Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 33

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 33
GERÐ SKIPULAGS FYRIR HAFSVÆÐI, STRÖND OG HAFSBOTN Trausti Valsson skipulagsfræðingur Lauk Dipl. Ing Architect prófi frá University of Technology í V- Berlín 1 972, og doktorsprófi frá Berkeley 1 987. Dósent við umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskor HÍ 1992 - 2000 og prófessor frá 2000. Nýting hafsvæða í nágrenni þéttbýlis á sér langa sögu í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Vegna sérstöðu hafnarstarfsemi innan borgarsamfélagsins í Reykjavík, komst snemma á það fyrir- komulag, að Reykjavíkurhöfn færi sjálf með skipulagsmál á hafsvæðunum, sem og á athafnasvæðum sínum við strönd- ina. Hvað skipulagsmál varðar er hún því eins konar ríki í ríkinu. Eins og verða vill, var í upphafi litið skipulag á því hvernig hafnsækinni starf- semi var komið fyrir á ströndum borgar- landsins. Þannig voru t.d. byggðar upp fjórar olíuhafnir, þ.e.a.s. í Laugarnesi, á Klöpp, í Skerjafirði og í Örfirisey. Þetta hafði neikvæð áhrif á nýtingu strandar- innar fyrir aðra byggð og minnkaði úti- vistargildið, m.a. vegna olíubrákar. Þar að auki reyndist þetta fyrirkomu- lag dýrt, sérstaklega eftir að olíuinnflutn- ingur með stórum olíuflulningaskipum hófst, því þá varð sama skipið að færa sig margoft á milli bólfæra, til þess að losa olíuna. Þessi dreifing á lönduninni olli því reyndar líka, að ekki var ráðist í gerð sér- stakra hafnarmannvirkja fyrir olíuskipin, þannig að löndunin var mjög háð veðri og vindum og tafði það oft losun. Olíu- botnleiðslur fluttu olíuna í land og upp í tankana, en þessi löndunaraðferð leiddi oft af sér olíuleka og mengun á hafsvæð- unum. Á 8. áratugnum var mótuð stefna um það að leggja af þrjár af þessum olíu- höfnum niður og varð niðurstaðan sú, að sameina þær á einum stað, þ.e.a.s. í Örfirisey Þar var byggð löndunarbryggja með löndunarleiðslum, þannig að nú gengur löndunin miklu betur og hraðar fyrir sig. Staðsetning olíuhafnarinnar lengst frammi í vestri á nesinu, hefur hinsvegar ýmsa galla við flutninga á olíum, bensíni og gasi, því flutningabílarnir, sem koma þaðan þurfa að aka langar leiðir í gegnum þétta borgarbyggð með þennan varasama varning. Það var því skammsýni að fara ekki með alla olíugeymslustarfsemi út fyrir borgarmörkin, ekki síst í ljósi þeirrar mengunarhættu sem yfir allri norður- strönd borgarinnar vofir, ef olíuslys yrði. Verða þessi skipulagsmistök enn ljósari þegar málið er skoðað í samhengi við aukinn áhuga á því, að nota strandlínu borgarinnar til útivistar og íbúðabyggðar. Sama má reyndar segja um vöruflutn- inga- og fiskiskipahafnirnar í Reykjavík. Þar hefði átt að vera auðvelt að sjá, að það er almenn tilhneiging í öllum elclri hafnarborgum heimsins að flytja svo plássfreka og óþrifalega starfsemi út úr borgunum. Enda henta víðfeðm svæði utan þeirra, með lágu landverði, miklu betur fyrir þessa starfsemi. Það sem að olli því að ekki var farið í þessa uppstokkun, er fyrst og fremst það, að Reykjavík hefur haft miklar tekjur af Höfninni og þeim fyrirtækjum sem tengjast hafnarstarfseminni, að hún hefur ekki viljað missa af þeim. Og sú stað- reynd að höfuðborgarsvæðinu er skipt upp í efnahagslegar einingar með mörk- um sveitarfélaganna, gerir það að höfuð- atriði fyrir sveitarfélögin, hvert um sig, að halda tekjugefandi starfsemi innan sinna lögsagnarmarka. í ljósi þessa dæmis sést að það er frumforsenda fyrir því að hægt sé að taka eðlilega á skipulagsmálum af þessu tagi, að búin sé til ein efnahagsheild úr öllu þessu byggðasvæði, og reyndar væri hugsanlega rétt að teygja þetta svæði líka upp á norðurströnd Hvalfjarðarins og allt suður til Þorlákshafnar. Ástæðan er sú, að ef slík skipulagssýn væri dregin upp, gæti vel komið til álita, að ýmis sú starfsemi sem nú er verið að þrengja, jafnvel inn í mitt íbúðarhverfi við Eiðsvík, væri best staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Ljóst er að ýmis slík óþrifaleg hafnarstarfsemi væri miklu betur staðsett t.d. uppi á Grundartanga, og fiskiskipaútgerðin væri hugsanlega fullt eins vel staðsett á Suðurnesjum eða á Akranesi. Ýmislegt annað en skipaflutningar gerist á hafsvæðum í nágrenni þéttbýlis. Má þar nefna frárennsli skólps frá þétt- býlinu og lagningu siglingarenna þar sem að sjórinn er of grunnur. Síma- og raf- kaplar eru líka lagðir þar, og efnisvinnsla fer fram á sjávarbotninum. Loks eru þar líka uppeldisstöðvar ýmissa fiskitegunda. Yfirlit yfir margskonar starfsemi á hafsvæðum, strönd og hafsbotni. Samræmt skipulag tryggir samvirkni og forðar innri árekstrum. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.