL = W at us wt tp st yy (1) ESAL stendur fyrir jafngildisálag (e. Equivalent Single Axle Load). k-stuðlar jöfnunnar standa fyrir áhrif ýmissa þátta, kat fyrir öxultegund, kas fyrir öxulbil, kwl fyrir tegund hjóls, ktf fyrir dekkjaþrýsting og ku fyrir mismunandi fjaðrir og högg- deyfibúnað. fe-stuðlarnir geta tekið gildi á bilinu 0,03-3,99 en taka yfirleitt gildi nærri einum. W er raunverulegur öxul- þungi ökutækja í kN og Weq er öxulþungi staðalöxuls í kN; p er veldisvísir jöfn- unnar og er hann að jafnaði 4. Sam- kvæmt reglugerð dómsmálaráðuneytis er mesta leyfilega þyngd staðalöxuls hér á landi 11,5 tonn fyrir driföxul og 10 tonn fyrir venjulegan öxul. Þar sem umferðargreinar veita upp- lýsingar um eiginleika umferðarflæðisins er auðvelt að nota gögn umferðargrein- anna til að afla áhugaverðra hönnunar- stærða I vegagerð þar sem einfaldast er að styðjast við jöfnu (1). Umferðarnemarnir veita ekki neinar upplýsingar um öxul- tegund (feat), tegund hjóls (fewl), dekkja- þrýsting (fe,p), mismunandi fjaðrir og höggdeyfibúnað (fest) og því er hér Myncl 1. Umferðargreinir á Esjumelum. Unclir Ijósu rákinni til hægri er þyngdarmælinemi en svörtu rákirnar sýna staðsetningu spanlykkja er mæla komutíma og hraða ökutækja. Span- lykkjurnar í hvorri akrein eru tvær og hver 2X2 m að stærð. Handan vegarins er söfnunar- búnaður sem geymir upplýsingar frá nemunum. Orkan fæst um rafstreng en einnig er möguleiki að notast við sólarsellu. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.