Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 52

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 52
... UPP I VINDINN - Jón Skúlason, Almennu verkfræði- stofunni - Pálmi Ragnar Pálmason, VST - Sigurður Erlingsson, Háskóla Ís- lands í þessari vinnu voru lagðar til grund- vallar niðurstöður rannsóknarverkefnis- ins um álagsgildi fyrir vind, snjó og jarð- skjálfta sem fjallað var um hér að framan. Frumvörp að sérákvæðum við dönsku þolhönnunarstaðlana og þjóðarskjölum við evrópsku forstaðlana voru auglýst til umsagnar síðastliðið sumar. Athuga- semdir bárust frá einum aðila og unnin hefur verið greinargerð vegna þeirra. Vonir standa til að frumvörpin verði stað- fest sem staðlar með gildistöku um mitt ár 2002. Meðal helstu séríslenskra ákvæða varðandi álagsgildi má nefna: Snjóálag Gert er ráð fyrir fimm álagssvæðum i stað fjögurra áður. Segja má að þetta leiði til nokkurrar hækkunar á snjóálagi þegar litið er til landsins í heild en verulegrar hækkunar ef aðeins er litið lil nyrsta hluta landsins. Ef miðað er við hefð- bundin þök þá verður álagið 1,0 kN/m2 á svæði 1. Á svæði 2 verður álagið 1,1 kN/m2 til 1,8 kN/m2 og skylt verður að nota að lágmarki 1,45 kN/m2 á því svæði nema viðkomandi byggingaryfirvöld ákveði annað. Á svæði 3 verða samsvar- andi gildi 1,9 kN/m2 til 2,9 kN/m2 og 2,4 kN/m2' Á svæði 4 skal reikna með að lágmarki 3,0 kN/m2. Álagsgildi á svæði H þarf að meta sérstaklega af hönnuðum og viðkomandi byggingaryfirvöldum. Vindálag Gert er ráð fyrir að landið verði eitt álags- svæði en þó þarf að meta vindálag sér- staklega inni á hálendi og víðar þar sem hætta er á hærra álagi. Grunngildi vind- hraða verður 35,5 m/sek og miðast það gildi við yfirborðsflokk II, þ.e. viðmiðun- arhrýfislengdina 0,05. Almennt er þó metið að hrýfislengd á íslandi liggi á bil- inu 0,01 - 0,03 m. Heimild er gefin í sér- ákvæðunum til að nota hrýfislengd 0,03 m hérlendis án frekari rökstuðnings. Hins vegar er heimilt að nota önnur gildi ef það er rökstutt sérstaklega og skal það samþykkjast af viðkomandi byggingar- fulltrúa. Almennt má segja fyrir dæmi- gerð hús að þetta leiði til um 5 - 11% hækkunar á vindálagi frá því sem áður var. Jarðskjálftaálag Gert er ráð fyrir að miða skuli við 0,05 g í stað 0,04 g fyrir mörk svæða þar sem ekki þarf að taka tillit til jarðskjálfta við hönnun. Þá er landinu skipt í sex álags- svæði, þ.e. svæði 0 með hönnunarhröð- uninni 0, svæði I með 0,10 g, svæði II með 0,15 g, svæði III með 0,20 g, svæði IV með 0,35 g og svæði V með 0,50 g. Þessi svæði eru bæði sýnd á korti og í töflu til þess að settar kröfur verði sem skýrastar. Þess skal getið að heimilt verður að nota ÍST 13 til ársloka 2003 en rétt er að taka fram að beinn saman- burður er erfiður þar sem ÍST 13 er með svæðisstuðla en forstaðallinn gerir ráð fyrir hröðunargildum. Jafnframt skal tekið fram að nú stendur yfir endur- skoðun kortsins í samvinnu við Veður- stofuna og standa vonir til þess að þeirri vinnu ljúki um mitt þetta ár og verður nýtt kort þá kynnt og sent til umsagnar samkvæmt þeim reglum sem um það gilda. Rétt er að árétta að mikilvægt er að safna saman reynslu af notkun staðlanna og bregðast skjótt við ef þörf þykir með því að endurskoða útgefin sérákvæði og þjóðarskjöl. Það sama gildir ef fram koma nýjar upplýsingar eða rannsóknar- niðurstöður Evrópsku þolhönnunarstaðlarnir Innan Evrópsku staðlasamtakanna (CEN) er unnið að því að endurskoða núgildandi forstaðla (ENV) og gefa þá út sem staðla (EN). Þessi vinna hefur tekið nokkuð lengri tíma en ráðgert var í upp- hafi en gengur engu að síður vel miðað við umfang verksins. Áætlað er að staðlarnir komi út á næstu fjórum til fimm árum. Síðan er gert ráð fyrir að notkun þeirra verði heimil samhliða öðrum gildandi þjóðar- stöðum í um fimm ár. Þá verður einnig sú breyting að í stað þjóðarskjala er gert ráð fyrir þjóðarviðaukum. í formála hvers staðals verða skýr fyrirmæli varðandi innihald þjóðarviðaukanna. Lokaorð Mikilvægt er að hagsmunaaðilar fylgist vel með vinnunni við þolhönnunarstaðl- ana til þess að auðvelda þeim að hefja notkun staðlanna strax við gildistöku. Ekki er gert ráð fyrir að væntanlegir staðlar (EN) taki miklum breytingum frá forstöðlunum (ENV) en þó má reikna með að um einhverja þróun verði að ræða með hliðsjón af fenginni reynslu. Að lokum er itrekuð ósk um gott sam- starf við að safna saman reynslu af notkun væntanlegra staðla. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.