Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 1
C3refiO lit a.1 ^Llþýðu&flolflrxiTExsk 1925 1 Aðfangada? jóla. Jólablaö ,,Blessaöur sé sá, sem kemur í nafni drottinsl" Jólahugleiðing eftir séra tngimar Jónsson, prest að Mosfelli. Sjaldan hefir vön og eftirvænt- ing fylt heiminn eins og á vorum tímum. Vér finnum, að eitthvað nýtt þarf að koma. Vér horfum til að vita, hvort vér sjáum ekki þann, sem komi með hið nýja, mikilmenni, mann af guði send- an. En þó hefir um leið skeð það, sem merkilegt má telja, að menn hafa aftur tekið að líta til Jesú meir en nokkru sinni áður. Þar, sem talað er um hann, hlusta menn á. Bækur, sem fjalla um hann, eru lesnar af þúsundum, já hundruðum þúsunda úti i stóru löndunum. Skáld þekkja ekki ann- að æðra viðfangsefni en að tala um hann, svo að samtíðin skilji. Málarar leggja list sína fyrir fæt- ur honum, eins og vitringarnir úr Austurlöndum færðu honum forð- um gull, reykelsi og myrru. Jafn- velþeir, sem hneykslast á nafni Jesú, geta ekki stilt sig um að hugsa um hann, þó að það sé ekki nema til þess að grafa upp gamla lygi um hann og breiða út gamla heimsku sem nýja vizku. Engin orð megna að lýsa að- dráítarafli hans. Sálirnar finna, að hjá Jesú er það orð, sem oss vantar, að þar er oss sýnd leiðin, sem liggur inn í hinn nýja heim- Þannig koma þeir til Jesú aft- ur, fulltrúar allra þeirra andlegu stefna, sem leiða mannkynið. Þeir koma til hans með gömlu Jó- hannesar-spurninguna: „Ert þú sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?" Par koma þeir allir, sem vonast eftir nýjum trú- arbrögðum, og þeir eru ekki svo fáir nú á dögum. Sumir eru skrumarar, sem reyna að ná eyra fólksins, en sumir eru alvarlega hugsandi menn, og þeir koma oft til Jesú og spyrja: „Það myndi þó ekki vera þú, sem vér erum að leita að?" Þeir dást að Jesú, en þó svara þeir sjálfum sér því, að Jesús geti ekki orðið leiðtogi þeirra. Hann var barn síns tíma og því of gamaldags fyrir oss. Þeir vilja fá nýja opinberun, sem betur samsvari tímanum. Annar hópur kemur til Jesú. Það eru þeir, sem vilja umskapa siðaboð mannkynsins. Frelsi ein- staklingsins eru einkunnarorð þeirra, frelsi og styrkur. Þá vant- ar frelsara handa hinum sterku. Þeir koma líka til Jesú, því að þeir verða þó að játa, að hann sé mestur þeirra, sem af konu eru fæddir. Þó er margt hjá honum, sem þeim geðjaðist ekki að. Þeir heyra þar meira taláð um sjálfs- afneitun en um frelsi; í stað þess að njóta heimsins er krafa um að sigrast á heiminum. Og þó finna þeir, að frelsishugsjón þeirra er réttmæt, en þeir geta ekki sam- rýmt þetta. Og sumir þeirra elska Jesúm og vilja ekki sleppa hon- um. Þeir spyrja, en hálf-kvíðandi: „Ert þú sá, sem koma á, eða eig- um vér að vænta annars?" Þriðji hópurinn kemur til Jesú. Það eru þeir, sem hafa áhuga á þjóðfélagsmálum og vonast eftir endurnýjungu mannlífsins og meiri sælu fyrir alla. Þeir vilja bjarga þeim verst settu og koma þeim upp í ljósið. Þá vantar frels- ara handa lítilmagnanum. Þeir myndu gera hann að konungi, því að hann hefir gert það, sem þeir óskuðu. Hann hefir boðað rétt Iít- ilmagnans, fátækum fagnaðarer- indi, stofnað bræðralag meðal mannanna og boðað sælunnarríki. En þeir eru líka í vafa. „Hvers vegna hefir hann ekki fyrir löngu hjálpað og re|st guðsríkið upp dýrlegt hér á jörðu? Getur hann hjálpað? Verða þeir ekki að hjálpa sér sjálfir, sem vilja end- urbætur? Verður þjóðin ekki að vera sinn eiginn frelsari? Mun ekki framþróunin færa oss fram- tíðarríkið? Er- það ekki fremur vísindin en trúin, sem sýnir.oss, hvert stefna ber?" Þannig tala þeir, og þó eru stórir flokkar manna víðs vegar um heim, sem hugsa um þessi mál og vonast eftir játandi svari, þegar þeir spyrja: „Ert þú sá, sem koma á? Þú hlýtur að vera það; annars týnum vér sjálfum oss í myrkrinu, sem vér göngum í," En það er,u ekki að eins þessir þrír flokkar leitandi manna, sem spyrja. Það eru margir, sem finst ástæða til að spyrja eins og Jó- hannes. Vér horfum á, hverju kristindómurinn fær áorkað, og stundum liggur við, að oss finnist vér verða fyrir vonbrigðum. Vér fyllumst hryllingi við að lesa fréttir um hermdarverk, sem Tyrk- ir vinna á kristnum mönnum, en þó hreýfa kristnu valdhafarnir hvorki hönd né fót, vegna þess, að þeir óttast, áð það verði óvin- sælt að skifta sér af þvi. En hitt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.