Alþýðublaðið - 24.12.1925, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐID „Á hann ekki dóttur; hvað heitir hún?“ spurði Þórður ákafur. „Hún heitir Jónína!“ anzaði skó- arinn. „Er pað ekki lagleg stúlka?“ spurði Þórður aftur. „Það er eins og maður tekur pað; hún er með herðakistil,“ svaraði skóarinn og hálfdró pað við sig, pví hann vissi ekki vel, hvað til stóð. „En er ekki hjá honum falleg vinnustúlka?" spurði Þórður á- kafur. Honum var ekki farið að verða um sel. „Jú; hún er falleg,“ sagði skó- Jsmiðurinn og rak plukku niður í hælinn að vatnsstígvéli með sann- færingarinnar krafti. „Og hún heitir Guðrún Jónsdóttir," bætti hann brosandi við, pví nú vissi hann, hvernig í öllu lá. — — — Þórður lá endilangur á legu- bekknum í herberginu sínu og reykti vindling. Hann horfði á öll bréfspjöldin með léttklæddu stúlkunum og leikkonunum. Það hafði verið hans mesta yndi að liggja svona og líta á pær. En í dag var eins og gleðin væri beiskjublandin, pví hann gat áengamyndina litið svo, aðhann sæi ekki um leið spengilega stúlku með fjólublá augu, og pá fundust honum allar stúlkurnar á mynd- unum með herðakistil eins og Jón- ína, dóttir innratrúboðs-söðla- smiðsins. Og hann var að verða dauðuppgefinn á peim. Síðan hann um daginn hafði séð Guðrúnu, var hátterni hans gerbreytt. Áður fyrr hafði hann hafst við heima mestallan daginn og verið í öllum súkkulaðigildum rnóður sinnar til að hjala við dætur ráð- herra- og togaraeigenda-frúnna. Þess á milli hafði hann legið uppi á legubekk og verið að gæða sér á sælgætinu úr bókaskápnum. . En nú var hann úti mestallan daginn og gekk fram og aftur um Þingholtsstræti og smaug við og við i :n að bakhúsinu góða, alt í peirri von að verða á vegi Guðrúnar. Það tókst oft á dag, og hann gekk pá alt af í humátt á eftir henni og yrti stundum á hana. En hún leit hvorki á hann né anzaði honum. Prentararnir í Gutenberg voru farnir að hafa augun á Þórði; hann var orðinn pægileg afpreying fyrir pá í hinu tilbreytingarlitla starfi peirra. Þess á milli lá hann uppi á legubekkn- um og starði á myndirnar og bar pær saman við Guðrúnu. Hún hafði svo langsamlega betur, og Þórður var nú kominn að peirri föstu niðurstöðu, að hann væri skotinn í henni. Móðir hans spurði hann einu sinni, hvað hann væri alt af að gera úti í bæ, og pví hann kæmi nú aidrei í súkkulaðið hjá henni. En hann svaraði, að hann hefði svo mikið að gera á skrif- 'stofunni. „En pú ert hættur að lesa nokk- uð; pú liggur alt af á dívaninum og delírerar," sagði hún. Þórður var einn af peim fáu, s sem skildu, pegar frú Anna tal- aði tungum. „Ég er að hugsa um mál, sem ég hefi til meðferðar," anzaði hann. Og svo hafði frú Anna orð á pví við Einar riddara, hvað ósköp drengurinn legði á sig. Þórðui: lá nú og starði á bréf- spjald með mynd af Venus. Hann tautaði eithvað fyrir munni sér, paut svo á fætur, preif spjaldið af veggnum, svo teiknibólan rauk út i horn, reif pað sundur og fleygði pví í pappírskörfuna. „Hún er með snaganef,“ urraði hann. Svo gekk hann á röðina og tætti spjöldin af veggnum, reif pau og henti peim og hafði sitt út á hverja stúlku að setja. Ein var of feit, önnur of digur; ein var útskeif, önnur innskeif ; ein var of rjóð, önnurof föl, og allar fundust honum pær hafa Ijótar hendur. Hann vó pær á móti Guðrúnu, og pær voru allar léttvægar fundnar. Loks var ekki eftir nema mynd af Norma Talmadge. Hann var aðréttaeftir henni höndina,’ pegar móðir hans kom inn. „Hvað ertu að experimentería ?“ sagði frúin alveg steinhissa, en pó hálf-fegin, pví henni hafði alt af fundist dubbuðum riddara eins og manni hennar hvorki bera né sæma að hafa slíkar myndir í sínum húsum, pó að Þórður Vit- anlega hlyti að ráða í sínu her- bergi. „Ég er að losa mig við pessar hræðilegu hejrfur,“ sagði Þórður. Hann var fastmæltari en hann var vanur. En frú Anna vissi lengra en nef hennar náði. Hún vissi pað bæði af sjálfri sér og öðrum. Stundum — pá varð náttúran náminu rík- ari, og öll fágunin hvarf af fasi hennar. Og nú óð hún að Þórði og skrækti upp yfir sig: „Ertu skotinn, drengur ?“ Þórður anzaði engu. Honum fanst pað vera sitt einkamál. „Er pað dóttir Sigríðar ráð- herrafrúar eða Hallmundar banka- stjóra T En nú óx Þórði ásmegin. Það var eins og losnaði um einhvern falinn kraft í honum. Hann anz- aði með áherzlu á hverju orði: „Nei; pað er Guðrún Jónsdóttir, vinnustúlka hjá Jóni söðlasmið í Þingholtsstræti." Þó að einhver Þúsund-og-einn- ar-nætur loftandi hefði flutt frú önnu viðstöðulaust úr auðlegð- inni að pvottastampinum gamla á Laugaveginum, hefði ekki getað komið meira fát á hana. Hún var nokkra stund að velta pví fyrir sér, hvort hún ætti að láta líða yfir sig eins og hertogafrúin í skáldsögunni, sem hún var að lesa. En hún féll pó frá pví. En hitfc varð henni ljóst, að nú varð hún að tala tungum og pað svo um munaði. „Hvað heldurðu að hann faðir pinn segi, ef pú ferð að kom- plímentera familíuna með pví að dingla við gemeina pénustu- stúlku?“ stundi hún. „Og hvað heldurðu að frúrnar hugsi?“ „Ég ætla ekki að dingla við hana. Ég ætla að giftast henni, ef hún vill mig, sem varla kemur til,“ sagði hann og greip um hurð- arsnerilinn. Hann ætlaði að fara ofan í Þingholtsstræti. En um leið og hann vatt sér út, bætti hann við: „sem reyndar er nú tæpast von.“ Svo fór hann. En frú Anna stóð eftir, sannar- lega, virkilega og verulega mál- laus. Og pað var kraftaverk. Það var á aðfangadag. Þórður hafði orðið að fara suður í Hafnarfjörð til að vera par við fjárnámsgerð. Hann hafði reynt að fá einhvern kunningja sinn til að fara fyrir sig, en ekki tekist pað, pví að peir voru allir í jólaönnum. Svo fór hann sjálfur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.