Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐID Vinnuhendur Jólasaga eftir Gudbrand Jónsson. Herbergið var mjög viðkunnan- legt, pött það væri súðarherbergi. Skrifborðið var úr fægðum rauða- viði, og á því stóðu ýmsir smá- hlutir í röð og reglu. Það var auðséð, að borðið var skartgrip- ur, en ekki áhald. Legubekkur- inn var með f losdúk yfir og mðrg- um útsaumuðum koddum á. Fyrir framan hann stóð lítið tyrkneskt kaffiborð — frá Kaupmannahöfn — með átta lágum f ótum og áletr- unum, sem áttu að vera tyrknesk- ar, en sem jafrivel færustu mál- fræðingar, sem annars eru ó- feimnir að lesa úr alls konar vit- leysu, hefðu lent í stakasta bobba með að komast fram úr. Á gólfinu var þykk persnesk ábreiða — frá Kaupmannahöfn — og tveir enskir leður-hægindastólar — frá Kaup- mannahöfn —, en frám með veggn- um var amerískur bókaskápur — frá Kaupmannahöfn — með ein- tómum ástar- og reyfara-skáld- sögum í. Á veggrtum hékk stór mynd af málverki Lionardo da Vinci af kvöldmáltíðinni innan um óteljandi bréfspjöld af kvikmynda- leikkonum, Norma Talmadge, Pola Negri og allri þessari hersing af kvenfólki, sem á ljósmyndum er svo fritt, að menn eru skotnir í því yfir þver úthöfin, en í ver- unni svo tilkomulítið í útliti, að maður gæti þráfaldlega strokist fram hjá þeim, án þess að veita þeim nokkra eftirtekt. Þar sem ekki voru loddaraspjöldin, héngu spjöld af heldur en ekki fáklæddu kvenfólki í öllum þeim stelling- um, sem hægt er að hugsa sér kvenlegan líkama í. En öllum var spjöldunum illa tylt á veggina með teiknibólum. Oti í horni stóð heilmikið af tómum vínflöskum. Þetta var herbergi Þórðar Ein- arssonar cand. jur. En það var auðséð, að það svifu tveir andar ólíkir yfir yötnunum þar. Andí foreldra hans, sem lýsti af kvöld- máltíðarmyndinni, og andi hús- böndans sjálfs, sem geislaði af póstspjöldunum á veggjunum og tómu flöskunum í horninu. En þær báru það hins vegar með sér, að sá andi var, þó náskyldur væri, annar og betri en sá, sem áfengis- verzlun ríkisins lætur af hendi. Einar Eyjólfsson, faðir lðgfræð- ingsins, svar fálkariddari. Aukreit- is og í hjáverkum var hann út- gerðarmaður, eða honum virtist að minsta kosti sjálfum riddara- starfsemi sín vera miklu tilkomu- meiri en hin. En almenningur leit öðrum augum á málið. Honum fanst útgerðarstarfsemin ólíkt veigameiri. Sá misskilningur var einkar eðlilegur, því Einar var mesti útgerðarmaður í Reykjavík. Hann var kotuhgssonur surtnan úr Garði. Hafði hann snemma gerst súrsaftar-kaupmaður lengst inniá Laugavegi og verzlað við nær- sveitamenn með mikilli lagni og enn meiri óskammfeilni og orðið efnaður. Gaf hann sig svo að út- gerð og varð þá gjaldþrota og við það énn þá efnaðri. En hú var hann orðinn flugríkur maður. Mcðan hann enn þá var í niður- lægingunni á Laugaveginum, hafði mönnum legið misjafnlega tilhans orð, en nú, eftir að hann var kominn í upphefð auðlegðarinn- ar, var annað uppi á teningnum. Nú lofuðu allir rausn hans og höfðingsskap nema einsteku mann- félagsfjendu'r og bolsvíkingar, sem að því, er hann lét í veðri vaka, öfunduðu hann af genginu. Karlinum þótti mesta upphefð í öllu þessu dekri, því hann var eins og margir menn af svipaðri gerð mesta tildurrófa og spjátr- ungur og hélt sig nú með jarla- sniði. Karlinn var þreklegur, vinnulegur og einbeittur — eða öllu heldur frekjulegur, ljótur á- sýndum og luralegur á vöxt, og þegar hann birtist í fullum dýrð- arljóma, á kjól og með fálka- krossinn í flannastóru hnappagat- inu, var hann lifandi sönnun þess, að „hold er mold, hverju sem það klæðist". — En ef auk þess bætt- ist ofan á hann pípuhattur, var hann blátt áfram agalegur. Frú Anna, móðir Þórðar, var að vissu leyti svipuð manni sínum, Hún var af einum af útkjálkum landsins og hafði unnið eins og berserkur, meðan á þurfti að halda. Nú drakk hún sýknt og heilagt kaffi og súkkulaði með ráðherrafrúm og öðrum æðri ver- um og gerði það jafn-þunglama- lega og með sama dugnaði og hún áður hafði þvegið þvotta og barið harðfisk,sHún talaði nú ekki lengur nesjamál, eins og henni var eðlilegt, heldur flutu af vör- um hennar hunangssæt útlend orð, svo haglegagerð, aðenginn skildi nema frú Anna sjálf. Þegar frúin var á útlendum búningi,— hné- stuttum silkikjól og flegnum, hver veit hve langt, og með drengja- koll — passíuhár —, varð hverj- um manni starsýnt á hana og orðfall. Og þeir, sem svo langt hugsuðu, máttu þá sanna, að ís- ienzkan er ekki jafnauðug og af er látið. "; Svona voru hinar ytri orsakir að tilveru Þórðar kandídats Ein- arssonar. Á Þórði sjálfum var samt ekki hægt að sjá, að þau væru næstu forfeður hans. — Hann var hár og spengilegur, fríð- ur sýnum, letilegur í öllum hreyf- ingum og barnslega ófyrirleitinn á svipinn. Ef menn hefðu ekki þekt riddarann og riddarafrúna, móður hans, hefðu menn varla verið í neinum efa um, að hér færi úrkynjaður afsprengur eld- gamallar, göfugrar aðalsættar á borð við greifana í eldhúsrómön- unum í „Familie-Journal". Hann var einbirni, og foreldrarnir vildu gera hann að einhverju afarmiklu, — þau vissu eiginlega ekki vel hverju, þó að þau reyndar sæju i anda á honum alls konar krossa og heiðursmerki. Hann fór í skóla, er hann hafðí aldur til, og síðar á háskólann og náði þar laga- prófi. Nú mátti það að vísu á vissan hátt teljast sannkallað furðuverk, að það skyldi hafa tek- ist, því hann hafði aldrei neitt lesið nema bókmentir þær, sem í skápnum hans stóðu, og á þær hefir þegar verið drepið. En þó Þórður væri latur og illa að sér,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.