Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 29

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 29
leyti niðurgrafin. Þannig gæti stöðvarhús væntanlegrar gufuvirkjunar á Hellisheiði litið út eins og litið móbergsfell sem gæg- ist upp úr hraunasléttunni eins og fjöldi annarra lítilla fella á Hellisheiði. 4. Háspennulínur 4.1 Almennt Mannvirkjarásir: Nokkuð hefur verið deilt um hvort háspennulínur eigi að leggja sem næst helstu umferðaræðum á viðkomandi svæði, eða þvert yfir ósnortin svæði. Þarna gætir nokkurs mis- skilnings í umræðunni. Vissulega er rétt að láta þessi línumannvirki ekki sjást frá helstu umferðaræðum, en engin ástæða er til að að fara langt inn á ósnortin svæði. Ef menn ímynda sér ákveðnar mannvirkjarásir t.d. yfir hálendið, sem eru 3-10 km á breidd, þá er oftast hægt að koma málum þannig fyrir að ef aðal- vegur svæðisins liggur nálægt öðrum jaðri rásarinnar, þá er hægt að koma há- spennulínunni fyrir nálægt hinum jaðr- inum þannig að línan sjáist ekki frá veg- inum, eða sé mjög lítið áberandi. Þarna þarf líka að nota feluliti þvi ekki passar alls staðar að hafa möstrin með hálfgljá- andi galvanhúðun. 4.2 Búið og gert Hellisheiði: Þar sem einn fjölfarnasti spotti hringvegarins fer yfir hæsta hluta Hellis- heiðar er komið að safni af mjög illa sam- stæðum raflínumöstrum. Þarna er urn að ræða fjórar gerðir af stálmöstram, mjög ólíkum að gerð. Þau passa svo illa saman þarna að það verkar sjokkerandi á vegfar- endur, sjá mynd 1. Þarna voru fyrir tvær línur af mismunandi gerð, Sogslína II, svokölluð amerísk gerð, eins og kraftlyft- ingarmaður í laginu og Búrfellslína II, eða finnska gerðin, eins og stílfært M. Austan frá Ölkelduhálsi kom svo, árið 1999, Búrfellslína III, byggð í V Menn deila um hvor sé nettari hönnun M eða V Hins vegar kemur horn á V-línuna rétt við veg- inn, sem er eins og mjög gleiður þrístaur (I I I) og gerir útslagið með það að of- bjóða fegurðarsmekk vegfarenda. Er ekki hægt að skipta út þessu ótrúlega horn- mastri á einni fjölförnustu ferðamanna- leið landsins? Búrfellslína III: Fyrir utan hornið ljóta á Hellisheiðinni angrar þessi raflina grein- arhöfund nokkuð á tveimur stöðum. Annar staðurinn er hverasvæðið við Öl- kelduháls, en þar liggur raflínan yfir sjálft hverasvæðið og þar að auki beint yfir stærsta leirhverinn. Hinn staðurinn er í neðsta hluta Gnúpverjahrepps, en þar hraktist línan yfir Búrfellslínu I og norður að Stóru Laxá, í stað þess að liggja með- fram eldri línunni. Þarna munu línu- hönnuðir hafa hrakist undan landeig- endum, fyrst var breytt fyrir einn, slðan mótmælti sá næsti þeirri breytingu, o.s.frv. Niðurstaðan er ekki góð. Byggðalína Sigalda-Klaustur: Á þessum síðasta hlekk Byggðalinunnar var sýnd mikil skammsýni í endanlegu vali á legu linunnar á kaflanum frá Sigöldu yfir að vatnaskilum norðan Eldgjár. Eftir ítarlega könnun á leiðinni hafði greinarhöfundur gert tillögu að leið þar sem línan var í hvarfi frá veginum um Nyrðri Fjallabaks- leið nær alla leiðina, en þó innan 3-6 km breiðrar mannvirkjarásar eins og talað er um hér að framan, sjá mynd 2. Af ill- skiljanlegum ástæðum var núverandi lega samþykkt af öllum málsaðilum en