Alþýðublaðið - 29.01.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.01.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Xiii konungur. Eftir Upton Sinclair. Kjörskrá fyrir bæjarstjórnarkosningarnar liggur frammi í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 5—8 síðdegis á hverjum degi. (Frh.). Hún stríddi honum á afskræmda höfðinu og sára bakinu, sagði honum, að hann liti út tiu árum yngri. — Það efaðist hann nú reyndar ekki um. Hún gerði líka gys að honum fyrir það, að vinna sem undirmaður Slovaka — nýtt skref niður stéttastigann, að þvf er virtist! Minettarnir gátu tekið þátt í þvf gamni — einkum Jerry litli, sem unni öllu gamni. Hann sagði Mary, að Joe Smith heíði Orðið að greiða fimtán dali fyrir nýja staðinn og auk þess allmörg staup hjá O’ Callohan Lfka sagði hann henni, að Mike gamli hefði kallað Joe asnalærlinginn sinn. L'tli Jerry kvartaði yfir núverandi ástandi og sagði eins og gamla fólkið, að öllu færi aftur, því að áður hefði Joe kent sér fjölda nýrra leikja — en nú væri hann svo þungur á sér og vildi ekki leika sér. Áður hefði hann líka sungið fjöldann allan af gaman- vfsum, með skrítnum bragarhátt- um. Eitt kvæðið hefði verið um Abe Puls-tréð (Auraucaria)i Hvort Mary nokkurn tíman hefðt séð það tré? Dtli Jerry þreyttist ekki á því, að gera sér í hugarlund hvernig tréð það liti út Litli ítalski snáðinn horfði al varlegur á, meðan Mary mataði yngri bróður hans; þegar hann svo hafði fengið eina eða rvær skeiðar af sætindum, glenti hann upp ginið og sleikti út um. En það sætgæti! Þegar hann loksins hafði fengið nóg, stárði hann á geislandi hár Mnryar. .Heyrðu!" sagði hann, hefir hárið á þér altaf verið svona ?. Hallur og Mary hlóu, en Rósa þaggaði niður f stráksa, hún vissi aldrei hvað honum gat dottið f hug að segja. .Auðvitað. Heldurðu að eg hafi litað það?“ spurði Mary. ,Eg veit ekki,“ sagði Litli Jerry, .en það er svo gljáandi og strokið á að lita “ Hann sneri sér að Halli og bætti við: .Er það ekki ?* .Það er víst og satt,“ sagði Hallur. .Talaðu meira um það við hana. Ungum stúlkum þykir svo gaman að því, að þeim séu slegnir gullhamrar.* .Gullhamrar," át Litli Jerry eftir, .hvað er það?“ .Það er til dæmis, ef þú segir að hár hennar sé eins og gyllini- ský og augun eins og náttmyrkur, eða að hún sé villirós á klettasnös. “ .Einmitt —“ saðði drengurinn, dálftið hikandi. ,En hvað um það, hún býr til bezta góðgæti." Fyplrspurn tll MjólkUFfélagsIns. Mikil veikindi ganga nú hér í bæ og fjöldi sjúkra barna og gam- almenna fara á mis við mjólkina — sökum hins óstjórnlega háa verðs á henni, — mjólkina sem þeim er lífsnauðsynleg undir slík- um kringumstæðum. Mjólkurfélagið lofaði í haust að færa niður mjólkurverðið þegar það væri búið að svala mesta þorstanum. Líður nú ekki að þeirri heillastund? Hvað segir samvizka félagsmanna, er þeir athuga á- standið hér í borginni nú? Spurull. Himinn og jörð. Gúanó-myndnn í Perú. Á eyjum þeim, sem liggja und- an strönd Perú í Suður-Ameríku (austanvert við Kyrrahaf) verpir ógrynni sjófugla. Þar eð nú aldrei fellur deigur diopi úr lofti á eyj- um þessum, hefir hlaðist upp þarna ógrynni af fugladrit, svo mikið, að afarþykk lög hafa myndazt. Þessi gamli fugladritur — gúanó —• er verðmætur veizlunarvarn- ingur sem áhurður, vegna köfn- unarefnis innihalds hans. Fuglar þeir, sem aðallega fram- leiða gúanóið, eru ræðarar (peng- vínar), skarfar, súlur, fýlar og pelikanar. (Skarfarnir, súlurnar og fýlarnir eru alt aðrar tegundir, en hér eru). Af fuglum þessum er drepið ógrynni, svo mikið, að sumum tegundum liggur við algerðri tor- týmingu. Eru það einkum eiu ræðarategund (sem drepin er vegua spiksins, sem er á henni) og fýls- tegund, sem drepin er vegna þess hve góð hún er átu. Fýlstegund þessi er töluvert frábrugðin þeirrii sem hér er; hún flýgur ekki vel( en kafar af sundi eftir fæðunni> eins og lundi eða svartfugl. Fyrir nokkrum árum var eyja ein, sem tekið hafði verið af alt gúanóið, algerlega friðuð í þrjií ár. Ekki er þess getið, hve eyjan var stór, né hve þykt lag af gú' anó hafði myndast, en það vorU 33,331 smálestir, sem komið höfðu úr fuglunum þarna á þrem árum, eða 70 sinnum fullfermi Gullfoss. (Aðall. eftir Nalurc). Vllhjélms-xxiállð. Khöfn 27, jan. Hollenzku blöðin láta þá skoð- un í ljósi að stjórnin [hollenzka) hafi gert Bandamönnum greiða með því að neita að afhenda Vil' hjálm fyrverandi. Leiðrétting. í blaðinu f fyrra- dag hefir slæðst sú meinlega prent- villa f greinina .Blaðið þitt", a® þar stendur að verkamenn hafi 4000 kr. kaup, en átti að ver» 3000 kr. hámarkskaup. Allir sem til þekkja vita lul* vel, að aHur Ijöldi verkamanna hefir mikið lægra kaup, svo óhætt myndi segja, að . meðalkaup þeirra f*r^ ekki langt yfir 2000 kr. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.