Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 19

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 19
þessum stuðlum gefið gildið 1. Við úr- vinnslu er því að jafnaði einfaldari útgáfa af jöfnu (1) notuð, þ.e. aðferð frá AASHTO (e. American Association of State Highway and Transportation Offic- ials), sem er yfirleitt nefnd fjórða veldis lögmálið: ESAL = V W W ' eq Y / (2) Þyngdarnemar Spanlykkjur Mynd 2. Fyrirkomulag þyngdarncma og spanlykkja í vegi. Umferö og öryggi Auk ásþunga má með umferðargreinum fá upplýsingar um samsetningu um- ferðar, dreifingu umferðar yfir tíma, hraða einstakra ökutækja og bil milli ökutækja. Gögnin má síðan nýta með ýmsum hætti til eflingar öryggismála eða sem hluta af eftirliti með að ökutæki uppfylli reglur um hraða, öxulþyngdir o.fl. Eins og fram hefur komið má nýta upplýsingar umferðargreina, bæði með rauntímastjórnun eða eins og hér hefur verið gert með úrvinnslu eftirá. Ekki verður fjallað um rauntímastjórnun hér. Þegar hafa verið gefin dæmi um notk- unarmöguleika umferðargreina við eftirlit og öryggismál; sjá myndir um hraðadreif- ingu, bil milli ökutækja, þyngdardreif- ingu og öxulþunga. Slíkar upplýsingar má nýta til að skipuleggja markvissar aðgerðir til eflingar umferðaröryggis. Á heimasíðu Vegagerðarinnar [4] má sjá yfirlit yfir hraðadreifingu sem og bil milli ökutækja átta mælistöðva á vegum á höfuðborgarsvæðinu og í grennd þess. Þar má bæði sjá yfirlit yfir síðustu tvær klukkustundir og síðastliðinn sólarhring. Umhverfismál Með umhverfisáhrifum af völdum bíla- umferðar er fyrst og fremst átt við loft- mengun vegna útblásturs og hávaða. Umferðargreinar, eða öllu heldur niður- stöður þeirra, geta gefið vísbendingu um þau umhverfisáhrif sem umferðin veldur. Með rannsóknum á sambandi þyngdar ökutækis og útblásturs ýmissa mengandi efna má ráða í hver mengunin er, sem umferðin veldur, bæði í stað- bundnum sem hnattrænum skilningi. Hávaði er einnig umhverfisvandi sem akandi umferð veldur. Þar skiptir hraði, þyngd og gerð ökutækis (aðallega dekkja) mestu máli. Að vísu fást ekki upplýsingar um gerð hjólbarða með um- ferðargreinum en þyngd öxla gefur vís- bendingu þar um. Nánari athugun á bíla- flotanum er nauðsynleg til að geta tekið slíkan mælikvarða með í líkan til að meta hljóðstig sem umferðin veldur. Mælingar á hljóðstigi, sem tengdar væru gögnum frá umferðargreinum, gætu varpað ljósi á samhengi þessara þátta og þannig af- markað hljóðspor meðfram vegum. Slíkar mælingar gætu einnig komið að notum við kvörðun hefðbundinna reiknilíkana um hávaða af umferð öku- tækja. Að sjálfsögðu hafa ytri skilyrði afar mikið að segja um mengunina, sem hlýst af umferðinni. Úrkoma og vindur hafa t.d. mikil áhrif á það hve mikið svifryk myndast og hvernig það dreifist. Hitastig og bleyta á akbraut hafa áhrif á slit af völdum dekkjanna, aðallega nagladekkj- anna. Og þá er bakgrunnshávaði vegna veðurhljóða ákvarðandi um það að hve miklu leyti hávaði af umferð er til óþæg- inda. Að koma saman nothæfu líkani til þess að meta áhrif umferðar á umhverfið, bæði hið næsta veginum og einnig hnatt- rænt, er flókið og tímafrekt verkefni. Framtíðarmöguleikar Umferðargreinar eru öflug tæki til að afla upplýsinga um atriði er snúa að umferð- artækni, veghönnun og eftirliti. Þá má nota upplýsingar frá þeim til að áætla umhverfisálag, loftmengun og hávaða. Öll þessi atriði eru mikilvæg fyrir veg- haldara og auka þá þekkingu sem nauð- synleg er til að framkvæmdir í vega- málum og rekstur vegakerfis verði sem hagkvæmust. Umferðargreinar leysa ekki allar eldri aðferðir af hólmi, t.d. verður áfram þörf fyrir hefðbundnar öxulþungamælingar og hraðamælingar með radar. Það rpá e.t.v. segja að þeir séu viðbót við það sem hingað lil hefur verið notað til eftirlits og annarra mælinga. Myncl 3. Tengsl upplýsinga úr umferðargreinum við ýmsa þætti samgangna á vegum [3]. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.