Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐID er þó enn meira að undra, að svipuð hermdarverk hafa til skamms tíma og jafnvel enn verið framin af kristnum mönnum og jaf nvel í Krists nafni. Og hversu mikið af dýrseðli leikur ekki laus- um hala meðal vor? Rándýr ganga um götur bprganna, oft í líkingu skartbúinna manna, og drepa hreinleika og sakleysi, en peir eru fleiri, sem horfa á með kæruleysi, en peir, sem reyna að taka fram í. Æskan veður djúpt í spillingu. Víða er hræsni og smásálarskapur og jafnvel grimd hulin undir blæju kristins nafns, og Krists nafn notað til þess að koma ár sinni betur fyrir: borð í heiminum. Og þótt vér hér á landi höfum ekki eins greinileg merki um það, sem ég hefi nefnt, eins og víða er í öðrum löndum, þá má þó víst segja, að vér höfum fengið forsmekkinn í flestum greinum. Og jafnvel oss hér úti á hala veraldar dylst eigi, að heimurinn, mannkynið, er eins og sjúklingur í sárustu neyð. Þús- undir hjartna andvarpa: Svona geturr ekki gengið lengi. Hjálp hlýtur að koma; ljós verðurheim- urinn að fá. En hver kemur með hjálpina? Hvaðan kemur ljðs :í myrkrinu? Er það frá honum, sem fæddist nóttina helgu, eða eig- um vér að vænta annars? Hverju svaraði Jesús Jóhann- esi? „Farið og segið Jóhannési, hvað þið heyrið og sjáið: Blindir fá sýn, og haltir ganga líkþráir hreinsast, og baufir heyra, og dauðir upp rísa, og fátækum er boðað fagnaðarerindi. Og sæll er sá.sem ekki hneykslast á mér." Með þessi skilaboð fara læri- sveinar Jóhannesar heim. Mun hann hafa skilið þau? Ætli hann hafi dáið í sælli von, þegar böð- ullinn kom nokkrum dögum síðar inn í fangaklefann hans? Þess er hvergi getið, en líklegast þykir oss það, að guð hafi opnað augu trúa þjónsins síns og látið hann fara burtu í friði eftir að hafa séð frelsið. En vér þá, — hvað gerum vér úr svari Jesú ? Ég hygg, að það vísi einnig hugsunum vorum á rétta braut. Jesús talaði ekki um persónu sína; þess vegna skulum vér ekki heldur gera það í þessu sambandi. Vér skulum heldur i tala Um það, sem Jesús vildi láta verða. Hvað vildi þá Jesús ? Hann vildi ekkert handa sjálfum sér, ekki völd, ekki heiður né ávinning. Nei; hann vildi alt annað: Pað er guðsríki á/fördinni. Guðs málefni barðist hann fyrir og vildi láta það sigra, svo að guð yrði fylli- lega opinberaður og uppfylti jörð- ina. Það var honum fyrir öllu. Almáttugur guð skyldi ríkja yfir jörðinni og ekkert annað vald. Réttlátur og heilagur guð skyldi ríkja, ,og hið rétta og góða koma í Ijós pg yfirgnæfa alt annað, svo að viljí hans yrði framinn svo á jörðu sem á himni. Faðirinn skyldi ríkja og alt verða bjart ,o^, yndislegt við elsku ,hans, neyð . og dauði missa mátt sinn, en.líf og gleði birtast alls staðar. Fyrir augum föðurins skyldi myndast mannfélag, þar sem guðs börn gengi fram í hreinleik og styrk, í gæzku og trausti, þar sem þau skoða bæði sig og aðra sem guðs útvalin og ástfólgin börn, eins og eina fjölskyldu, eins og sam- verkamenn guðs. Þetta var vilji Jesú, og þetta voru fyrirheit hans. 1 þessu var innifalin uppfylling allra vona forfeðranna og frelsun handa öllum þjóðum. Þetta vildi Jesús, og enda þótt það hafi ekki alt komist í fram- kvæmd enn, þá er þó vísirinn séður og von um, að hann verði á sínum tíma að fullþrdska ávexti. Ekki hvað sízt má sjá merki þess á vorum tímum þrátt fyrir alt. Mitt í neyðinni er vonin sterkust oft og einatt. Og þótt ávextirnir komi ekki alveg á þann hátt, sem vér höfðum vonast eftir, þá er oss skylt að minnast orða frels- arans: „Sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér"; sæll er sá, sem sér guðs vilja og verk í,yið- burðunum. Guðs ríki, framhald og uppfylling þess, sem Jesús hafði byrjað á eða byrjaði í hon- um, kemur margoft í öðrum myndum en vér höfðum hugsað oss. Það villir marga. Þeir hneykslast af því, sem ætti að gleðja þá. Þeir þurfa að læra að skilja guðs verk, enda þótt það sé öðru vísi en þeir væntu. Þá myndu þeir ekki lengur standa ráðþrota og ásakandi, heldur halda ótrauðir að björtu og skín- andi fögru takmarkinu. Þetta á við um oss og líka um þá. þrjá flokka manna, sem ég nefndi áð- ur. Þeir geta áreiðanlega fundið svar við spurningu sinni í fagn- aðarerindi Jesú. Það á enn þá nóg erindi til mannkynsins, ef það er rétt skýrt og skilið. Og það ætti jafnan að vera höfuðefni krist- legrar predikunar að leiða í ljós gildi Krists og kenningar hans fyrir samtíðina. Þess vegna er ekki til nein falskari fullyrðing en sú, að' Jes- ús sé of gamaldags fyrir oss. Hann er þvert á rnóti svp langt á undan oss, að vér verðum að þurka stýrurnar úr augunum og hvessa sjónina til þess að sjá o'g skilja dýpt og djarfleik hugsana hans. Þeir, sem þyrstir eftirsönnu frelsi og mannþroska, geta ó- hræddir valið hann að leiðtoga. Hvar er annar konunglegri en hann? Hvenær hefir manngildið verið hærra metið en þegar hann sagði: ,Hvað stoðar það mann- inn að eignast allan heiminn, ef hann bíðurr tjón á sálu sinni?" Hver hefir gert annað eiins qg hann til þess að frelsa hið sanna eðli mannsins og losa^hann und- an kúgandi völdum svo sem auð- æfum, ótta fyrir mönnum, synd, þjáningu, forlögum og dauða ? Og þeir, sem bera fram vonir um endurbætur á þjóðfélaginu; geta rólegir kannast við hann. Hann hefir á sinn hátt boðað sælu hin- um máttarminni. HanU hefir bund- ið saman guð, sálina og náungapn og set-t það í svo órjúfandi sam- band, að óhugsandi er að gera það betur. 1 því efni erum vér líklega meira að segja ekki komin nema nokkuð á leið til að skilja hann. í stuttu máli sagt: Jesús er ekki á eftir oss; hann er langt á undan. Jesús kom ekki með for- gengilegt lögmál, heldur hefir hann dregið aðallínurnar, sem menn eiga að fara eftir og eru að minsta kosti eins óbreytan- legar og^ náttúrulögmálin. Hann hefir opinberað oss hinn einfalda sannleika um guð og mennina og heiminn. Meðan þess vegna guð er guð og maðurinn maður og heimurinn heimur, þá verður Jes- ús vegurinn, sannleikurinn og lífið. Og þegar vér heyrum boðað: „Kristur er fæddur", þá efumst vér eliki lengur, heldur svörum: „Blessaður , sé . sá, sem kemur. í nafni drottins!"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.