Alþýðublaðið - 24.12.1925, Page 7

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Page 7
ALÞYÐUBLAÐID 7 Hann var óánægður með sjálf- an sig. Hann hafði aldrei komið í rétt fyrr. Og hann hafði orðið sér til minkunar. Hann hafði ekk- ert kunnað og ekkert vitað. Hann hafði ætlað að taka dómarann sömu tökum eins og kennara sína forðum. En það hafði brugðist nú, hverju sem var að kenna. Það var orðið dagsett, og hann þurfti að flýta sér heim til að ná í hátiðina. Þegar hann kom á bifreiðastöð- ina, var einmitt bifreið ferðbúin til Reykjavíkur. Hann settist upp í hana. Svo lagði hún af stað. I bifreiðinni var ekki nema einn farþegi auk hans. Það var stúlka. Hún sat við hlið hans í hinn horninu. En hann sá hana ekki fyrir myrkri, enda stóð honum á sama. Hann var að hugsa um Guðrúnu. Þegar spölkorn var farið, brá Þórður upp eldspýtu. Hann ætlaði að kveikja sér í vindli. Svo hrökk hánn saman, því við bjarmann af eldspýtunni sá hann, að það var Guðrún Jónsdóttir, sem hjá hon- um sat. „Guðrún!" stamaði hann. En Guðrún leit ekki við. Svo slokkn- aði á eldspýtunni. Hann sat þögull í horni sínu. Hann þorði ekki að segja meira. Hann vissi lika, að það var ekki til neins. Það var rok, frost og alsnjóuð jörð og skreipt í spori, en him- inninn var alskýjaður og stjörnu- laus. — Það var viðbúið, að hríð skylli á. Þegar bifreiðin var að koma upp á Kópavogs-hálsinn, fann Þórður alt í einu, að hún komst ekki úr sporunum. „Hvað er að?“ spurði hann bif- reiðarstjórann. „Hún spólar,“ anzaði hann. Veg- urinn var svo háll þarna, að hjólin gripu hann ekki. Bifreiðarstjórinn herti á vélinni. Svo hætti hún alt í einu að ganga. Bifreiðarstjórinn stökk ofan og fór að gæta að, hvað að væri, Svo sagði hann við Þórð: „Hún er búin að vera; hún kemst ekki úr sporunum; hún er biluð; Ég verð að bíða hjá henni, þangað til ég get fengið hana dregna inn eftir. En fyrir ykkur er bezt, að þið gangiö áleiðis. — Ef bif- reið ekur fram á ykkur, getið þið látið hana taka ykkur. En það er of kalt að bíða hér, og það getur orðið langt, þangað til bifreið kemur.“ Þetta var ómótmælanlega satt. Svo lögðu þau af stað, þegjandi og þó samsíða. Þau höfðu rokið beint í fangið á sér, og það var þungt að ganga á brekkuna. En þegar upp á hana kom, var skoll- in á hríðin. Þórður fann, að Guðrúnu sóttist illa gangan. Svo herti hann upp hugann og sagði við hana: „Það sækist betur, ef við leiðumst." Hún leit á hann sem snöggvast, rannsakandi. Svo sagði hún: „Já; ég held það líka; þakka yður fyrir!“ Hann leiddi hana nú um stund. Hríðin lamdi þau í framan. Það var eins og færu um hör- undið smá-rafmagnsstraumar. Þeim miðaði seint áfram. Þórð- ur fann, að Guðrún skalf af kulda. Hún var á svörtu, næfurþunnu kaschmir-sjali. En hann var í dýr- indis-feldi af safalaskinni. Svo nam hann staðar og færði sig úr feldinum. „Yður er kalt, Guðrún! Farið þér i kápuna mína! Ég þarf hennar ekki.“ Fjólubláu augun litu snöggvast á hann aftur. Svo lét hún hann færa sig í loðfeldinn. Nú leiddi hann hana snögg- klæddur. Og aldrei fanst honum nein flík hafa hlýjað sér jafnvel og feldurinn þessi, sem hann ekki var í. Hann leiddi hana fastar en fyrr, en þau mæltust ekki við. Þegar þau fóru upp Öskjuhlíð- ina, var Guðrún farin að lýjast, og þegar upp í miðja hlíðina kom, settist hún á stein. „Ég ætla að hvíla mig stundarkorn,“ sagði hún. Þá tók Þórður hana í fangið og bar hana eins og barn. Hún aftraði honum ekki, en leit stöð- ugt á hann fjólubláum augun- um. Þórði hafði alt af fundist loð- feldurinn sinn þungur, og hann var hissa á því, hvað honum fanst hann nú laufléttur, þegar hann bar Guðrúnu í honum. Guðrún hafði lagt hendurnar um hálsinn á honum. Svo sveigði hann höfuð hennar til og kysti hana. „Þórður! Þórður! Er þér ekki kalt?“ sagði hún blíðlega. „Neí; mér hefir aldrei verið heitara en nú,“ anzaði hann og gekk teinréttur á móti veðrinu með byrði sína í fanginu. Þegar þau komu að húsi Ein- ars riddara, lét hann hana niður. Hún ætlaði að kveðja hann, en hann tók í hönd hennar og sagði: „Þú kemur með inn. Það er hér, sem þú átt að vera í kvöld!“ Þau gengu upp á herbergi Þórðar, og hann færði hana úr feldinum og sjalinu. Svo gekk hann að veggnum og þreif mynd- ina af Norma Talmadge, reif hana í sundur og fleygði henni í pappírskörfuna. „Ég kem strax,“ sagði hann, og að vörmu spori kom hann aftur inn og var þá prúðbúinn. Hann gekk til hennar — hún sat á legubekknum —, og hann lagðist á hnén fyrir framan hana. „Ég elska þig, Guðrún!“ sagði hann. Hún leit á hann stundarkorn dumb-fjólubláum augunum. Svo lagði hún hendurnar um háls hon- um og kysti hann. — — — Þau leiddust ofan stigann. Þórður opnaði dyrnar inn í stof- una, þar sem foreldrar hans biðu. Hann leiddi Guðrúnu til þeirra. „Þetta er Guðrún, unnustan mín! Ég hefi nefnt hana við þig, mamma!“ Frúin roðnaði undir andlitsfarð- anum og ætlaði að segja eitthvað. En Einar leit sem snöggvast á son sinn; hann sá, að hann var sem annar maður. Hann vissi, að þeir feðgar voru ólíkir hið ytra, en nú sá hann glampa af sínum eigin dugnaði og þrautseigju í augum Þórðar. Það var kann ske einhver töggur í honum. Hann fitlaði við riddarakrossinn sinn. Svo sagði hann við Þórð: „Slíku verður þú að ráða.“ Hann rétti Guðrúnu höndina: ,,Vertu vel- komin, og gleðileg jól!“ sagði hann. Einar gekk að grammófóninum, dró hann upp og lagði á hann plötu. Svo hratt hann upp hurð- unum, og jólatréð birtist í allri dýrð sinni, og yndisfögur rödd söng á útlendu máli: Heims um ból helg eru jól. — Þórður og Guðrún stóðu í dyr- unum. Hann hélt í höndina á henni. „Nú þarft þú að bera smyrsl á hendurnar á þér, Svo verða þær

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.