Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 20

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 20
... UPP I VINDINN Hvað varðar notkun upplýsinga sem aflað er með umferðargreinum má nefna fyrst upplýsingar er lúta að hönnunar- álagi. Umferðargreinar gefa upplýsingar um dreifingu umferðar, samsetningu og hraða, en einnig um öxulþunga. Dreifing umferðar og samsetning segja til um um- ferðarrýmd viðkomandi vegar, en hraði um akstursskilyrði og umferðaröryggi. Þá má nefna að upplýsingar um bil á milli ökutækja eru mikilvægar til þess m.a. að meta hve stór hluti vegfarenda teljist „áhættuökumenn“. Almennt geta um- ferðargreinar aukið þekkingu á vegum og umferð og þannig stuðlað að hagkvæmari uppbyggingu vegakerfisins og einnig auknu öryggi í umferðinni. Almennt mun dreifing öxulþunga og fjöldi öxla í hverjum þyngdarflokki gefa vísbendingar um hönnunarálag og þar með líftíma. Þar með er einnig fenginn grundvöllur til að meta kostnað lífsferils (e. life cycle cost) vega. Annað, sem snýr að þyngdarmælingu, er eftirlit með því að ökumenn þungra ökutækja fari að reglum um leyfilegan hámarksþunga og öxulþunga. Möguleiki er að nota um- ferðargreina sem eftirlitsmenn gætu náð beinu sambandi við og gætu þannig tekið út grunsamlega þung ökutæki til þyngd- armælinga. Þegar fram líða stundir er hugsanlegt að eftirlitið geti orðið sjálf- virk't, þ.e. að með myndatöku væri hægt að fylgjast með of þungum ökutækjum og sekta ökumenn eftir Ijósmyndum, líkt og gert er nú með myndavélum á gatna- mótum og einnig með myndatöku öku- tækja, sem ekið er yfir leyfilegum há- markshraða. Þess konar eftirlit gæti komið til greina þar sem umferð er stijál og ekki tiltækir eftirlitsmenn. Enn er verk að vinna við kvörðun um- ferðargreinanna m.a. til að komast að þvi hve mikið og reglulegt eftirlit þarf að vera með tækjabúnaðinum. Enn fremur má búast við því að þróun í gerð umferðar- greina verði ör á næstu árum. Þróun búnaðar og kvörðun þarf að koma til sem fyrst ef gagn á að verða af upplýsingum úr umferðargreinum. Reynsla, sem er af notkun umferðar- greina hér á landi, er sú að fylgjast þarf með þeim mun betur en hingað til. Meðhöndlun gagna og útreikningur kennistærða, eins og fjölda jafngildisöxla, meðalhraði og staðalfrávik auk annarra stærða þarf að gerast jafnharðan svo ekki yfirfyllist allt af gögnum. Þessar upp- lýsingar er síðan hægt að nota, bæði til þess að fylgjast með þróun umferðar m.t.t. umhverfisálags í formi loftmeng- unar og hávaða, en ekki síður m.t.t. ytri Mynd 4. Dreifing á þyngd öxla þungra ökutækja, timabilið 12. - 21. október 1997. Nemarnir eru á Norðurlandsvegi við Lónskot, skammt norðan við Akureyri, Suðurlandsvegi við Rauðavatn, Reykja- nesbraut við Strandarheiði og Vesturlandsvegi við Borgarnes. •- 05 *o 0J3 03 T3 Norourlv., N = 583 Suðurlv., N = 2.763 Reykjanbr., N = 1.523 Vesturlv.. N = 543 10 - 9 12 15 Tími sólarhrings Mynd 5. Dreifing meðalumferðar allra ökutækja yfir sólarhringinn, sem hlutfall af sólarhringsum- ferð, tímabilið 12. - 21. október 1997. N er meðaldagsumferð annarrar akreinarinnar. 0 20 40 60 80 100 120 140 Hraði |km/klst| Mynd 6. Meðaldreifing hraða allra ökutækja yfir sólarhringinn fyrir fjórar mælistöðvar tímabilið 12. - 21. október 1997. Tiðni er ákvörðuð miðað við 5 km/klsl hraðabil. N er meðalumferð á dag á akrein þann tíma er mælingar fóru fram. Sjá einnig heimasíðu Vegagerðarinnar. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.