Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 47

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 47
Mynd 2. Módel af nýju byggðinni í Lishuiqiao i Beijing. Hús eru flest um 25 hæðir. Hita á þessi hús með jarðvarma. inni 80 til 120 m2 og seljast á um 50.000 kr/m2. Nú þegar er búið að byggja um 1.000.000 m2 og er húsnæði þetta hitað upp með gaskyntri fjarvarmaveitu. íbúar þurfa að borga 30 yuan/m2 á ári fyrir hitann (370 kr/m2 á ári) en neysluvatn er ekki innifalið. Hver og einn hitar sitt neysluvatn, flestir með gasi. Rekstraraðili húsanna (verktakinn) á og sér um kyndistöðina og gasið er það dýrt að skammtaðar tekjur rétt nægja fyrir breytilegum kostnaði. Yfirvöld Beijing borgar leyfa samt ekki hærra verð að sinni. Sala orkunnar I Kína er verð á orku til upphitunar ákveðið af stjórnvöldum. Það er hefð fyrir því að slíkt gjald sé reiknað 1 yuan/m2 á ári frá þeim tima þegar hús- næði var í eigu yfirvalda og þau sáu um kyndingu sem og allt annað. í stór- borgum voru reknar kyndistöðvar, nær undantekningalaust kolakyntar. Þar sem Mynd 3. Meðalhili hvers mánaðar í Beijing. ekki voru kyndistöðvar kom fólk fyrir kolakyntum ofnum í íbúðinni og leiddi útblásturinn út um næsta glugga. Mikil loftmengun er í Kína og stór hluti mengunarinnar stafar af brennslu brúnkola til húshitunar. Minnka má þessa mengun með nýtingu jarðvarma. Það er yfirlýst stefna stjómvalda að draga úr loftmengun eins og unnt er. Því er nýting jarðhita í forgangsröð. Lán til jarð- hita er því auðveldara að útvega en til ýmissa annarra verkefna vegna umhverf- isþátta. Norræn lán eru engin undan- tekning. Vegna mengunar var nýleg bannað að byggja kolakyndistöðvar i nýjum hverfum í borgum eins og Beijing. Nota verður gas, olíu, rafmagn eða annan visl- vænan miðil. Þetta hefur orðið til þess að nýting jarðhita hefur aukist og mikill áhugi er nú á bomn eftir jarðhita og nýtingu hans til húshitunar í Beijing. Upphitunartímabilið í Beijing er skil- greint frá 15. nóvember til 15. mars ár hvert. En bæði hitunartímabilinu sem og upphitunarkostnaði er stýrt af stjórn- völdum og er gjaldið sem taka má fyrir kyndingu mismunandi eftir því hvað notað er til kyndingar, kol, gas, olía, raf- magn eða jarðhiti. Ofnakerfi Þar sem núverandi ofnakerfi í húsum í Beijing eru yfirleitt gerð fyrir 70/90°C upphitun er ekki hægt að nota jarðhita á hagkvæman hátt beint inn á slík kerfi. Auk þess eru ofnar húsa yfirleitt rað- tengdir og erfitt að stýra hitastigi þar sem fyrsti ofninn fær heitasta vatnið inn á sig og svo kólnar það eftir þvi sem vatnið fer um íleiri ofna. Þessu hvoru tveggja þarf að breyta til þess að ná hagkvæmni í nýtingu jarðhit- ans. Rætt er um að koma á ofnakerfi eins og tíðkast í Reykjavík. Einnig er í at- hugun að koma á gólfhita þar sem vatns- hitinn er frekar lágur. Einnig er búið að ræða við yfirvöld um að leyfa gjaldtöku samkvæmt mæli og leyfa fólki að ráða sjálfu hve langt hitunartímabilið er. Öllu þessu er vel tekið og reiknum við með að þessar breytingar nái í gegn á umræddu svæði innan skamms. Núverandi kerfi - raðtengt pípukerfi Framtíðarkerfi - hliðtengt pípukerfi I Framtíðarkerfi - hliðtengt pípukerfi II Mynd 4. Ofnakerfi í Kína eru yfirleilt raðtengd. Lagt er til að breyta þessum kerfum. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.