Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 42

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 42
... UPP I VINDINN Mynd 4. Borhola norðan við Stóra-Reykjafell. 1 baksýn er Hcngillinn og Skarðsmýrarfjall. T.v. sést niður í Hellisskarð sem er ofan við Kolviðarhól. kvæmt fyrirliggjandi gögnum, sem eru frá 1997-2000 er meðalhiti þar um 2°C, en mesti hiti, sem mælst hefur er um 20°C og minnsti hiti um -18°C. Nýjum sjálfvirkum veðurstöðvum hefur verið komið fyrir á tveimur stöðum vegna virkjunaráforma, annars vegar ofan við Hellisskarð og hins vegar á Öl- kelduhálssvæði. Veðurstofan rekur þessar stöðvar, en þær eru kostaðar af Orkuveitunni. Gögn síðustu viku má sjá á vef Veðurstofunnar, www.vedur.is. Einn af þeim þáttum sem fylgjast þarf með við virkjun jarðhita er útblástur gas- tegunda. Jarðhitagufu fylgir mismikið magn gastegunda. Helstu gastegundirnar eru koldíoxíð (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) og í minna magni vetni (H2), köfn- unarefni (N2) og metan (CH4). Upp- lýsingar um styrk þessara gastegunda í gufu fást þegar borholur fara að blása. Pessar gastegundir eru komnar úr jarð- hitanum og er því samskonar og nátlúru- legt útstreymi en ekki bein viðbót eins og þegar brennsla á sér stað. Grunn- upplýsingum um styrk brennisteins- vetnis í andrúmslofti hefur verið safnað reglulega á Hellisheiðarsvæðinu og má nýta þau gögn til samanburðar við gögn efir að virkjað hefur verið. Allar framkvæmdir geta spillt form- minjum ef þær eru á framkvæmdasvæð- inu. Fornleifar á afrétti Ölfushrepps voru skráðar fyrir Árbæjarsafn af Fornleif- astofnun íslands 1998 (Orri Vésteinsson, 1997, 1998). í tengslum við rannsókna- boranir á Hellisheiði var stofnunin fengin til að gera sérstaka grein fyrir þeim stöðum þar sem vitað er um fornleifar á framkvæmdasvæðinu. Mat á umhverfisáhrifum Áður en ráðist er í virkjanir þarf að gera grein fyrir áhrifum virkjunarinnar á um- hverfið. Lög um mat á umhverfisáhrifum voru fyrst sett 1993 sem síðan voru end- urskoðuð árið 2000. Lögin eiga að tryggja að þegar leyfi er veilt fyrir fram- kvæmdum þá liggi fyrir allar upplýsingar um áhrif þeirra á umhverfið í víðasta skilningi. Þá er ekki einungis átt við nátt- úruna heldur einnig mannlíf, menningu og efnahag. Fyrsti áfangi við mat á umhverfis- áhrifum er að leggja fram matsáætlun og fá hana samþykkta. Matsáætlun fyrir virkjun á Hellisheiði var lögð fyrir Skipu- lagsstofnun og hefur hún nú verið sam- þykkt. Vinna við sjálft matið stendur nú yfir og standa vonir til að matsskýrsla geti verið tilbúin síðla þessa ár. Hellisheiðarvirkjun Gert er ráð fyrir að virkjun á Hellisheið geti fullbyggð orðið 120 MW í rafmagni ásamt 200-400 MW varmastöð. Virkj- unin verður byggð í áföngum og í fyrsta áfanga verður einungis um rafmagns- framleiðslu að ræða. Um endanlegar stærðir er enn margt óljóst. Ekki kemur í ljós hver afkastageta jarðhitasvæðisins er fyrr en vinnsla er hafin og enn er verið að kanna grunnvatn bæði vegna öflunar kalds vatns fyrir varmastöð og eins vegna affallsmála. Staðsetning orkuvers hefur ekki verið ákveðin og koma nokkrir staðir til greina. Einn þáttur frumhönn- unarinnar er að tíunda kosti og galla mis- munandi staðsetninga. Þar sem frumhönnun hefur ekki farið fram er erfitt að lýsa væntanlegri virkjun nema með almennum orðum. Við virkjun jarðhita á háhitasvæðum þarf að bora holur í um 2000 m dýpi lil að sækja jarðhitavökva úr jarðhitageyminum. Jarðhitavökvinn, sem upp kemur, er Mynd 5. Veðurathugunarstöð við Hellisskarð á Hellisheiði. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.