Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 34

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 34
... UPP I VINDINN Ekki þarf að skoða málið lengi til þess að koma auga á, að það geta orðið ýmsir árekstrar á milli þessara hlutverka, ef ekki er nógu skipulega framkvæmt og hugsað. Þannig er það t.d. augljóst, að frárennslispípur skólps, - sem eru lagðar alllangt út til þess að straumar geti hrifið með sér skólpið og dreift því, -geta í sumum tilfellum legið um svæði, þar sem síðar kynni að vera áhugi á að dýpka vegna siglinga, að taka efni með sanddæl- ingu, eða þá í þriðja lagi, að gera landfyll- ingar til að skapa ný byggingarsvæði. Hvað kaplana varðar gildir nokkuð álíka, og hefur t.d. komið það tilfelli upp við siglingarennuna inn við höfn Sam- skipa við Holtagarða, að taka varð upp einn stærsta rafkapalinn til borgarinnar og grafa hann síðan aftur dýpra niður þegar dýpka varð siglingarennuna; verk sem að hefði verið óþarft ef lengra hefði verið hugsað. Einn stórtækasti þátturinn í starfsemi á hafsvæðunum við Reykjavík, hafa verið landfyllingarnar, sem að mestu hafa verið gerðar vegna landþarfar hafnarinnar sjálfrar. Þannig er t.d. allt hafnarsvæðið frá Hafnarstræti út að Miðbakka, og allur Grandinn og stór hluti Örfiriseyjar land- fyllingar í sjó. Sama er að segja um at- hafnasvæði Hafnarinnar við Sundahöfn og Vogabakka. Hagkvæmi þessarar aðferðar við að búa til land, á nokkrum af best staðsettu svæðunum í borgarlandinu, kemur m.a. fram í því að starfsemi, sem gefur tiltölu- lega lítið af sér, eins og víðfeðm vöru- geymslu- og olíutankasvæði, gefa af sér næga rentu til þess að ávaxta þá fjárfest- ingu sem Höfnin hefur lagt i. Reyndar hefur Réykjavíkurhöfn sýnt mikla hagsýni í þessum landvinningum, því að mikið af landfyllingarefninu er efni, sem hefur fallið til á einhvern hátt. Þannig eru t.d. um 2 til 3 milljónir rúm- metra af þessu efni tilkomið sem efni við dýpkun i höfnum og siglingarásum. Álíka magn hefur verið fengið hjá borg- inni sem burtakstursefni þegar að hús hafa verið byggð. Auk þess hefur verið sprengt álíka mikið efni, ekki síst inn við Sundahöfn, þar sem voru miklir klettar, og svo í Geldinganesinu. í þriðja lagi hefur álíka efnismagn, eða um tæpar 3 milljónir rúmmetra, verið fengið hjá Björgun í þessa uppfyllinga- gerð. Það gæðaefni er jafnan notað mest í efstu lögin í landfyllingunum til þess að minnka hættu á missigi. Samtals hafa um 10 lil 12 milljón rúmmetrar verið notaðir í landfyllingar á um 20 árum eða um 100 m3 (250 tonn) á hvern Reykvíking. í seinni tíð hefur áhuginn á fögrum strandsvæðum, sem og útivist á sjó og í eyjum, hefur mjög farið vaxandi, og svo líka það að byggja íbúðarhverfi við ströndina. Þessi þróun og sú sýn, sem með henni opnast, skapar allt aðra forsendur í nýtingu strand- og hafsvæðanna við þéttbýli á íslandi, en verið hefur. Þegar að útivistarsvæði eru staðsett á strönd, þarf ströndin að vera hrein, þannig að olíu- geymslur og önnur mengandi starfsemi á þar ekki lengur heima. Sama má segja um þá athafnastarfsemi stórhafna og sú stórskipaumferð sem nú er, t.d. við norðurströnd Reykjavíkur, hún rlmar illa saman við íbúðarbyggðina og útivistina, því að útivistin kallar á, að hafsvæðin séu notuð undir siglingar og aðrar tegundir af vatnasporti. Þess vegna má færa rök að því, að það væri skynsamlegt að taka upp algerlega nýja stefnu er varðar skipulag strand- og hafsvæða við Reykjavík, sem og í öðrum þéttbýlisstöðum landsins. Þessi stefna fælist m.a. í því að færa mengandi og óþrifalega starfsemi út fyrir byggðina, til þess að strand- og hafsvæðin endur- heimti á ný, sem mest af sinni fyrri fegurð, þannig að fólk fái að njóta þeirrar auðlindar sem slík svæði í raun geta verið, ef þau eru rétt skipulögð. Þessi sýn kallar líka á það, að það sé tekið af miklu meiri ábyrgð á öllum mannvirkjamálum við strönd. T.d. er ógeðfellt að staðsetja þar áberandi skólp- dælustöðvar, miklar hraðbrautir og grófa sjávarvarnargarða. Hér þarf því að fara fram allt önnur og næmari skipulags- vinna en hefur tíðkast hingað til. Q^íða leytiist auður í iðrum jarðar við sækjum hatm íyrir þig Borum eftir heitu og köhiu vatni, gufu, gasi og gulli. Rannsóknar og vinns/ulio/ur í llOOnt. tlýpi. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. GagnlieiÓi 35, 800 Selfoss, Sími 482-3500 Fax 482-2425 www.raekto.is - raekto@raekto.is 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.