Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 25

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 25
svæðum, bæði til að fegra umhverfið og minnka sandfok inn í híbýli starfsmanna. Þá hefur Landsvirkjun rekið skógræktar- stöðina á Tumastöðum undanfarin ár eftir að umsvif Skógræktar ríkisins minnk- uðu. Þeir sumarstarfsmenn Landsvirkj- unar að Tumastöðum sem eru á fram- haldsskólaaldri hafa auk þess getað stundað nám á staðnum í umhverfis- tengdum fögum og fengið það viður- kennt sem einingar í sínum skóla. Mannvirkí fdlin: Mörg mannvirki vatnsaflsvirkjana er hægt að fela, t.d. með þvi að hafa þau neðanjarðar, s.s. stöðvar- hús, rofahús, lokuhús, vatnsgöng, að- komugöng, o.fl. Stíflur, lón og há- spenntar raflínur þurfa hins vegar að vera uppi á yfirborði. Ýmislegt er þó hægt að gera til að láta minna bera á þeim. Hanna má stíflur þannig að þær séu boga- dregnar eða óreglulegar að lögun, en myndi ekki bein strik í landinu. Beita má litum, þ.á.m. gróðri (grávíði, birki, fjall- drapa, lyngi, o.fl.) til að fella stiflumann- virkið sem best inn í landið. Sjá síðar í greininni um háspennulínur. Baðstaðirfyrirferðamenn: Mjög vinsælt er meðal ferðamanna á hálendi íslands að baða sig í volgum laugum. Margir þessara baðstaða eru frumstæðir, en gegna sínu hlutverki ágætlega. Þar sem volgar laugar eru í nágrenni virkjana og væntanlegra virkjana, ætti virkjunaraðili að koma upp einfaldri baðaðstöðu, sem ekki þarfnaðist neins starfsfólks, en uppfyllti kröfur ferðafólksins árið um hring á ódýran en öruggan máta. Þetta hefði t.d. mátt gera við Hágöngulón, norðan Þórisvatns. Beggja vegna Hálslóns (Kárahnjúka- virkjun) má koma upp slíkum stöðum, við Laugarvelli og Lindur, og bæta má að- stöðuna við Laugafell á Fljótsdalsheiði. Svipaðar aðstæður eru víða á hálendinu. Á sumum slíkra staða gæti þurft að bora grunna borholu til að fá heitara vatn. Fyrsta framkvæmd Landsvirkjunar á þessu sviði var hin frábæra sundlaug í Þjórsárdal, sem gerð var síðla á 7. ára- tugnum í samvinnu við Gnúpverjahrepp. Nýjar ferðaleiðir: Við orkufram- kvæmdir opnast oft nýjar leiðir; eru hér nefnd örfá dæmi: Brú kom á Tungnaá haustið 1967 vegna væntanlegra fram- kvæmda við Þórisvatn. Þessi brú auð- veldaði mjög aðgang að landinu norðan Tungnaár og jók verulega umferð um Sprengisand. Að frumkvæði Orkustofn- unar var gerð brú yfir Kreppu 1970, sem opnaði leið inn í Krepputungu og að Kverkfjöllum. Brú yfir Þjórsá við Sanda- fell ofan Búrfells var byggð 1973 og auð- veldaði mjög leið úr Árnessýslu inn á Sprengisand og hálendið upp af Rangár- vallasýslu. Ef stífla verður gerð í Þjórsá við Norðlingaöldu mun opnast auðfær leið milli Kjalvegar og Sprengisands, sem býður upp á ýmsar hringleiðir. Hdlendisvegír: Landsvirkjun hefur þegar lagt um 200 km af uppbyggðum vegum á Miðhálendinu, eða í hálendis- brúninni, þ.e. suðurhluta Sprengisands- leiðar, norðurhluta Kjalvegar og ný leið úr Fljótsdal inn Fljótsdalsheiði, þar sem meiri vegagerð er í bígerð. 2.2 Búið og gert Efnisndmur og frdgangur: Mikilvægur þáttur í undirbúningi virkjana er að hafa rannsakað vel nauðsynlegar jarðefna- námur fyrir framkvæmdina, vita fyrir- fram það magn sem taka þarf og hafa á hreinu hvernig námusvæðið á að líta út að frágangi loknum. Frægt dæmi um til- felli þar sem ekki var búið að prófa jarð- efni nægilega var fylliefni í steypu í Búr- fellsvirkjun. Fyrstu mánuði byggingar- tímans 1966, á meðan þessar nauðsyn- legu efnisprófanir fóru fram, var fylliefn- inu ekið frá Rauðamel á Suðurnesjum. Áberandi mannvirki: Uppi á hæðinni fyrir ofan stöðvarhús Hrauneyjafossvirkj- unar var 1981-82 reist nokkuð hátimbrað lokuhús sem hýsir útbúnað