Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 24

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 24
... UPP I VINDINN ORKUFRAMKVÆMDIR Er hægt að gera þær umhverfisvænni? Birgir Jónsson lauk B.Sc. Hons prófi í jarðfræði frá Háskólanum í Man- chester, Englandi | 1 969 og M.Sc. prófi | í jarðverkfræði frá I háskólanum í 1 Durham, Englandi 1 971. Vann hjá Orkustofnun 1 971 - 1997 við undirbúningsrannsóknir vatnsorkuvera. Frá 1997-1999 hjá VSÓ Ráðgjöf við eftirlit með byggingu Sultartangavirkjunar. Stundakennari við Jarðfræðiskor HÍ 1 975-1 993 og við Umhverfis- og byggingarverkfræði- skor HÍ 1 980-1 999 og dósent við þá skor frá 1 999. Skorarformaður í Umhverfis- og byggingarverkfræði- skor2001-2003. 1. Inngangur íslendingar eru svo heppnir að orku- lindir þeirra eru endurnýjanlegar og losa nær engar gróðurhúsalofttegundir úl í andrúmsloftið, eins og mestur hluli af orkuvinnslu heimsins gerir. Orkufyrir- tæki á íslandi og raunar víðast um heim- inn reyna að ganga snyrtilega frá sínum framkvæmdum og reyna að fella þær sem best inn í umhverfið. Þetta hefur tekist misjafnlega en oft mjög vel. Hér á eftir eru hugleiðingar mínar um ýmis tilfelli bæði þar sem mér finnst að ekki hafi tekist sem skyldi og eins þar sem vel hefur tekist. Einnig eru nokkrar ábend- ingar um hvernig minnka mætti um- hverfisáhrif ýmissa verkefna sem eru í bígerð. Almennt má segja að ekki hafi verið gert mikið af því að beita litum til að gera framkvæmdir minna áberandi hér á landi. Gott dæmi um þetta er þó Járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga, þar sem dökkleitir jarðarlitir verksmiðjuhús- anna urðu til þess að margir vergfarendur um Hvalfjörð tóku alls ekki eftir verk- smiðjunni, áður en nýi vegurinn kom um göngin og austur fyrir Akrafjall, rétt fram hjá verksmiðjunni. Til að lítið beri á framkvæmdum í landslagi, er best að beita daufum jarðarlitum sem falla best inn 1 umhverfið, en skærir og ljósir litir eru verstir og er þar mjallahvítt langverst; sést úr órafjarlægð. Aður en lengra er haldið er rétt að árétta að aðaltilgangurinn með nýtingu orkulindanna er orkusalan, þ.e. að fá arð af auðlindinni til þess að standa undir rekstri háþróaðs velferðarþjóðfélags. Þau tiltölulega hátt launuðu störf, sem fylgja þessum framkvæmdum og tengdum iðjurekstri er viðbótarávinningur. í þeim breytingum sem væntanlegar eru á orku- markaðinum, með einkavæðingu og auk- inni samkeppni finnst greinarhöfundi rétt að minna á að ekki má gleyma hags- munum ríkissjóðs og sveitarfélaga, sem þurfa að standa undir rekstri velferðar- samfélagsins. 2. Vatnsafl 2.1 Almennt Ráðstöjun orku: Þegar tekin er ákvörðun um að reisa virkjun ásamt iðjuveri, sem nýtir orku virkjunarinnar, er ekki verið að ráðstafa þessari orku um aldur og æfi, heldur oftast í eina eða tvær kynslóðir, því að ending iðjuversins er mun styttri en virkjunarinnar eða virkjunarstaðarins. Þetta gildir líka fyrir aðra stórnotendur eða flutningsmiðla, t.d. sæstreng til út- landa, sbr. töflu 1. Þegar iðjuverið/sæ- strengurinn er úr sér genginn taka þáver- andi valdakynslóðir, börn okkar eða barnabörn, ákvörðun um í hvað eigi að nota orkuna frá hinni langlífu virkjun. Þá er virkjunin löngu áður orðin skuldlaus og meira en 95% af rafmagnssölunni frá henni er hreinn hagnaður í meira en 200 ár. Finnast einhverjar aðrar slíkar gull- gæsir í atvinnulífi þjóðarinnar? Stærð lóna: Eflir þvi sem raforkukerfi íslands verður umfangsmeira, mun verða auðveldara að miðla vatnsorku milli landssvæða eftir umhverfisaðstæðum, þ.e. auka stærð miðlunarlóna þar sem umhverfisaðstæður leyfa, en hafa minni lón þar sem umhverfið er viðkvæmara. Virkjanir með of litla miðlun myndu framleiða meira rafmagn á sumrin og virkjanir með yfirstærð á miðlun fram- leiddu meira rafmagn á veturna, en heildarmiðlun væri nægileg. Þetta yrði enn auðveldara ef íslenska rafkerfið tengdist því evrópska um sæstreng. Vegir og varanlegar byggingar: Þegar verið er að skipuleggja framkvæmdir á væntanlegu virkjunarsvæði þarf að hugsa vandlega fram í tímann, þegar á undir- búningsstigum framkvæmdarinnar. Hvert á að verða endanlegt útlit svæðis- ins? Með það í huga þarf að staðsetja öll umsvif, t.d. vegi, einnig slóðir á undir- búningstíma eins og unnt er. Einnig á þetta við um alls kyns hús, t.d. vinnu- búðir sem að hluta til gætu orðið varan- legt húsnæði sem nýttist ferðamanna- þjónustu á svæðinu. Þessi hluti búðanna yrði að uppfylla strangar kröfur um útlit (þ.á.m. lit), endingu, vatnsöflun, frá- rennsli o.fl. Sumir þeirra sem ferðast um miðhá- lendi íslands vilja helst ekki sjá stærri mannvirki en sæluhús og einfaldar, ruddar fjallaslóðir. Mjög auðvelt er að koma til móts við þennan hóp. Hægt er að velja legu slikra ódýrra sumarslóða í gegnum þau hálendissvæði þar sem virkjanir eru nú, eða verða byggðar siðar, þannig að vegfarendur verði ekkert varir við mannvirkin. Þetta á við bæði á Þjórsár/Tungnaársvæði og eins hálendið norðaustan Vatnajökuls. Vegirnir að virkjanamannvirkjunum, sem yfirleitt eru lagðir bundnu slitlagi myndu hins vegar nýtast þeim sem vilja sjá virkjan- irnar og kynna sér sjálfbæra orkuvinnslu. Uppgrœðsla og trjárœkt: Flest orku- fyrirtæki hafa beitt sér fyrir uppgræðslu og trjárækt á sínum framkvæmda- Tafla 1. Áœtlaður endingartími virkjunarstaðar, virkjunar og iðjuvers Virkjunarstaður endist í 2000 til 8000 ár virkjun endurbyggð oft Virkjun endist í 200 til 800 ár eðlilegt viðhald mannvirkja Iðjuver/sæstrengur endist í 20 til 80 ár eðlilegt viðhald mannvirkja 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.