Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 40

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 40
... UPP I VINDINN Mynd 3. Borplan sunnan undir Skarðsmýrarfjalli. Skálafell á Hellisheiði í baksýn. Línan eftir endi- langri heiðinni er vörðuð gönguleið. þeirra (Knútur Árnason, 2002). í þessari skýrslu er jafnframt reynt að samtúlka önnur gögn sem safnað hefur verið á undanförnum árum svo sem jarð- skjálftagögnum, þyngdarmælingum, legu sprungna og jarðefnafræðilegum athug- unum. Niðurstöðurnar eru í megin- dráttum þær að djúpt í jörðu er mikið jarðhitakerfi sem líklega er meira og minna samfellt frá dölunum norðan Hveragerðis, yfir um Tjarnarhnjúk og Bitru, Henglafjöll og áfram alllangt norð- vestur undir Mosfellsheiði. Öflugur háhiti er talinn vera undir Skarðsmýrarfjalli og hefur hann verið viðvarandt því að berg virðist þar mjög ummyndað. Jarðhitakerfið innan sprungureinarinnar virðist vera öflugast þar sem AV-læg brot koma inn í reinina. Þar er upphleðslan mest eins og í Hengli og Skarðsmýrarfjalli og því trúlega meira af innskotum undir. Þegar yfirborðsrannsóknum á jarðhit- anum lýkur er komið að rannsóknabor- unum. Þeim er ætlað að kanna jarðhita- svæðið nánar og vinnslueiginleika þess. Rannsóknaboranir á háhitasvæðum eru háðar viðauka 2 við lög um mat á um- hverfisáhrifum frá árinu 2000. Það þýðir að tilkynna þarf lil Skipulagsstofnunar allar rannsóknaholur og það er metið í hverju einstöku tilfelli hvort viðkomandi rannsóknaborun þarf að fara í mat á um- hverfisáhrifum. Árið 2000 tilkynnti Orkuveitan tvær holur á vestanverðri Hellisheiði til Skipulagsstofnunar. Þessar holur voru leyfðar án mats á umhverfis- áhrifum og voru boraðar á árinu 2001. Á síðasta ári voru jafnframt tilkynntar þrjár aðrar rannsóknaholur til Skipulagsstofn- unar sem fyrirhugað er að bora á þessu ári. Þessar holur hafa einnig verið leyfðar án mats á umhverfisáhrifum. Önnur holan sem boruð var á síðasta ári er sunnan við Skarðsmýrarfjall og er það skáhola sem stefnir um 800 m inn undir fjallið. Hin holan er boruð norðan við Stóra-Reykjarfell og er botn hennar nærri Hveradölum. Nú er verið að kanna afl og afköst þessara hola. Eins og gefur að skilja er einn af aðal- þáttum undirbúnings virkjunar á háhita- svæðum jarðhitasvæðið sjálft, stærð þess og útbreiðsla og hvað það stendur undir mikilli nýtingu. Á Nesjavöllum var snemma á rannsóknaferlinu hafin gerð hermilíkans af svæðinu sem tók til allra þátta svæðisins (Guðmundur S. Böðvars- son, 1987, 1993, 1998, Grímur Björns- son o.fl. 2000). Líkanið var notað til að halda utan um upplýsingar og skerpa á því hvar auka þurfti við með rann- sóknum. Reiknilíkanið er síðan notað til að herma vinnslusögu og spá fyrir um vinnslugetu svæðisins. Ákveðið hefur verið að gera hermilíkan af Hengilssvæð- inu, sem nær frá Nesjavöllum í norðri suður yfir Hellisheiðina. Þetta er nýtt líkan með neti sem er þéttast í gegnum sprungusveim Hengilsins. Grunnvatnsrannsóknir Einn mikilvægasti þáttur í undirbúningi rannsókna á háhitasvæðum er grunn- vatnið. Þekking á grunnvatninu, þ.e. grunnvatnsgeyminum sjálfum og grunn- vatnsstraumum er undirstaða fyrir öflun á köldu vatni ef nýta á svæðið jafnframt til heitavatnsframleiðslu. Jafnframt er þekkingin nauðsynleg þegar huga á að förgun affallsvatns. Hengilssvæðið er eitt úrkomusamasta svæði landsins, en af- rennsli á yfirborði er mjög takmarkað. Til Þingvallavatns falla lækir frá Nesjavöllum og síðan Ölfusvatnsá sem á upptök sín í lindum norðan undir Ölkelduhálsi. Til austurs rennur Hengladalsá. Annað af- rennsli er ekki á yfirborði og engar ár eða læki er að finna á vestanverðri Hellis- heiði. Það er því ljóst að miklir grunn- vatnsstraumar hljóta að vera til staðar. Til að kanna grunnvatnið hafa þegar verið boraðar 16 holur allt að 200 m djúpar. Mælt hefur verið vatnsborð og hiti og settir upp síritar. Það er þó ljóst að bora þarf fleiri holur til að fá betri mynd af grunnvatnsstraumum. Grunnvatnslíkan af höfuðborgarsvæð- inu nær inn á Bláfjallasvæðið (Verkfræði- stofan Vatnaskil 2001), en Hengilssvæðið er jaðarsvæði i því líkani. í tengslum við grunnvatnsrannsóknir á Hengilssvæðinu hefur grunnvatnslíkanið af höfuðborgar- svæðinu verið stækkað til austurs. Þegar náðst hefur að kvarða líkanið má nýta það til að segja fyrir um áhrif vatns- vinnslu á grunnvatnsstrauma og jafn- framt um áhrif förgunar affallsvatns. Umhverfisrannsóknir Á Hellisheiði og Hengilssvæði var á síð- asta ári sérstaklega skoðað fuglalíf, smádýralíf á landi og í vötnum, gróðurfar og landslagsheildir. Þessar grunnrann- sóknir er síðan hægt að nota til að fylgj- ast með breytingum sem framkvæmd kann að hafa. Lífríkið er mikið háð vatni. Þannig er t.d. þéttleiki fugla á Hellisheiði og Hengli tiltölulega lítill og líklegasta skýringin talin vera að vatnsskortur tak- marki undirstöður fuglalífs á þessu svæði (Arnþór Garðarsson, 2002). Gróðurfar er jafnframt háð vatni. Þannig er fjölbreytt- ast gróðurfar í mýrum og næst hverum, en hraunasvæðin tiltölulega fátækari. Úrkoma á Hengilssvæðinu er mikil og í Henglafjöllum má reikna með yfir 4000 mm ársúrkomu. Á Nesjavöllum hefur ársúrkoman mælst um 2800 mm að meðaltali. Til samanburðar er meðal- úrkoma í Reykjavík um 800 mm á ári. Sjálfvirk veðurstöð hefur verið starfrækt af Vegagerðinni á Hellisheiði frá 1992. Stöðin er í 360 m hæð yfir sjó. Sam- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.