Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 V e t u r. Eilífa, mikla alheimssál! Annastu son minn dáinn! I sterkum fjötrum stynur mannsins andi og starir eftir lausn úr eymdar hlekkjum. I heimskuglaumi hárri þrá vér drekkjum; — í hugans djúpi liggur gleymt og falið það frækorn, sem var oss til frelsis alið, og enn vér sitjum föst á vanans bekkjum. En vorið kemur fyrr en flesta varir, og flaumur tímans brýtur alla jaka; sem steini losnar standa íssins skarir, með stunum fyrir leysingunni hverfa. Þá kemur vor, sem allir skulu erfa, er úti’ er ríki snjóa, storms og klaka. Og þó mun gott í grænu rjóðri að vaka um gullinn dag — og akr að plægja og herfa Sem börn á yzta þröskuldi við þreyjúm og þorum ekki að ganga í helgidóminn, — í fjarska landið fyrirheitna eygjum, en feilum oss að stíga næsta sporið. Sjá! vetrarbörnin horfa hljóð á vorið og heyra’ í lofti glaðan fuglaróminn, en hika við að herða sig sem blómin og hefja starf, sem krefur dug og þorið. Já; stöndum upp og horfum hærra, framar. I hylling blasir við oss sumarljóminn, er brott er vetrar-eymdin, sem oss amar, og alt er dýrðlegt, nýtt í sólar skini. Þá breiðist lauf um bjarta skógarhiyni, er brotnir kvistir þola hinzta dóminn. Já; upp til starfs! Vér heyrum lúðurhljóminn, sem hvetur fram til dáða ljóssins vini. Jakob Jóh. Smári. Föðursorg. Eilífa, mikla alheimssál, annastu son minn dáinn! Bæn mín leið út í bláinn!| Beið ég, enn lifði þráin! Von mér varp yfir sjáinn! Endirinn kom sem eggjað stál, eftir skildi mér náinn! Lífvana, föla, litla náinn! Eilífðarneistann geym þú guð! Grátekka móður léttu! Vinarhönd veikum réttu! Von nýja gróðursettu! Takmörk sorginni settu! Sæli, réttláti, sanni guð, sárbeygðan huga hvettu! Föðurhönd okkur, faðir, réttu! Amicus. ■m

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.