Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 22

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 22
... UPP I VINDINN NÝBYGGING MAREL í GARÐABÆ Þriggja hæða 3000 m2 skrifstofuhús með burðarkerfi úr stálgrind Þorgeir Þorgeirsson Menntaskólinn við Sund 1 980. Tækni- skóli íslands 1 986 BSc. Bygginga- tæknifræðingur. Héðinn Carðabæ 1980-1993. Sjálf- stætt í hönnun og tæknivinnu 1 993 - 1 998. Hóf störf hjá Sindra-Stál hf 1998. Ix Austurhrauni í Garðabæ er að rísa um það bil 10.000 fermetra stálgrindar- hús að grunnfleti um 15.000 fermetrar alls. Þangað munu höfuðstöðvar Marel flytja í júlí 2002. Verkið hófst vorið 2001 þegar Hörður Árnason forstjóri Marel tók fyrstu skóflustungu að húsinu. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson. Húsnæðið skiptist í tvo aðal hluta; framleiðsluhús og skrifstofuhús sem tengjast saman með bjartri tengibyggingu úr gleri og stáli. Framleiðsluhúsið kemur frá Varco Pruden eða VP buildings í Bandaríkj- unum. Húsið er byggt upp með hefðbundn- um samsoðnum stálgrindarrömmum með tveimur súluröðum fyrir miðju hússins. Breidd hússins er um 76 metrar og eru súlurnar utanáliggjandi sem gerir allar innréttingar og klæðningu mun auðveldari auk þess sem þetta gefur hús- inu meiri svip og brýtur skemmtilega upp 120 m lengd hússins. Allar súlur að utanverðu eru heit- galvanhúðaðar ásamt afstífingum hússins sem eru einnig utanáliggjandi. Milligólf í framleiðsluhúsinu eru að flatarmáli um 3000 m2 eru byggð upp með svokölluðu „composite slab“ gólfi. Aðalstálbitar tengjast lóð- réttu burðarvirki hússins. Léttir grindarbitar með 600 mm milli- bili liggja svo á milli aðalbitanna. Þeir bera uppi báraða stálklæðn- ingu sem síðan er steypt í 80 mm þykkt ásteypulag með sprungu- bendingu. Með þessu fæst sam- virkni á berandi stálplötunum og ásteypulaginu. Skrifstofubyggingin kemur frá Teraselementti OY Finnlandi. Það sem er sérstakt við þetta hús er að þetta er fyrsta þriggja hæða stálgrindar- húsið á íslandi. Kerfið sem notað er í stálgrindinni er kallað „Kvatro“ kerfi sem er byggt með ferkant holprófílum í súlum með inn- byggðri járnabendingu og svo opnum hattbitum sem einnig eru með járna- bendingu frá framleiðanda. Súlurnar eru í stærðinni 200x200 lil 250x250 mm og koma málaðar á byggingarstað. Eftir reisningu eru steypu dælt í þar til gerð göt og súlur fylltar steypu. Eins er farið með bitana en þeir eru fylltir steypu áður en þeim er komið fyrir á endanlegum stað. Heppilegast er að steypa í bitana 7-10 dögum áður en bitar eru hífðir á ásetur súlna því þá er hægt að raða holplötum í beinu framhaldi á hverja hæð fyrir sig. Sérstök tengijárn koma síðan yfir ásetur holplatna í raufar þeirra sem tengist síðan ásteypulagi sem er 50 mm með sprungu- neti. Með því að nota járnbenta steypu með stálkápu fæst nett þversnið, aukinn styrkur, góð brunavörn og hljóðein- angrun. Þessi brunavörn getur verið allt að 60 mín. vörn og er því ekki þörf á að klæða súlur eða bita af. Bitar standa lítið sem ekkert niður úr neðri brún holplatna sem gerir það að verkum að þegar um niðurhengd loft er að ræða þá eru bitar ekki fyrir loftræsti- eða öðrum lögnum sem þar að koma. Reisningartími er mjög skammur þar sem bitar hengjast á sérstök hök á súlum sem síðan eru soðin föst. Fjarlægðir milli súlna eru breytilegar einnig lengdir holplatna en í flestum til- fellum eru holplötur 6,2 m. Haflengd Kvatro burðarbita eru um það bil 5,8 m. Notaðar eru 200 mm holplötur í nánast allt gólfið. Þakið er einnig lagt holplötum með dúk á ysta yfirborði. Útveggir eru úr tilbúnum timbur ein- ingum sem raðað er utan á burðarvirki hússins og fest í gólf áður en að ásteypu- lag er sett á. Stærðir eininganna eru mis- munandi og ná þær stærstu í heilu lagi upp allar hæðirnar eða rúmlega 10 metra. Einingarnar koma með ísettum og glerjuðum gluggum tilbúnar til uppsetn- ingar utanhússklæðningar og málningu að innan. Það er ljóst að ekki er mikil reynsla á uppsetningu fjölhæða húsa með stálgrind hér á landi en hún kemur fljótt þar sem um vel þróað, einfalt og öruggt kerfi er að ræða. Ekkert er því til fyrirstöðu að byggja 8-10 hæða hús með þessu kerfi. Það sýndi sig líka að uppsetning stál- grindarinnar og niðurlögn holplatnanna gekk mjög vel þrátt fyrir að unnið hafi verið um miðja vetur við reisninguna. Það er því okkar mat að þessi bygging- araðferð eigi mikla framtíð fyrir sér hér á íslandi og hefur hún þegar hlotið verð- skuldaða athygli og áhuga hönnuða jafnt sem notenda. Húsin hafa þegar verið vottuð af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.