Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 54

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 54
... UPP I VINDINN AMSTERDAM - NEW YORK - CARACAS - MARGARITA Útskriftarferð nemenda 1 Umhverfis- og byggingarverkfræði 2001 Imaí 2001 fóru 15 drengir úr Umhverf- is- og byggingarverkfræði við HÍ í námsferð um hálfan hnöttinn. Ferðin lá m.a. til Amsterdam, Brussel, New York, Caracas, Ciduad Guyana og til eyjunnar Margarita í Karabískahafinu. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast verkfræði- undrum á erlendri grund, víkka sjón- deildarhringinn, slaka á og sletta úr klauf- unum. Fararstjóri í ferðinni var Jónas El- íasson prófessor og stýrði hann hópnum eins og herforingi frá upphafi til enda. Holland Fyrsti áfanginn í ferð okkar var heimsókn í tækniskólann í Delft, en hann er stað- settur skammt frá Amsterdam. Tæknihá- skólinn í Delft er elsti og stærsti skóli sinnar tegundar í Hollandi en það eru rúmlega 13.000 nemendur við nám og við skólann starfa um 2.100 vísinda- menn. Á móti okkur tóku sex nemendur frá byggingarverkfræðideild skólans og fylgdu þau okkur allan þennan dag. Fyrir hádegi fengum við leiðsögn um skólann og upplýsingar um starsemi hans. Ekki er hægt að segja annað en að ólíku er saman að jafna TU Delft og HÍ, enda er aðstaða þar öll til fyrirmyndar og mun betri en nemendur HÍ eiga venjast. Eftir hádegi fórum við í fylgd gestgjafa okkar að flóðvarnarmannvirkinu Maes- lantkering, sem á íslensku gæti útlagst sem Maeslant tálminn. Maeslant tálminn er staðsettur í miðri ánni Nieuwe Water- weg sem er stult frá Rotterdam og liggur innsiglingin til borgarinnar um þessa á. Petta mannvirki var reist til að koma í veg fyrir að sjór geti flætt upp ánna og yfir land. Þann 1. febrúar 1953 flæddi sjór yfir tæplega helming Hollands og í kjölfarið fylgdu miklar hörmungar sem höfðu í för með sér mikið manntjón og skemmdir á mannvirkjum. Til að koma í veg fyrir að eitthvað í líkingu við þetta gæti endur- tekið sig var sett á laggirnar svokallað Delta verkefni sem fól í sér uppbyggingu fjölda stífla. Búið er að setja tálma á allar helstu ár landsins þ.a. hægt sé að loka fyrir þær þegar stórstreymt er og djúpar lægðir ganga yfir. Maesland tálminn hluti af þessu verkefni. Flesta daga ársins er hann ónotaður, þ.e. veggirnir fljóta í skurðum sitthvoru megin árinnar og bíða þessa að verða fleytt út í og skip sigla því óhindrað um ánna. Maeslant tálminn er af mörgum talinn nútímalegasta mann- virkið af sinni gerð í heiminum og jafn- framt eitt mesta afrek í byggingarverk- fræði á 20. öld. Erfitt er að lýsa þessu mannvirki með orðum, öðrum en að það er risavaxið. Pað líkist brú eða turni sem hefur fallið á hlið- ina. Maeslant tálminn er staðsettur sitt- hvorum megin á bökkum árinnar. Til að loka ánni er tveimur risavöxnum boga- dregnum stálveggjum fleytt út í ánna frá sitthvorum bakkanum þar til þeir mætast í miðju árinnar. Þar eru þeir fylltir af vatni og sökkt til botns á 17 m dýpi. Hvor veggur um sig er 220 m langur og 22 m hár. Við þessa veggi eru festir gríðarstórir stálrammar sem að mörgu leyti minna á Eiffel turninn í París liggjandi á hliðinni Þessir 237 m löngu stálrammar enda svo í sitthvorum kúluliðnum sem eru þeir stærstu sinnar tegundar í heiminum, enda er kúlulegan í liðnum um 10 m í þvermál. Með þessu móti þolir tálminn þrívíða hreyfingu, þ.e. lárétta hreyfingu þegar veggjunum er fleytt út í ánna og lóðrétta hreyfingu í vatninu, t.d. ölduhreyfingu. Tilgangur stálrammanna er að taka upp kraft sem kemur á veggina frá vatninu. Tálminn er hannaður til að þola þrýsting frá allt að 30,000 tonnum af vatni. Næstu dögum á eftir eyddum við í Amsterdam þar sem við fórum í skoðun- arferðir um borgina jafnt að næturlagi sem og degi til. í vettvangsferðum okkar að næturlagi var framboð á holdi og lífs- ins lystisemdum kannað af nokkurri ná- kvæmni en dagarnir fóru í skoðunar- ferðir um borgina þar sem Jónas Elíasson fræddi okkur m.a. um grundun húsa á svæðum eins og Amsterdam. Brussel Eftir nokkra daga í Hollandi lá leið okkar til Brussel, höfuðborgar Evrópusam- bandsins. Fyrsti áfangastaður okkar í Brussel var íslenska sendiráðið og þar tók á móti okkur Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra íslands í Brussel og spjallaðu hann við okkur yfir samlokum í drjúgan tíma. Var þetta fróðleg heimsókn að mörgu leyti þótt ekki sé laust við að ferðaþreyta hafi gert mönnum erfiðara en ella að halda sér vakandi. Eftir heimsóknina í íslenska sendi- ráðið lá leið okkar i Berlaymont, fyrrver- andi aðalskrifstofur Evrópusambandsins í Brussel. Berlaymont byggingin var reist á árunum 1963-1967. Byggingin var hönnuð af arkitektinum De Vestel og átti hún að vera kennileiti í miðborg Brussel. Árið 1991 flutti Evrópusambandið úr húsinu vegna þess að húsið fullnægði 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.