Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 39

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 39
ein af gossprungunum í Hengilskerfinu, útgrafin eftir gjallnám sunnan megin þjóðvegarins. Sá hluti Hveradala sem er norðan vegarins er i rauninni feiknavíður gígur sem hefur myndast í gufusprengi- gosi, og eru barmar hans, þ.e. Reykjafell sjálft úr móbergstúffi. Annar slíkur gígur er norðaustan megin i fellinu. Misgengi, liggja NA-SV yfir Reykjafell, þau stærstu nokkrir tugir metra að stærð. Þeim fylgir töluverð ummyndum auk hveranna við Skíðaskálann. í dag er orka sem tilheyrir Hengils- svæðinu einkum nýtt á tveimur stöðum, þ.e. í Hveragerði og á Nesjavöllum. Hita- veita Reykjavíkur keypti jörðina Nesja- velli 1964 í þeim tilgangi að þar gæti orðið framtíðar orkuvinnslusvæði. Rann- sóknir hófust fljótlega með borun nokk- urra grunnra hola. Fyrsta djúpa holan var boruð 1972, en síðan lágu boranir niðri til 1982 þegar rannsóknir fóru að fullu í gang, sem leiddu til þeirrar virkjunar sem tekin var í notkun árið 1990. Hitaveita Reykjavíkur keypti jörðina Kolviðarhól af íþróttafélagi Reykjavíkur árið 1955 og var boruð þar djúp hola árið 1985. Jörðina Ölfusvatn í Grafningi var keypt árið 1986 en henni tilheyrir að hluta til jarðhitinn á Ölkelduhálssvæði. Á árunum 1998 - 2000 var síðan keypt eignarland á Hellisheiði allt frá Kömbum vestur að Reykjafelli og Lambafelli. Með þeim kaupum eignaðist Hitaveitan og síðar Orkuveita Reykjavíkur jarðhitann sunnan við Hengilinn sem ekki tilheyrir afrétti. Undirbúningur virkjunar Undirbúningur virkjunar á Hellisheiði felst einkum í að hraða rannsóknum á svæðinu, vinna að forhönnun og í fram- haldi af því hefja mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Boðin var út ráðgjafaþjón- usta vegna virkjunarinnar á síðasta ári og bárust þrjú tilboð. Á grundvelli þeirra var síðan samið við sama ráðgjafarhóp og stóð að virkjuninni á Nesjavöllum. Vinna ráðgjafanna felst fyrst í frumhönnun á virkjun og virkjunarfyrirkomulagi. Þessi vinna er nú að hefjast. Ákvörðun um virkjun hefur ekki verið tekin og verður ekki fyrr en mat á svæðinu hefur farið fram svo og áætlanir gerðar um kostnað. Rannsóknir Rannsóknir Hitaveitu Reykjavíkur vegna Nesjavallavirkjunar náðu yfir mun stærra svæði en einungis Nesjavelli og tóku sumar þeirra til alls Hengilsins. í fyrstu var kostnaður af sumum þessara verk- efna að hluta til borinn af ríkinu í gegnum Orkustofnun, en síðustu árin hefur Hitaveita Reykjavíkur og síðar Orkuveita Reykjavíkur borið allan kostnað. Sem dæmi um verkefni sem þannig var að hluta til greitt af ríkinu voru landhæðarbreytingar. Hitaveitan kostaði mælingar á vinnslusvæðinu og næsta nágrenni, en ríkið mælingar yfir Hellisheiði. Þær breytingar sem sést hafa í þessum mælingum má að miklu leyti rekja til náttúrulegra breytinga og náðu því langt út fyrir hugsanlegt áhrifasvæði Nesj avallavirkj unar. Rannsóknum til undirbúnings virkj- unar á háhita má skipta í þrjá megin þætti, rannsóknir á jarðhitasvæðinu, grunnvatnsrannsóknir vegna affallsvatns og öflunar fersks vatns og síðan ýmsar rannsóknir sem tengjast mati á umhverf- isáhrifum svo sem gróðurfar og dýralíf. Rannsókn jarðhitasvæðisins Ýmsar yfirborðsrannsóknir eru fyrstar í rannsókn jarðhitasvæða. Þar má nefna jarðfræðikortlagningu, þar sem ber- grunnur og sprungur eru kortlagðar ásamt jarðhita, ummyndun og vatnafari. Jarðfræðikort af Nesjavöllum og næsta nágrenni var unnið í tengslum við rann- sóknir vegna Nesjavallavirkjunar og heildarjarðfræðikort af öllum Henglinum kom út árið 1995 (Kristján Sæmundsson o.fl. 1995a, 1995b). Einhverjar leiðrétt- ingar hafa verið gerðar eftir að kortið kom út þó svo það hafi ekki verið endur- útgefið. Nákvæmari kortlagningu þarf eflaust að gera á þeim stöðum þar sem reisa á mannvirki. Efnasamsetning á gasi í gufuaugum hefur verið greind nokkrum sinnum á öllu Hengilssvæðinu og fylgst er með breytingum á völdum svæðum (Gretar fvarsson 1996). Styrkur gastegunda í gufu er breytilegur í þeim þrem eld- stöðvakerfum sem nefnd voru. Innan Hengilskerfisins sýna efnahitamælar sem byggja á styrk á gasi í gufu hæstan hita vestan til á Hellisheiði sem lækkar heldur til austurs. Jarðeðlisfræðilegar mælingar hafa verið gerðar á öllu Hengilssvæðinu und- anfarin ár. Nýútkomin er skýrsla þar sem fjallað er um viðnámsmælingar og túlkun 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.