til að stjórna rennsli inn í þrýstipípurnar. Húsið er einnig mjög ljóst að lit og því mjög áberandi og sést greinilega úr meira en 10 km fjarlægð. Góð efnisnýting: Við undirbúning og hönnun Sigölduvirkjunar var svo um hnútana búið að allt efnið sem kom upp, er aðrennslisskurður virkjunarinnar var grafinn gegnum Sigölduna, fór í stífluna. Gekk það nokkurn veginn upp, þannig að engar stórar efnisnámur sjást vegna stíflunnar. í Sigöldugljúfri neðan stífl- unnar voru lindir á hraunlagamótum í syðri gljúfurveggnum fyrir virkjun. Eftir virkjun hafa þessar lindir margfaldast og mynda fossafjöld i gljúfrinu. Þessi sjón vekur hrifningu ferðamanna, sem ekki taka eftir stíflunni fyrir ofan gljúfrið í um 8-900 m fjarlægð, fyrr en þeim er bent á hana, enda með sama lit og Sigaldan sjálf og úr sama efni. Allt jarðefni nærtœkt: Áður en fram- kvæmdir hófust við aðalstíflu Blönd- uvirkjunar, á Blöndu sjálfri, lá fyrir að allt stífluefni var að fá innan við 2 km frá stíflustæðinu og nær allt inni í lónstæð- inu. Aðeins grjótnáma vegna ölduvarnar stíflunnar er neðan stíflunnar. Sultartangavírkjun: Eftir á að hyggja hefði verið mun snyrtilegri lausn að hafa stöðvarhús Sultartangavirkjunar neðan- jarðar 2-300 m innar í Sandafelli en nú- verandi “yfirborðs” stöðvarhús, sem þó er sprengt allt að 70 m niður í bergið. Stífla Sultartangavirkjunar var gerð 1982-3, til að bæta rekstrarskilyrði Búrfellsvirkjunar að vetri til (BJ 1998). Varð að taka stíflu- efnið (um 1,5 milljón m3) úr námum víða um svæðið. Lokið var við virkjunina 16-18 árum síðar (1997-2000) og féll þá til mikið af sprengigrjóti, sem er úrvals stífluefni, eða rúmlega tvöfalt það magn sem þurfti í alla stífluna. Aðeins brot af efninu nýttist í að hækka stífluna lítillega og því varð að koma mest öllu þessu efni fyrir á virkjunarsvæðinu og var gengið frá því endanlega með hjálp landslagsarki- tekta. Síðan hafa landslagsarkitektar verið með í hönnunarhópum virkjana Landsvirkjunar, strax á undirbúnings- stigi. Mest áberandi mannvirki Sultar- tangavirkjunar er þó rofahús virkjunar- innar, sem er ótrúlega há og ljót bygging sem stendur uppi í Sandafelli, vestan stöðvarhússins. Af tæknilegum ástæðum var húsið haft svona hátt, þar sem það tengist beint við háspennulínuna ofan frá Hrauneyjafossi, en það hefði virkilega verið þess virði að leggja mikla vinnu í að finna aðra lausn á þessu áberandi tengi- virki. 2.3 Framtíð RCC-stíflur: Miklir möguleikar eru á að nýta basaltmulning úr virkjanajarð- göngum (bæði sprengt berg og heilbor- unarmulning), sem fylliefni í stíflur úr þjappaðri þurrsteypu, öðru nafni hnoð- steypu (RCC; Roller-Compacted Con- crete), en það er ódýr, sementsrýr steypa sem lögð er úr eins og laus jarðefni við jarðstíflugerð og hefur rutt sér mjðg til rúms við stíflugerð í heiminum síðustu árin. Algengt er að lítil not séu fyrir berg- mulning úr virkjanajarðgöngum, þar sem hann hentar yfirleitt ekki í hefðbundnar lagskiptar jarðstíflur. Mulningshaugar úr jarðgöngum eru því lýti í landslaginu sem og efnisnámur, þ.á.m. grjótnámur, vegna hefðbundinna jarðstíflna og yfir- falla. Stíflur úr RCC-steypu eru mun fyr- irferðarminni að rúmmáli en hefð- bundnar jarðstíflur og þurfa bæði færri og minni efnisnámur, en hefðbundnar lagskiptar jarðstíflur þurfa yfirleitt fjórar mismunandi efnisnámur. Þá eru RCC- stíflurnar öruggari mannvirki þvi þær þola að vatn renni yfir þær í flóðum þannig að hvorki þarf eins mikla yfirhæð á RCC-stíflurnar, né sérstakt yfirfall til hliðar við stifluna eins og þörf er á fyrir hefðbundnar jarðstíflur, með tilheyrandi raski (BJ 2001). Með því að nýta berg- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.