Alþýðublaðið - 29.01.1920, Side 1

Alþýðublaðið - 29.01.1920, Side 1
Alþýðublaðið Greíið tit aí Alþýðuílokknum. 1920 Pimtudaginn 29. janúar 20. tölubl. JSarkií sex anrar! Sollar sex krönnr! Khöfn 27. jan. MarkiS er nú í 6 aurum en dollar 6 kr. 7 aur. €rzberger skotinn! Khöfn 27. jan. Prá Berlín er símaö, að þegar Srzberger hafi í gær komið úr réttarhaldinu í Helfferich-málinu, bafi stúdent einn skotið á hann og hitt hann í öxlina. Orsökin Pólitísk æsing. Svarti dauði. Pyrir fáum dögum kom fregn úm það, að pest geysaði í nokkr- úm borgum á Balkanskaganum, °g í gær um það að pestin hafi eihnig gert vart við sig í Búss- landi, hafi rússneska ráðstjómin ÖUtt frá Moskva sökum pestar- innar. Þessi pest er sama veikin og er heimsótti okkur íslendinga drið 1402 og var þá kölluð Svarti ^uði. Hér varð hún gífurlega ^uannskæð, og er álitið að hún bafi drepið nær þriðjung allra ^ndsmanna. ^estin er ekki neitt nýnæmi týrir Austurlandaþjóðirnar. Má Segja að hún hafi geisað þar frá a^da öðli, hafa menn sagnir af benni hér um bil 100 árum f. Kr. ®ún er landlæg í Austurlöndum, 0n gýs við og við upp, og nær bá oft til suðurhluta Austur-Ev- rópu og stundum lengra vestur og norður á bóginn, svo sem á 14. öld. Þá komst hún alla leið til Grænlands. Er talið að úr henni hafi dáið um 25 milj. manna hér í álfu á árunum 1346—52. Síðan hefir hún nokkrum sinnum gert vart við sig hér í álfu, og þá venjulega fyrst í Konstantínópel eða einhverri af borgunum á Balk- anskaganum. Aðalheimkynni henn ar halda menn að sé í Mið-Asíu og Mið-Afríku. Pest þessi orsakast af sótt- kveikju og er mjög „smittandi*. Berst sóttkveikjan á ýmsan hátt, svo sem með rottum. Rotturnar síkjast nefnilega líka af pestinni og berst sóttkveikjan svo með flóm, sem liía á rottunum, yfir á menn, því samskonar flær lifa á rottum og mönnum. Tíðast sýkj- ast menn við það, að þeir fá sóttkveikjuna í rispur eða sár á húðinni. Er minni hætta á að sóttkveikjurnar sýki, þótt þær t. d. komist niður í lungu. Með vaxandi hreinlæti og heilbrigðis- gæzlu, hefir sýkingarhættunni að miklu verið afstýrt hér í Evrópu. Þegar pestin geysaði í Hong-Kong 1894, fann franskur maður að, nafni Yersin, sóttkveikjuna. Eftir að sóttkveikjan var fundin, tókst mönnum einnig að finna ráð til þess að lækna hana með „serum* væri það gert í tæka tíð. Einnig hefir tekist að bólusetja gegn henni með góðum árangri. Menn veikjast venjulega 2—5 dögum eftir að þeir hafa sýkst og byrjar veikin með köldu og megnri hitasótt. Venjulega er sjúklingur- inn úr allri hættu á níunda degi, en sé pestin skæð drepur hún oft á fyrsta sólarhringnum. Skæðust og tíðust er pest þessi í Indlandi og Kina. Hefir hún aldrei verið mannskæð hér í álfu upp á sið- kastið, og vonandi tekst einnig að stemma stigu fyrir útbreiðslu hennar á Balkan og í Rússlandi, enda herma skeytin eigi að hún sé mjög skæð. X Professor 6ooðe um ástandið í Sovjet-Rússiandi. (Niðurl.). Með því að fullnuma sig í frí- stundum sínum, getur verkamað- urinn hækkað úr einum launa- flokki í annan. Prof. Goode segir það muni hafa kostað afskaplegt erfiði, að semja þessa flokka. í verksmiðjunum eru menn löngu hættir því, að láta verka- mennina sjálfa stjórna. öll stjórn hvílir nú á framkvæmdarstjórum og verkfræðingum. Foringjarnir og stefnnr þeirra. Að síðustu heldur próf. Goode því fram, að ekki megi álíta for- ingjana menn, sem eingðngu láta stjórnast af valdafíkn. „Þeir eru hugsjónamenn, og hafa sleitulaust unnið að þvi, að koma hugsjón- um sinum í framkvæmd*. Hug- sjón þeirra er Marx-socialisminn, „menn geta næstum því sagt, að Karl Marx sé guð þeirra". Þeir eru afburðamenn, og stjórn þeirra er hin afkastamesta, sem Rússar hafa haft, síðan keisaran- um var steypt úr stóli, en hug- sjónir þeirra eru þeim fyrir öllu. Hann segir, að bolsivíkarnir séu ekki í algerðum meiri hluta al- staðar, en þeim fjölgar með degi hverjum. En það, sem hefir gefið þeim mestan kraft, er fjandskapur Bandamanna. Gagnrýning á sognsogn próf. Goode’s. Enskur maður, Paul Dukes, sem dvalið hefir í Rússlandi nær hálfa stjórnartíð bolsivíkanna, hefir skrifað gagmýningu á lýsingu Goode’s. Hann segir, að hann hafi aðeins athugað eina hlið. „Hefði Goode dvalið lengur í Rússlandi, og talað rússnesku, myndi hann hafa komist að því, að flestir kennarar eru andstæðir bolsivík- unum“.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.