Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 46

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 46
... UPP I VINDINN JARÐHITAVERK í KÍNA Þorkell Erlingsson VST hf, ENEX hf. MSc próf frá Cornell University, New York, Banda- ríkjunum 1971. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. frá 1 994. í stjórn Virkis frá 1 996 og stýrði verkefnum Virkis í Kína. Stýrir nú verkum Enex í Kína. Inngangur í Kína er mörg þúsund ára gömul hefð fyrir nýtingu á jarðhita. í Xian, gömlu höfuðborg Kína, eru til 6.000 ára gamlar minjar um notkun á jarðhita. Þar eru einnig til 1.500 ára gömul keisaraböð þar sem hveravatn var notað. Yfir 2.000 ára gamlar skridegar heimildir eru til um nýtingu jarðhita 1 Kína til baða, heilsu- bóta og þvotta. í Beijing finnast um 500 ára gamlar heimildir um jarðhitanýtingu. Löng hefð er því fyrir notkun á jarðhita í Kína og jarðhita er að finna nánast í öllum héruðum landsins. Nýtanlegur jarðhiti í Kína er að mestu lághiti (lægri en 100°C) og nýtir engin þjóð jarðhita meir en Kínverjar. Þeir nota meira en 10 TWh/ári (ísland með yfir 5 TWh/ári) og er hann nýttur til húshit- unar, upphitunar gróðurhúsa, fiskeldis, iðnaðar og fl. Raforkuframleiðsla með jarðhita er hins vegar mjög lítil, aðeins í Tíbet er tæplega 30 MW uppsett afl enda er ekki mikið um háhita í Kína. í töflunni hér að neðan má sjá uppsett afl í lághita og til samanburðar áætlaða framleiðslu í þeim löndum heims sem lengst eru komin í nýtingu lághita. Uppsett afl Framleiðsla WMt GWh/a Kína 2.282 10.531 Japan 1.167 7.482 Bandaríkin 3.766 5.640 ísland 1.469 5.603 Stofnun hitaveitu í Beijing Fyrirtækið Virkir Engineering Group hf, hlutafélag flestra ráðgjafarstofa á íslandi, Orkustofnunar og Orkuveitu Reykja- víkur, kom fyrst að jarðhitaverkum í Kína árið 1994 þegar Virkir tók þátt í upp- byggingu á hitaveitu í Tanggu um 200 km austur af Beijing borg. Nokkru fyrir þann tíma hafði bæði Orkustofnun og Jarðhitaskólinn verið í góðum tengslum við Kínverska jarðhitasérfræðinga. Virkir hefur tengst nokkrum jarðhita- verkum í Kína en aðeins Tanggu-verkið hefur verið arðbært. Snemma árs 2000 bauðst Virki að taka þátt í athugun á tveimur jarðhitaverkum í Beijing fyrir milligöngu Sendiráðs íslands í Beijing. Virkir vann hagkvæmnisathuganir þessar í samvinnu við heimamenn. í ljós kom að önnur veitan í Lishuiqiao í Beijing var hagkvæm og í framhaldi af þvi var ákveðið að taka þátt í uppbyggingu þeirrar hitaveitu. í millitíðinni var fyrirtækið Virkir stækkað og að því komu flest orkufyrir- tæki landsins. Fyrirtækið var skýrt upp og heitir nú ENEX hf. Það eru því ENEX og Orkuveita Reykjavíkur sem standa að hitaveitunni í Beijing. Jarðhitasvæðið í Lishuiqiao í Beijing er um 15 km norður af miðborg Beijing. Þar er hafin uppbygging nýs íbúðarhverfis skammt frá fyrirhuguðu svæði Ólympíu- leikanna sem fram eiga að fara árið 2008. Stefnt er að því að hita þarna í tveimur áföngum um 800.000 m2 íbúðarhúsnæði með jarðhita. Jarðfræðin Borgin Beijing er byggð á setlagasléttu og er aðeins í um 30 metra hæð yfir sjó þó svo hún sé um 200 km frá sjó. Setlögin undir borginni eru margra kílómetra þykk og i kalksteinslögum á 2 til 4 km dýpi er nægilegur hiti til nýtingar. Sprungukerfi í setlögunum skipta miklu máli þegar ákveða á borstæði. Sprungu- svæðin gefa mesta lekt og eru líklegust til að bora í. Talið er að jarðvatnið falli sem regn í fjöllunum í kring um sléttuna og það hitnar upp á miklu dýpi. Jarðvatnið á dýpinu 2 til 4 km er milli 50 og 80 °C og vel nýtanlegt til upphitunar húsa og ýmissa annarra nota svo sem fiskeldis, heilsulinda og fl. Alls er búið að bora um 200 djúpar borholur á Beijingsvæðinu og er jarð- varminn úr þeim nýttur bæði til húshit- unar, fiskeldis og baða. Engin stór hita- veita er samt starfrækt í Beijing. Flestar holurnar eru notaðar af einstökum fyrir- tækjum til sérþarfa. Jarðvatnið Jarðvatnið er ekki ósvipað því jarðvatni sem við þekkjum á íslandi en með nokkrum veigamiklum frávikum þó. Oft- ast er mun meira flúormagn í vatninu og er það því aldrei nothæft beint til drykkjar. Það er þó notað beint til þvotta og baða. Einnig er mikið járn í vatninu og þar sem það er notað beint í krana mynd- ast brún járnútfelling. Lagt er til að nota millihitara til að koma í veg fyrir svona vandamál i neysluvatni. Flins vegar er hægt að nota vatnið beint á ofna. Útfell- ingarvandamál í lokuðum kerfum virðast ekki vera til staðar. Húsin og íbúðir Til skamms tíma voru öll hús í eigu ríkis- ins eða fyrirtækja. Starfsmenn fengu út- hlutað íbúð í húsum þessum til sam- ræmis við stöðu innan fyrirtækisins og greiddu málamyndaleigu. Húsnæðið var því hluti af launakjörum starfsmanna. íbúar greiddu fyrir hita í samræmi við stærð íbúðar og var slíkt gjald samræmt af stjórnvöldum. Á síðasta áratug hefur átt sér stað mikil og hröð breyting í húsnæðismálum í stór- borgum Kína. Markaður fyrir söluíbúðir hefur opnast og byrjað er að selja íbúðir opinberra aðila jafnt sem íbúðir fyrir- tækja. Jafnframt hafa verktakar byggt mikið og selt á frjálsum markaði. Það hverfi sem nú er talað um að hita upp með jarðhita er byggt af verktaka fyrir hinn frjálsa markað. Verktakinn keypti upp byggingarréttinn á um 15 km2 landi og skipulagði þar íbúðarhúsnæði, mest í 25 hæða blokkum. íbúðir eru flestar af stærð- Mynd 1. Kína og Beijing. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.