Alþýðublaðið - 24.12.1925, Side 8

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Side 8
8 ALI>ÝÐUBLAÐID Næturgalinn og rósin. Æfintýr eftir Oscar Wilde. „Hún loiaöi aö danza viö mig, ef ég gæfi henni rauöa rós,“ hróp- aði stúdentinn ungi, „en rauðar rósir vaxa ekki í garði mínum.“ Næturgalinn, sem lá í hreiðri sínu í steineikinni, heyrði til hans og gægðist forvitnislega út á milli ölaðanna. „Engin rauð rós í garði mín- um,“ hrópaði stúdentinn, og aug- un hans fögru flóðu í tárum. „Ó, hve gæfan veltur oft á litlu! Ég hefi lesið alt, sem vitringarnir hafa ritað, og allir leyndardómar heimspekinnar eru mér kunnir, en líf mitt er ömurlegt engu að síður, af því að ég á ekki eina rauða rós.“ „Loksins hefi ég fundið sannan elskhuga,“ sagði næturgalinn. „Nótt eftir nótt hefi ég sungið um hann, og þö þekti ég hann ekki. Nótt eftir nótt hefi ég sagt stjörn- unum sögu hans, — og nú hefi ég séð hann. Hár hans er dökt sem nóttin og varir hans rauðar sem rósin, er hann þráir. En ástin hefir varpað fílabeinsföiva ó vanga hans og sorgin sett inn- sigli sitt á brá bans.“ „Kóngssonurinn heldur dansleik annað kvöld, og ástin mín verður meðal gestanna. Ef ég gef henni rauða rós, danzar hún við mig, þar til dagar. Ef ég gef henni rauða rós, mun hún hvíla í örm- um mér og halla höfði sínu að öxl mér, og hönd hennar mun hvíla í minní. En það vex engin rauð rós í garði mínum, og því mun ég sitja einmana, og hún mun ganga fram hjá mér. Hún mun engan gaum gefa mér, og hjarta mitt mun bresta af harmi.“ hvítar, þegar þú ert hætt að vinna.“ „Já; Pórður! Á hendur mínar skal ég bera, en allar hendur verða að vinna, mínar Iíka,“ sagði Guðrún. „Pú segir satt; af öllum hönd- um eru fallegar vinnuhendur fal- legastar. Gleðileg jól!“ sagði Þórður og kysti hendur hennar. „Þetta er vissulega sannur elskhugi," sagði næturgalinn. „Það, sem ég syng um, þjáir hann. Það, sem gleður mig, er honum harmur. Ástin er dásam- leg. Hún er dýrmætari en smar- agð og göfugri en fegurstu óp- alar. Hún er hvorki föl fyrir perl- ur né gimsteina, og ekki er hún heldur á boðstólum á sölutorgum. Hún verður hvorki keypt hjá kaupmanninum né vegin fyrir gull.“ „Hljóðíærasveitin mun sitja á svölunum," sagði stúdentinn ungi, „og slá strengi sína, og ástin mín mun danza eftir hljóðfalli hörpunnar og fiðlunnar. Og svo léttilega mun hún danza, að fæt- ur hennar snerti varla gólfið. Prúðbúnir hirðmennirnir munu flykkjast um hana, en við mig danzar hún ekki, því að ég hefi enga rauða rós að gefa henni.“ Og hann fleygði sér í grasíð, fói andiitið í höndum sér og grét. „Af hverju er hann að gráta?“ spurði lítil, græn eðla, sem Ijóp fram hjá honum með rófuna upp í loftið. „Já, af hverju?“ sagði fiðriidi, sem flögraði um á eftir sólar- geisla. „Af hverju?“ hvíslaði gæsablóm í lágum, mjúkum róm að ná- granna sínum. „Hann er að gráta út af rauðri rós,“ sagði næturgalinn. „Crt af rauðri rós?!“ hrópuðu þau. „Það er blátt áfram hlægi- legt!“ og eðlan litla, sem ekki var laus við kaldhæðni, fór að skellihlæja. En næturgalinn skildi sorg stúd- entsins, og hann sat þögull í eik- inni og hugsaði um leyndardóm ástarinnar. Skyndilega þandi hann út brúnu vængina sína og flaug upp. Hann leið fram hjá trjánum sem skuggi, og sem skuggi sveif hann yfir garðinn. I miðjum grasfletinum stóð fag- urt rósatré, og er hann kom auga á það, flaug hann þangað og sett- ist á lítinn kvist. „Gef mér rauða rós,“ hrópaði hann, “og ég skal syngja þér ynd- islegasta sönginn minn.“ En tréð hristi höfuðið. „Rósir mínar eru hvítar,“ svar- aði það, “hvítar sem löður sjáv- arins og hvítari en snjórinn á fjallstindunum. En farðu til bróð- ur míns, er vex með fram sólskíf- unni. Hann getur ef til vill veitt þér það, sem þú biður um.“ Og næturgalinn flaug yfir að rósatrénu, sem óx með fram sól- skífunni. „Gefðu mér rauða rós,“ hrópaði hann, „og ég skal syngja þér ynd- islegasta sönginn minn.“ En tréð hristi höfuðið. „Rósir mínar eru gular,“ svaraði það, gulari en hár hafmeyjanna, er sitja í hásæti úr rafi, og gulari en sóleyin á enginu, sem blómg- ast áður en sláttumaðurinn kem- ur með sigð sína. En farðu til bróður míns, er vex undir glugga stúdentsins. Hann getur ef til vill veitt þér það, sem þú biður um.“ Og næturgalinn fiaug yfir að rósatrénu, sem óx undir glugga stúdentsins. „Gefðu mér rauða rós,“ hrópaði hann, „og ég skal syngja þér ynd- islegasta sönginn minn.“ En tréð hristi höfuðið. „Rósir mínar eru rauðar,“ svar- aði það, „rauðar sem fætur dúf- unnar og rauðari en kóralblöðin, sem blakta í hellum sjávarins. En veturinn hefir kælt æðar mín- ar; frostið hefir níst blómknappa mína, og stormurinn hefir brotið greinar mínar, og ég mun alls engar rósir bera í ár.“ „Ein rauð rós — það er alt, sem ég þarfnast,“ hrópaði næt- urgalinn, „að eins ein rauð rós! Get ég með engu móti öðlast hana ?“ „Með einu móti,“ svaraði tréð, „en það er svo hræðilegt, að ég þori ekki að segja það.“ „Segðu mér það,“ sagði nætur- galinn; „ég er ekki hræddur." „Ef þú vilt eignast rauða rós,“ sagði tréð, „verðurðu að búa hana til úr söng í tunglsljósi og lita

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.