Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 38

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 38
... UPP I VINDINN UNDIRBÚNINGUR YIRKJUNAR Á HELLISHEIÐI Einar Gunnlaugsson BS jarðfræði frá Háskóla íslands 1 973, Ph.D frá Leeds University 1 978. Vann á Orkustofnun með námi og til 1 979, Raunvísindastofnun 1980-1981, hjá Hitaveitu Reykjavíkur frá 1981 og síðar Orkuveitu Reykjavíkur við jarðhitarannsóknir, nú deildarstjóri rannsókna. Inngangur Hengilssvæðið er talið vera eitt stærsta háhitasvæði landsins, um 110 km2 að stærð. í skýrslu Iðnaðarráðuneytisins frá 1994 um Innlendar orkulindir til vinnslu raforku er 80% svæðisins talið aðgengi- legt til vinnslu (Iðnaðarráðuneytið, 1994). Þar er jafnframt reiknað með að svæðið geti staðið undir 5.500 GWh/ári í rafmagni í 50 ár og uppsettu afli 690 MW Þar er gert ráð fyrir að um sé að ræða 5-7 virkjunarstaði. Á fundi sínum 5. júní 2001 samþykkti stjórn veitustofnana að fela forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að hefja nú þegar undirbúning að 120 MW virkjun á Hell- isheiði, þar með talið að útvega tilskilin leyfi, láta fara fram mat á umhverfis- áhrifum og flýta þeim rannsóknum og hönnun sem til þarf. Hengilssvæðið Jarðhitinn á Hengilssvæði tengist þremur eldstöðvakerfum. í Reykjadal og Hvera- gerði tilheyrir hann elsta kerfinu, svo- nefndu Grensdalskerfi. Norðan þess er eldstöð kennd við Hrómundartind sem gaus síðast fyrir um 10 þúsund árum. Þeirri eldstöð tilheyrir jarðhitinn á Öl- kelduhálsi. Vestast af þessum eldstöðva- kerfum er Hengilskerfið og ganga gos- sprungur og misgengi til suðvesturs um Innstadal, Kolviðarhól og Hveradali en til norðausturs um Nesjavelli og í Þingvalla- vatn. Hengilskerfið er yngst og virkast. Hengilskerfið hefur gosið nokkrum sinnum frá ísöld. Frá ísaldarlokum eru þekkt 4-5 sprungugos á þessu svæði. Síð- ast gaus fyrir um 2000 árum, er hraunið rann á Hellisheiði, og Nesjahraun í Grafningi. Þá gaus á 25 km langri sprungu, sem náði frá Eldborg undir Meitlinum, um Hellisheiði, Innstadal og norðaustur í Sandey í Þingvallavatni. Síðast voru umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig spilda á sprungubeltinu, sem liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og þaðan norður yfir Þing- vallavatn milli Almannagjár og Hrafna- gjár, um 1-2 m. Á vestanverðu Hengilssvæðinu er landslag mótað af gosmyndunum sem hafa hlaðist upp á síðasta jökulskeiði og á nútíma (þ.e. eftir ísöld). Austan til hafa roföflin hins vegar mótað það. Laus jarð- lög þekja sléttlendi þar sem ár og lækir hafa dreift framburði, eða setlög safnast í gömul vatnsstæði sem síðar hafa ræst fram. Fjallshlíðar eru hvergi mjög skriðurunnar nema þar sem þykk hraun- lög era í brúnum eða fjöllin eingöngu úr bólstrabergi, því það molnar allt sundur við veðrun. Skarðsmýrarfjall er að mestu hlaðið upp úr bólstrabergi. Það er yngra en aðliggjandi móbergsfjöll önnur en Reykjafell og hnúkaröðin norðaustur úr því. Hnúkaröðin myndar ásamt gos- sprungum frá nútíma um 2 km breiða gosrein sem nær að Skarðsmýrarfjalli suðvestan megin. Ein af gossprungunum liggur yfir það og ofan í Innstadal. Hraun frá þessum gossprungum hafa breiðst út um Hellisheiði sunnan fjallsins og flætt til vesturs fram úr skörðum í hnúkaröð- inni, þ.e. beggja megin Þverfells og niður Hveradalabrekkur. Nokkur stór misgengi liggja yfir Skarðsmýrarfjall frá NA til SV Lítils háttar ummyndun fylgir gos- sprungunum, en enginn jarðhiti er í þeim. Vestan í fjallinu, þ.e. innarlega í Sleggjubeinsdal eru aftur á móti gufu- hverir, og raunar er þar mestur brenni- steinn í hverum á öllu Hengilssvæðinu. Gjarnan er litið á hann sem ávísun á háan hita undir. Austan við Hveradali liggur 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.