Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 56

Upp í vindinn - 01.05.2002, Blaðsíða 56
... UPP I VINDINN Eftir gönguferð um heitan og mollulegan regnskóg Canima þjóðgarðarins skelltum við okkur hressandi bað undir ylvolgum fossi. vilja sínum. Við sem hópur af 13 hvítum karlmönnum með fínar myndavélar vorum eins og krækiber í helvlti. Miðað við þessar lýsingar kom það ekkert á óvart að hvergi var ferðamenn að sjá í borginni. Við fórum með leiðsögumanninum að skoða fæðingarstað Simon Bolivar í mið- borginni, Simon Bolivar safnið og Simon Bolivar torgið. Þess má geta að nánast annar hver hlutur í Venezuela er skýrður í höfuðið á þessum stríðsherra sem frelsaði stóran hluta Suður-Ameríku undan oki Spánverja á 16. öld. Við fórum einnig að skoða þinghúsið í Venezuela, þó svo að leiðsögumaðurinn hefði meiri áhuga á að kynna okkur fyrir fallegum kvenmanni sem vann í þinghúsinu. Caracas er falleg borg sem umlukin er fjöllum á alla kanta en ekki fer á milli mála að borgin er í mik- illi niðurníðslu og mikil hnignun hefur átt sér stað frá því á uppgangstímum í kringum 1970, en þá var Venezuela meðal ríkustu landa í heimi. Heimsóknir til Edelca Helsta ástæðan fyrir heimsókn okkar til Venezuela var að heimsækja nokkrar af þeim vatnsaflsvirkjunum sem eru í land- inu og skoða aðrar sem enn eru í fram- kvæmd. Heildarorkuframleiðsla vatnsafl- svirkjana í Venezuela um 60.000 GWh á ári. Uppsett afl vatnsaflstöðva í Venezuela er 13.500 MW, en til samanburðar má nefna að uppsett afl vatnsaflstöðva Landsvirkjunar er 1017 MW Frá Caracas flugum við til borgarinnar Ciudad Guy- ana sem er stutt frá stærsta uppistöðulóni landsins sem leggur til megnið að vatn- inu sem knýr virkjanirnar áfram. í Cid- uad Guyana tóku á móti okkur starfs- menn frá raforkufyrirtækinu Edelca og þeir fylgdu okkur um virkjanasvæðið þar sem við skoðuðum starfandi virkjanir og aðrar sem enn eru í framkvæmd. Meðal þeirra virkjana sem við skoðuðum er Guri sem er önnur stærsta virkjun í heiminum í dag með uppsett afl 10.000 MW. Guri samanstendur af tveimur stöðvarhúsum, með 10 túrbínum í hvoru húsi. Heildarbyggingartími virkjunar- innar var frá 1963-1986. í eldra stöðvar- húsinu eru 10 túrbínur með uppsett afl 285 MW hver, þannig að hver túrbína jafngildir rúmlega einni Búrfellsvirkjun. í nýrra stöðvarhúsinu eru einnig 10 túr- bínur og hver þeirra með uppsett afl sem samsvarar 730 MW hver, eða um 2,7 Búrfell hver. Þegar við vorum í Guri var verið að gera við eina af túrbínunum í nýrra stöðvarhúsinu og við fengum að fara ofan í vatnssnigillinn þar sem vatnið kemur niður aðrennslispípuna og knýr túrbínuna áfram. Það var ekki laust við að það • færi um mann hrollur þegar maður horfði upp eftir stokknum í koln- iðarmyrkri og hugsaði til þess afls sem myndast þegar vatnið streymir óhindrað niður stokkinn. Frá Ciudad Guayana fórum við einnig í skoðunarferð til Canaima þjóðgarðsins. Þangað flugum við í 4 sæta Cesnum yfir regnskóga Venezuela og ekki er ég viss um að þær vélar hefðu staðist skoðun hér heima á íslandi. í Canaima þjóðgarðinum er m.a. Angel Falls eða Englafossinn sem er hæsti foss í heimi. Því miður var hann umlukinn þoku þennan dag þannig að við urðum að láta okkur nægja að fara í gönguferð um regnskóginn í fylgd hins smávaxna indíána Hoze, sem fræddi okkur um lífríki skógarins á afar skemmtilegan hátt. Nokkrir úr hópnum gerðust m.a. svo djarfir að bragða á lif- andi termítum sem þykja hið mesta los- tæti hjá innfæddum á þessu svæði. Gönguferðin endaði svo með hressandi nuddi undir beljandi fossi í þjóðgarð- inum. Sumir höfðu á orðið hér hefði há- punkti ferðarinnar verið náð. Margarita Heimsreisu okkar lauk á eyjunni Marg- arita í Karabískahafinu þar sem við dvöldum í viku og fór sá tími að mestu í afslöppun og skemmtanir. Við vorum orðin fastagestir á hinum stórkostlega skemmtistað Woddy’s, þar sem við skemmtum okkur á kvöldin meðal íbúa eyjarinnar. Einnig fórum við á hinn frá- bæra skemmtistað Goldfinger, en sá staður er þekktur um víða veröld fyrir frábæra stemmningu. Dagarnir fóru að mestu í að sleikja sólina, en hún skein ætíð hátt á himni og ef menn gættu sín ekki átti hún það til að sleikja menn til baka af fullum þunga. Nokkrum dögum eyddum við á ströndinni þar sem við lékum okkur í fótbolta og létum öld- urótið kasta okkur til og frá. Starfsfólkið á hótelinu okkar kepptist við að stjana við okkur og fór þar fremstur hinn geð- þekki Nolberto sem blandaði ofan í okkur rammáfenga drykki í hinum ýmsu litum eins og hann ætti lífið að leysa. Kokkurinn á hótelinu galdraði fram hverja máltíðina af fætur annarri sem allar brögðuðust jafn vel, enda fór það svo að við borðuðum nánast hvergi ann- arsstaðar en á hótelinu því þar var ein- faldlega boðið upp á besta matinn. Frá Margarita fórum við endurnærðir, brúnir og sællegir, þess albúnir að takast á við ís- lenska sumarið. Lokaorð í ferð okkar um heiminn fórum við sam- tals 11 sinnum í flugvél á 21 degi og gistum á jafnmörgum hótelum. Eftir á að hyggja verður að játast að þetta var alveg í það mesta, enda er ekki laust við að ferðaþreyta hafi verið farin að gera vart við sig á seinni hluta ferðalagsins. Það sem stendur upp úr eftir þessa ferð eru ekki þær heimsóknir og skoðanaferðir sem við fórum í heldur fremur að hafa fengið tækifæri til þess að ferðast til fram- andi heimshluta og kynnast menningu og mannlífi sem er ólíkt því sem við þekkjum. Frá upphafi lögðum við áherslu á að hafa dagskrá ferðarinnar ekki of þétta heldur gefa hópnum ákveðið frjálsræði til að skoða það sem hver og einn hafði áhuga á. Það skilaði sér, því þær stundir standa upp úr þegar til baka er litið og menn munu búa að þeim alla ævi. Benedikt Ingi Tómasson 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.