Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 51

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 51
ÞOLHONNUNARSTAÐLAR 1 Hafsteinn 1 Pálsson I Stúdent 1 972 frá I Menntaskólanum í I Hamrahlíð. I Próf í byggingar- I verkfræði I 976 frá I Háskóla íslands MSCE 1 977 frá Georgia Tech, Atlanta, Georgia, USA Ph.D. 1 982 frá Georgia Tech, Atlanta, Georgia, USA. Starfsferill: Swiss Federal Institute for Reactor Research 1982 - 1984, Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins frá 1984, stundakennari við Tækniskóla íslands frá 1 984. olhönnunarstaðlar eru mikilvægir vegna þess að þar koma fram örygg- iskröfur, álagsforsendur og hönnunar- reglur sem gilda um hönnun mannvirkja. Hér á eftir er fjallað um endurskoðun þolhönnunarstaðlanna sem hafa verið í gildi hérlendis. Jafnframt er fjallað um rannsóknarverkefni um álagsgildi fyrir vind, snjó og jarðskjálfta og að lokum greint frá áframhaldi vinnu við þolhönn- unarstaðla innan evrópsku staðlasamtak- anna (CEN). Núgildandi staðlar Þeir staðlar sem hafa verið í gildi hér- lendis frá 1989 eru byggðir á um tuttugu ára gömlum dönskum stöðlum með álagsgildum úr um þrjátíu ára gömlum stöðlum. Undantekning frá þessu er jarð- skjálftastaðallinn en hann er að grunni til bandarískur staðall frá sjöunda áratug síðustu aldar með smávægilegum lagfær- ingum. Álagsgildi hans voru endur- skoðuð 1989. Dönsku staðlarnir sem hér er vísað til hafa verið endurskoðaðir og nýjar úrgáfur tekið gildi en hérlendis er enn vísað til þeirra gömlu. Það segir sig því sjálft að nýjustu handbækur, hönn- unarleiðbeiningar og hönnunarforrit taka ekki mið af dönskum og bandarískum stöðlum sem hafa verið felldir úr gildi. Við þessar aðstæður er ákveðin hætta á að hönnuðir notfæri sér þessi nýju gögn en þá verður tryggingarvernd og réttar- staða þeirra í uppnámi sem annarra sem að viðkomandi mannvirki koma. Rannsóknarverkefni um álagsgildi Fyrir um tíu árum hófst vinna við rann- sóknarverkefni um álagsgildi fyrir vind, snjó og jarðskjálfta og var það unnið í samstarfi Byggingarstaðlaráðs (BSTR), Félags ráðgjafarverkfræðinga og Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðarins. Verkefnið var stutt af Húsnæðisstofnun ríkisins og unnið í samvinnu við Veður- stofuna. Vinna vegna vindálags naut einnig stuðnings Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Sambands íslenskra tryggingafélaga. Verkefnisstjórn skipuðu eftirtaldir að- ilar: - Ólafur Erlingsson, VST, formaður - Jón Sigurjónsson, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins - Þorsteinn Helgason, prófessor, Há- skóla íslands Verkefnisstjóri var Guðbrandur Stein- þórsson, Tækniskóla íslands og ritari verkefnisstjórnar var Hafsteinn Pálsson, BSTR. Vinnuhópa vegna verkefnanna skipuðu verkfræðingarnir: - Björn Ingi Sveinsson, áður hjá Klæðningu en nú hjá Hönnun - Arnþór Halldórsson, Hönnun - Egill Þorsteins, Línuhönnun - Flosi Sigurðsson, VST - Helgi Valdimarsson, Almennu verkfræðistofunni Náið samstarf var við sérfræðinga Veð- urstofunnar vegna þessarar vinnu. Sér- staklega ber að nefna þá Pál Halldórsson jarðeðlisfræðing og Trausta Jónsson veð- urfræðing í því sambandi. Páll endur- skoðaði gagnagrunn Veðurstofunnar og endurmat staðsetningu og stærð jarð- skjálfta gagngert fyrir þetta verkefni. Jafnframt voru eftirtaldar greinargerðir unnar hjá Veðurstofunni vegna þessa verkefnis: - „Hámarksvindur á íslandi“ eftir Sig- urð Jónsson, júlí 1995 - „Fimmtíu ára snjódýpt á íslandi“ eftir Kristján Jónsson og Trausta Jónsson, september 1997 Eftirtaldar skýrslur með niðurstöðum verkefnisins voru gefnar út: - Mat á jarðskjálftahættu á íslandi - Gerð hröðunarkorts vegna EC-8 (ENV 1998), maí 1995, Rb-skýrsla nr. 95-16 - Snjóálag og vindálag á íslandi - Ákvörðun grunngilda vegna ENV 1991-2-3 og ENV 1991-2-4, des- ember 1998, Rb-skýrsla nr. 98-14 - Hönnunargildi vindálags sam- kvæmt skilgreiningu ENV 1991-2- 4, desember 1999, Rb-skýrsla nr. 99-17 Endurskoðun staðlanna Lengi hefur verið brýnt að endurskoða núgildandi staðla. Fyrir tilstuðlan BSTR og ýmissa hagsmunaaðila sérstaklega hönnuða fékkst myndarlegur stuðningur frá umhverfisráðuneytinu til þess að semja sérákvæði við nýju dönsku þol- hönnunarstaðlana og þjóðarskjöl við evr- ópsku forstaðlana um þolhönnun. Ráðuneytið skipaði stýrihóp undir for- ustu Smára Þorvaldssonar verkfræðings í umhverfisráðuneytinu til þess að annast framkvæmd verksins í nánu samráði við BSTR. Aðrir í stýrihópnum voru: - Björn Ingi Sveinsson, Hönnun - Hafsteinn Pálsson, Rb/BSTR - Jón Sigurjónsson, Rb - Jónas Elíasson, Háskóla íslands - Páll Halldórsson/Ragnar Stefáns- son, Veðurstofunni Þrír vinnuhópar voru stofnaðir þ.e. um álagsgildi, efnishönnun og grundun með víðtækri þátttöku hagsmunaaðila. Eftir- taldir aðilar skipuðu vinnuhópana: Álagsgildi: - Björn Ingi Sveinsson, Hönnun, for- maður - Guðbrandur Steinþórsson, Tækni- skóla íslands - Helgi Valdimarsson, Almennu verkfræðistofunni Efnishönnun: - Níels Indriðason, VST, formaður - Baldvin Einarsson, Línuhönnun - Bjarni Bessason, Háskóla íslands - Snæbjörn Kristjánsson, Ferli Grundun: - Eyjólfur Árni Rafnsson, Hönnun, formaður - Ingunn Sæmundsdóttir, Tækni- skóla íslands 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.