Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 55

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 55
Hluti hópsins tilbúinn í skoðunarferð um Berlaymont, hús Evrópusambandsins í Brussel. ekki lengur kröfum sem gerðar eru til nútíma skrifstofuhúsnæðis. Nauðsynlegt var að gera gagngerar breytingar og end- urnýjun til að húsið gæti þjónað tilgangi sínum. Tvær ástæður eru fyrir því að ákveðið var að endurnýja Berlaymont í stað þess að rífa það, í fyrsta lagi þurfti að fjarlægja um 1300 tonn af asbesti úr byggingunni hvort sem hún hefði verði rifin eða endurnýjuð og í öðru lagi þá er þessi bygging tákn Evrópu í hjarta Brus- sel og sem slíkt hefði verið erfitt að rétt- læta að fjarlæga það úr borgarmynd Brus- sel. Eftir að endurnýjun á byggingunni lýkur mun hún uppfyllta allar þær kröfur sem gerðar eru til skrifstofuhúsnæðis framtíðarinnar. Tveimur næstu dögum eyddum við í góðu yfirlæti á frábæru hóteli í miðborg Brussel. Pað kom mér mikið á óvart hversu falleg og skemmtileg borg Brussel er. Ég hafði alltaf ímyndað mér Brussel sem hlutgervingu ferkantaðrar hugsunar Evrópusambandsins, gráa og leiðinlega. En því fór fjarri því í Brussel má finna aragrúa góðra veitingarstaða, fallegar byggingar, stóra garða og fjölbreytt mann- líf. < Það verður enginn svikinn af því að heimsækja Brussel, höfuðborg Evrópu. New York - New York Frá Brussel lá leið okkar til New York en þar stoppuðum við í fjóra daga áður en við héldum áfram til Venezuela. Þessum tíma var að mestu varið í skoðunarferðir um Manhattan eyju en engin skipulögð dag- skrá lá fyrir hópnum þann tíma sem við dvöldum þar. Bæði reyndum við að gera næturlífinu góð skil og að skoða borgina að degi til. Erfitt getur reynst að sameina þetta tvennt, en menn reyndu þó sitt besta með misjöfnum árangri. Meðal þess sem eflaust stendur upp úr í hugum flestra í hópnum er að hafa farið og skoðað Tvi- buraturnana og farið upp á útsýnispall annars þeirra en þaðan var frábært útsýni nánast eins langt og augað eygði. Venezuela Næsti áfangastaður á leið okkar var Ven- ezuela. Venezuela er staðsett á norður- strönd Suður-Ameríku og þar búa um 24 milljónir manna í landi sem er tæplega 9 sinnum stærra en ísland. Landið er gríð- arlega auðugt af náttúrunnar hendi. Landið er stærsti olíuframleiðandi heims fyrir utan mið-austurlönd, þar eru stórar kola-, járn-, báxít-, demanta- og gull- námur, auk þess sem þar er framleitt mikið af raforku með vatnsaflsvirkjunum sem m.a. er seld til nágranna- landa. Þrátt fyrir öll þessi miklu auðæfi býr stór hluti landsmanna við sára fátækt enda er auðnum misskipt og þeir eru fáir sem fá njóta góðs af honum. Frá flugstöðinni við Simon Bolivar flugvöllinn fórum við með leigubílum upp til Car- acas, en borgin stendur í um 1000 m hæð. Leigubílarnir sem við tókum voru svartir Leiðsögumenn frá raforkufyrirtækinu Edelca sýndu okkur framvæmdir á virkjuninni Caruachi sem kemur til með að hafa uppsett afl 2.160 MW. Ford Explorer jeppan með skyggðum glerjum og keyrðu þeir á ógnarhraða inn til borgarinnar. Það var ekki laust við að okkur liði eins og við værum staddi í miðri bíómynd sem gerist í Suður-Amer- íku þar sem landið væri á mörkum borg- arastyrjaldar og við á leiðinni í Banda- ríska sendiráðið. í Caracas gistum við á frekar ógeðslegu hóteli þar sem enginn skildi neitt sem við reyndum að segja og þá fyrst reyndi á leiklistarhæfileika Jónasar Elíassonar. Daginn sem við höfðum í Caracas nýttum við til skoðunarferðar um borg- ina. Eftir mikið mas og mikið þras með leikrænum tilburðum við drengina í af- greiðslunni á hótelinu tókst Jónasi að hafa upp á enskumælandi fararstjóra sem fór með okkur í skemmtilega ferð um borg- ina. Hann sagði okkur ýmislegt um ástandið í landinu og ekki fór á milli mála að hann var langt frá því að vera sáttur við ástandið. Hann benti okkur á sundur- skotin vegaskilti meðfram öllum vegum í borginni og sagði okkur að allir ættu byssur. Hann fór líka með okkur í gegnum það hvað við ættum að gera ef við lentum i því að vera rændir, enda mun það vera vinsælt sport að ræna ferðamenn og ræningjarnir flestir vopnaðir byssum og hnífum svífast einskis til að ná fram Gámur er ódýr lausn á hverskyns geyrrsluvandamálum, hvort sem þú ert flutningabílstjóri, verktaki, fískverkandi eða bóndi. Með því að fella gám að umhverfinu getur hann hentað sem geymsla við sumarbústaði eða golfvelli og á fleiri stöðum. Hjá Hafnarbakka færðu margar gerðir af gámum. Við seljum eða leigjum, notaða eða nýja stálgáma, frystigáma, hálfgáma, einangraða gáma og fl. « HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími 565 2733 Fax 565 2735 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.