Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 26

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 26
... UPP I VINDINN mulninginn úr jarðgöngunum beint í nálægar stíflur vinnst það, að hvorki er jarðrask þar sem annars þyrfti að koma bergmulningnum fyrir, þ.e. haugsetja mulninginn, né á þeim stöðum þar sem afla þyrfti efnis í hefðbundna jarðstíflu. Stöðvarhús Búðarhdlsvirkjunar: Ráðgert er að stöðvarhús Búðarhálsvirkjunar verði ofanjarðar undir norðvesturhlíð Búðarhálsins, svipað og stöðvarhús ann- arra virkjana í nágrenninu. Mannvirkið hefði orðið mun minna áberandi ef það hefði verið gert neðanjarðar eins og flestar þær vatnsaflsvirkjanir sem ráð- gerðar eru hér á næstu árum. Norðlingaöldustífla: Gert hafði verið ráð fyrir hefðbundinni jarðstíflu í Þjórsá á móts við Norðlingaöldu og síðan sér- stöku steinsteyptu yfirfalli vestar, í lægð við hlíðar Norðlingaöldu, með tilheyr- andi rúmlega tveggja km löngum frá- rennslisfarvegi aftur út í Þjórsárfarveg. í samráði við fulltrúa Grúpverjahrepps hefur hins vegar verið ákveðið að Þjórs- árstíflan verði reist úr þjappaðri þurr- steypu (RCC steypa), sem minnst var á framar í greininni. Þetta hefur í för með sér að ódýrt er að hafa yfirfallið á Þjórs- árstíflunni og yfirfallsvatnið fer því beint 1 farveg Þjórsár, þannig að ekkert rask verður í hinum áðurnefnda tveggja km langa yfirfallsfarvegi. Kárahnjúkavirkjun, yfirfall: Sama gerð- ist þar varðandi yfirfallið og við Norð- lingaöldustíflu. Til stóð að veita yfirfalls- vatni nærri 10 km leið niður Desjarárdal, þannig að vatnið kæmi ekki inn i farveg Jökulsár fyrr en neðan við Dimmugljúfur (LV 2001). Eitt af skilyrðum umhverfis- ráðherra varðandi virkjunina var að yfir- fallsvatnið færi beint niður í gljúfur Jök- ulsár og hefur hönnuninni verið breytt samsvarandi. Kárahnjúkavirkjun, Sncefellsveitur: Að fyrirmælum umhverfisráðherra er búið er að fella alveg niður veitur Grjótár, Hölk- nár og Laugarár niður i veitugöng Jökul- sár í Fljótsdal til Kárahnjúkavirkjunar. Flestum finnst þetta vera lítill niður- skurður, en samsvarar þó orku frá fjórum Lagarfossvirkjunum. í þessu sambandi fullyrðir greinarhöfundur, að unnt sé að veita Grjótá og Hölkná inn í jarðgöngin frá Hálslóni (þ.e. ekki veitugöngin frá Jökulsá í Fljótsdal) án þess að vegfar- endur um Fljótsdalsheiði verði varir við þá framkvæmd. Kárahnjúkavirkjun, Hraunaveita: í tengslum við vinnubúðir á Hraunaveitu- svæði þá þarf að hafa í huga að hluti vinnubúða við Ytri Sauðá verði varanlegt mannvirki að útliti og allri gerð sem gæti þjónað sem göngumiðstöð. Þetta er ákjósanleg staðsetning fyrir slíka starf- semi; ferðamenn geta auðveldlega gengið frá miðstöðinni til byggða á 1-3 dögum, niður í Lón, Hofsárdal, Geithellnadal, Hamarsdal, Fossárdal, Berufjarðarbotn, Öxi-Skriðdal, Geitdal, Gilsárdal og Suð- ur- eða Norðurdal Fljótsdals. Þá má bæta við að í Hraunaveitu eru ákjósanleg skil- yrði til að nýta basaltmulninginn sem mun koma úr veitugöngum Hraunaveitu í stíflumannvirki veitunnar, sem þá yrðu gerð úr þjappaðri þurrsteypu (RCC- steypu, sjá fremst í þessum kafla). Efnis- prófanir hafa sýnt að svona mulningur er ákjósanlegur í slíka steypu. Þetta myndi spara efnisnámur og það rask er því fylgir á yfirborði svæðisins. Markarfljót: Gerðar hafa verið áætlanir um að virkja Markarfljót sem tvær virkj- anir, hvor um sig með um 12 km2 miðl- unarlóni (VSÓ o.fl. 2002). Efra virkjun- arlónið, Sátulón, virðist aðeins bæta við 17 MW (heildarafl 123 MW í stað 106 MW). Vatnsrennsli í efri virkjuninni er aðeins einn þriðji af rennsli þeirrar neðri. Það virðist því athugandi að sleppa efri virkjuninni og hafa það svæði eins ósnortið og það er nú. Neðra lónið, Emstrulón, er mjög óvenjulegt í laginu og býður upp á skemmtilegar siglinga- leiðir á lygnu vatni um þröng sund eða gljúfur, að miklu leyti með fagurgrænum hlíðum. Mynd 1: Línukraðakið við þjóðveg 1 á Hellisheiði. í forgrunni myndarinnar sést gamla Hellisheiðargatan meitluð niður í hraunhelluna af járnuðum hófum á gengnum öldum. Til vinstri við M-mastrið sést gufu leggja upp af nýrri borholu Orkuveitu Reykjavíkur. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.