Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 48

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 48
... UPP I VINDINN Orkuveita Beijing Eins og áður segir þá standa nú yfir samningar mill Enex hf og Orkuveitu Reykjavikur annars vegar og félagasam- steypu þriggja fyrirtækja I Beijing hins vegar um stofnun félags sem á og rekur hitaveitu í borginni. Hitaveita þessi á að hita upp 800.000 m2 húsnæði í tveimur áföngum og mun einnig selja heitt vatn til allra íbúanna. Búið er að úthluta aðilum um 20 km2 landsvæði sem þeir fá að nýta og virkja. Boruð var ein 2.400 m djúp hola á svæð- inu snemma árs 2000 og gefur hún um 3.000 m2/dag af um 70°C vatni. Önnur hola sem lokið var við í upphafi þessa árs er rúmlega 3.600 m djúp og gefur svipað rennsli en hitastig ívið hærra. Kínverjar sjá um og greiða fyrir borunina í fyrsta umgangi. Byrjað er að bora tvær holur til viðbótar. Stefnt er að borun allt að 10 borhola og verður dýpt þeirra á bilinu 2,5 til 3,8 km eftir svæðum og aðstæðum. Borað er niður í tvö jarðhitakerfi. Reiknað er með um 70°C hita í holunum. í áætlunum er gert ráð fyrir að nota varmadælur til þess að hækka hitastigið um allt að 10°C þegar kaldast er til þess að nýta betur jarðvarmann. Fyrir utan Orkuveitu Reykjavíkur hafa komið að þessu verkefni Orkustofnun, Fjarhitun hf, VGK hf, Rafhönnun hf og VST hf. Lokaorð Reiknað er með að niðurstaða náist í samningum um uppbyggingu á hitaveitu í Beijing fyrir mitt ár 2002. Hér er um mjög spennandi útílutningsverk að ræða. Ef vel til tekst má búast við að fyrirtæki sem þetta geti þanist út og byggt upp hitaveitur víðar en í Beijing. Búið er að skoða nokkra aðra staði með uppbyggingu á hitaveitu í huga. Markaðurinn er fyrir hendi, varan er góð og áhugi mikill í Kína. Stjórnvöld eru einnig mjög jákvæð i garð íslendinga og þær fjölmörgu heimsóknir Kínverja til íslands til þess að skoða hitaveitur sýna þann áhuga mjög glöggt. Mynd 5. Kort af Beijing borg og Lishuiqiao svæðið rétt norðan við fyrirhugað ólympíusvæði. Mynd 6. Hverfið í Lishuiqiao í uppbyggingu. Grunnur að fyrsta húsinu sem hitað verður upp ineð jarðvarma og tekið í notkun á árinu 2003. Á L Hjalti Guðmundsson ehf Byggingarverktaki fi— $ ◄ 92J Byggíngarfálag - Fasteign ti! Framtiðar - LYFT ehf Vesturvör 9 Sími 564 3520 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.