þar er línan í sjónmáli frá bílveginum á stórum hluta leiðarinnar auk þess sem mikið rask var á gróðurlendi í Jökul- dölum, sem ekki hefur náð að gróa upp, heldur er að skolast burt. Byggðalína falin: Á viðkvæmu svæði í Suðursveit og Mýrum hefur vel tekist til með legu Byggðalínu, frá Kálfafellsstað og austur undir Hornafjörð. Þarna er línan lögð ofan við brún, eða langt norðan vegar, þannig að vegfarendur verða lílt varir við línuna á þessari leið. Sama má segja urn Byggðalínuna í Borgarfirði, frá Andakíl suður í Leirársveit. Þar var búið að mæla fyrir línunni undir Hafnarfjalli, meðfram hringveginum, en sem betur fer var hætt við það og liggur línan að fjalla- baki yfir Skarðsheiðarveg, fjarri þjóðvegi. 4.3 Framtíð Línur til SV-lands: Núna tengjast 4 stál- mastralínur við höfuðborgarsvæðið austan frá Þjórsár/Tungnaársvæðinu. Ein línanna er rekin á 132 kV spennu, en þrjár línanna eru reknar á 220 kV spennu (ein þeirra þó byggð fyrir 400 kV). Ein 220 kV lína tengist beint frá Sultartanga til Grandartanga að fjallabaki og sams konar lína tengir höfuborgina við Grund- artanga. í bígerð er önnur slík lína að Grundartanga í tengslum við stækkun Norðuráls. Alls verða þelta 6 slálmastra- línur inn á SV-land frá virkjanasvæð- unum í austri, 4 að Geithálsi og 2 að Grundartanga. Vonandi munu væntan- legar jarðhitavirkjanir á Hellisheiði tengj- ast inn á þær línur sem fyrir eru. Grein- arhöfundi finnst ekki líklegt að þörf sé á fleiri línum inn á SV-hornið í bráð. Hægt er að endurbyggja og hækka spennu upp í 400 kV á þeim línum sem fyrir eru og er þá unnt að fLytja þrisvar sinnum meira eftir þessum línuleiðum, eða 3000 til 4000 MW Meira verður varla nýtt í bráð á þessu landshorni. 5.Lokaorð Ekki er hægt að ljúka grein um orku- mannvirki og umhverfismál án þess að minnast á sæstreng fyrir raforkuflutning til Evrópu. Einn slíkur strengur sem flytur 600 MW mun minnka losun CO2 í Evrópu um rúmlega 3 milljónir tonna, sem er jafnmikið og ísland losar nú. Er hægt að uppfylla Ríó sáttmálann og Kyoto samkomulagið á glæsilegri hátt? Þar að auki mun slíkur strengur gjör- breyta íslenska raforkukerfinu, þ.e. úr einangruðu kerfi í samtengt Evrópukerfi, sem hefur mikla kost í för með sér bæði hvað varðar umhverfi, öryggi og rekstur. (TV og BJ 1997, bls. 32) í þessari grein hefur ekkert verið minnst á staðsetningar orkumannvirkja með tilliti til náttúruváa, sem er mjög umfangsmikið málefni. Þar gildir þó eins og við alla mannvirkjagerð: Reynt skal að aðlaga mannvirki sem best umhverfinu og þeim náttúrukröftum sem þar búa. Lykilorðin eru: Vandvirkni og framsýni. Heimildir: Trausti Valsson og Birgir Jónsson, 1997: Island hið nýja. Fjölvi. 192 bls. Birgir Jónsson, 1998: Sultartangavirkjun og ís- lensk orkumál. Upp í vindinn, bls 8. Birgir Jónsson, 2001: Notkun basaltsmulnings úr jarðgöngum sem fylliefni í RCC-stíflur. Orkuþing, bls. 205. Landsvirkjun, 2001: Kárahnjúkavirkjun, Mat á umhverfisáhrifum. 168 bls. VSÓ Ráðgjöf o.fl. 2002: Markarfljótsvirkjanir. Tilhögun og umhverfi. Orkustofnun (Rammaáætlun), 28 bls. [l|r MALBIKUNARSTÖÐIN HÖFÐI • Malbikun • Grjótnóm www.malbik.is 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.