Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 44

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 44
... UPP I VINDINN skilinn í gufu og skiljuvatn. Gufunni verður síðan veitt um gufuaðveituæð og rakaskilju til stöðvarhúss. Til að stýra þrýstingi í gufuaðveitu verður gufu, sem ekki verður hægt að nýta, veitt um stjórnloka í gufuháf til lofts. Skiljuvatni verður veitt um skiljuvatnsæð til stöðvar- húss. Til að stýra þrýstingi í aðveituæð skiljuvatns verður hægt að veita skiljuvatni, sem ekki er hægt að nýta um stjórnloka í gufuháf, þar sem hluti þess gufar upp en afgangurinn fer til fráveitu. í stöðvarhúsum verður raf- og varma- stöðvum komið fyrir. Þar sem óvissa ríkir um útfærslu á vinnslurás virkjunarinnar er ekki hægt að áætla nánar stærð stöðv- arhúsa. Ekki er enn vitað hvert verður fyrirkomulagið við byggingu kæliturna vegna óvissu um útfærslu vinnslurásar virkjunarinnar. Við virkjun jarðhita skapast þörf fyrir fráveitu á skiljuvatni og þéttivatni, jarð- hitalofttegundum og skolpi. Gert er ráð fyrir að affallsvatn verði veitt niður í jörð um borholur. Annað hvort ofarlega þar sem það sameinast grunnvatni eða í dýpri jarðlög. Reistar verða þjónustubyggingar af ýmsu tagi vegna starfseminnar. Þá er jafn- framt gert ráð fyrir aðstöðu til fræðslu og móttöku gesta. Tveir kostir koma til greina við að tengja rafstöð Hellisheiðarvirkjunar við flutningskerfi. í fyrsta lagi að tengja raf- stöðina við núverandi háspennulínur en um svæðið liggja núna þrjár háspennu- línur. Hinn kosturinn er að byggja nýja háspennulínu frá virkjuninni að tengi- virki við Geitháls, Hamranes eða Korpu. Varmastöð verður tengd við dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur, annað hvort með lögn sem lögð verður ofanjarðar eða með niðurgrafinni lögn. Allur undirbúningur miðast við að sala á rafmagni geti hafist sem fyrst. Miðað við að allir þættir gangi upp, árangur rannsóknaboranna verði góður og ekki verði neinar tafir gæti virkjun í fyrsta lagi komist í gagnið seint á árinu 2005. Heimildir Grétar ívarsson, 1996. Jarðhitagas á Hengils- svæðinu. Söfnun og greining 1993-1995. Hitaveita Reykjavíkur Grímur Björnsson, Ómar Sigurðsson, Guð- mundur S. Böðvarsson og Benedikt Stein- grímsson, 2000. Nesjavellir. Endurkvarðað reiknilíkan og spár um ástand jarðhita- kerfis við aukna vinnslu. Orkustofnun, OS2000/019. Guðmundur S. Böðvarsson, 1987. Líkanreikn- ingar fyrir jarðhitakerfi Nesjavalla. I. The Nesjavellir Geothermal Field, Iceland. Hita- veita Reykjavíkur. Guðmundur S. Böðvarsson, 1993. Recali- bration of the three-dimentional model of the Nesjavellir geothermal field. Hitaveita Reykjavíkur. Guðmundur S. Böðvarsson, 1998. Update of the three-dimensional model of the Nesja- vellir geothermal field - the 1998 model. Hitaveita Reykjavíkur. Iðnaðarráðuneytið, 1994. Innlendar orku- lindir til vinnslu raforku. Knútur Árnason og Ingvar Þór Magnússon, 2001. Jarðhiti við Hengil og á Hellisheiði. Niðurstöður viðnámsmælinga. Orku- stofnun, OS-2001/091. Kristján Sæmundsson, 1995a. Hengill, jarð- fræðikort (berggrunnur) 1:50.000. Orku- stofnun, Hitaveita Reykjavíkur og Land- mælingar íslands. Kristján Sæmundsson, 1995b. Hengill, jarð- hiti, ummyndun og grunnvatn. 1:25.000. Orkustofnun, Hitaveita Reykjavíkur og Landmælingar íslands. Orri Vésteinsson, 1997. Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns. Árbæjarsafn. Orri Vésteinsson, 1998. Fornleifar á afrétti Ölfushrepps. Skýrslur Árbæjarsafns 71 Verkfræðistofan Vatnaskil, 2001. Höfuðborg- arsvæði. Grunnvatns- og rennslislíkan. Verkfræðistofan Vatnaskil 01.14. Sælgætisgerðin Góa-Linda ehf. Bæjarhrauni 24. Sími: 555-3466, fax: 565-2660 Reylgavriairborg • Umhverfis- og tæknisvið Skrifstofa borgarverkfrœðings Fasteignastofa Gatnamálastofa Umhverfis- og heilbrigðisstofa Verkfræðistofa i^A. /Vl€NNTflF€lflG BVGGINGflRIÐNflÐflRINS jIIí. -’IF tempra eps leinangrun eps ■einangrun www.tempra.is LIÐA VEL Öllum þekkjum við hversu rysjótt og dyntótt veðurfar getur verið hér á landi og er þá fátt notalegra en að geta leitað skjóls í hlýju og öryggi heimilisins. Við gerum nefnilega þá eðlilegu kröfu til þeirra byggingarefna sem notuð eru til híbýla okkar að þau séu ekki aðeins endingargóð heldur skili hlutverW sínu við öll veðurskilyrði. EPS * plasteinangrun hefur löngu sannað gildi sitt sem einangrunarefni í tugum þúsunda íbúða víðs vegar um land - hvemig sem viðrar. Tempra hf. framleiðir húseinangrun úr EPS að Dalvegi 24, Kópavogi og umbúðir úr EPS að Kaplahrauni 2-4, Hafnarfirði. ‘(Expandable Polystyrene, einangrunarplast). 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.