Alþýðublaðið - 24.12.1925, Síða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Síða 9
ALÞÝÐUBLAÐID 9 hana úr hjartablóði þínu. Pú verð- ur að syngja fyrir mig með þyrni í brjóstinu. Þú verður að syngja iyrir mig alla liðlanga nóttina. Þyrnirinn verður að nísta hjarta þitt, og blóð þitt verður að renna í æðar mínar og verða mitt blóð.“ „Dauðinn er mikið verð fyrir eina rauða rós,“ hrópaði nætur- galinn. „Og allir elska lífið. Það er unaðslegt að sitja í kóginum og horfa á sólina í gullreið sinni og májiann i perlureið sinni. Ynd- islegur er ilmur fjólunnar, og yndislegar eru bláklukkurnar, sem byrgja sig í dölunum, og lyngið, er grær á hæðunum. En ástin er dýrmætari en lífið, og hvað er fuglshjarta á við manns- hjarta ?" Hann þandi út vængina og flaug upp. Hann sveif yfir garð- inn sem skuggi, og sem skuggi leið hann fram hjá trjánum. Stúdentinn ungi lá enn þá í hafði skilið við hann, og augun grasinu, þar sem næturgalinn hans fögru voru enn þá vot af tárum. „Vertu glaður!“ hrópaði nætur- galinn. „Vertu glaður! Þú færð rauðu rósina þina. Ég ætla að búa hana til úr söng í tungls- ljósi og lita hana úr hjartablóði mínu. En ég bið þig þess eins i staðinn, að þú verðir sannur elsk- hugi, því að ástin er vitrari en heimspekin, þó hún sé vitur, og voldugri en mátturinn, þó hann sé voldugur. Vængir hennar eru sem eldur og sem eldur líkami hennar. Varir hennar eiu sem hun- ang og sem reykelsi andi henn- «* ar. Stúdentinn leit upp úr grasinu og hlustaði, en hann skildi ekki það, sem næturgalinn var að segja honum, því að hann skildi að eins það, sem stóð í bókum. En eikin skildi hann og varð hnuggin. Henni þótti svo vænt um næturgalann litla, sem hafði búið hreiður sitt í limi hennar. „Syngdu fyrir mig síðasta söng- inn!“ hvíslaði hún; „ég verð svo einmana, þegar þú ert farinn.“ Og næturga'.inn söng fyrir eik-/ ina, og rödd hans var eins og tært vatn rynni úr silfurkeri. Er hann hafði lokið söng sín- um, reis stúdentinn á fætur og tók minnisbók og blýant upp úr vasa sinum. „Hann hefir góðan ytra bún- ing,“ sagði hann við sjálfan sig; „um það verður honum ekki neitað. En hefir hann nokkrar tilfinning- ar? Ég er hræddur um ekki. Hann er vafalaust eins og flestir lista- menn, að eins ytra borðið, en vantar alla einlægni. Hann myndi aldrei fórna sér fyrir aðra. Hann hugsar eingöngu um hljómlist, en allir vita, að listirnar eru eigin- gjarnar. Að vísu verða menn að viðurkenna, að hann nær fögrum tónum. En það er sorglegt, að þeir skuli vera tilgangslausir með öllu og að engu gagni koma.“ Og hann fór inn til sín, lagðist upp í rúm og fór að hugsa um ástina sína. Eftir stutta stund var hann sofnaður. Og er tunglið kom upp, flaug næturgalinn upp í rósatréð og lagði brjóst sitt upp að þyrninum. Alla liðianga nóttina söng hann með brjöstið við þyrninn, og kald- ur kristal-máninn laut höfði og hlustaði. Alla liðlanga nóttina söng hann, og þyrnirinn sökk dýpra og dýpra í brjóst hans, og lífsblóð hans. f jaraði út. Hann söng fyrst um það, er ástin fæðist í brjósti pilts og stúlku. Og á efstu grein trésins blómgaðist dásamleg rós, og blað fylgdi blaði sem söngur söng. Föl var hún í fyrstu sem móðan, er hvílir yfir fljótinu, — föl sem fætur morgunsins og silfurbjört sem vængir dögunar. Sem skuggi rósar í silfurspegli, sem skuggi rósar í vatnsfleti, — þannig var hún, rósin, sem blómgaðist á efstu grein trésins. En tréð hrópaði til næturgalans um að leggjast þéttara upp að þyrninum. „Þrýstu fastar, nætur- gali litli!“ hrópaði tréð, „eða dag- urinn rís áður en rósinni er lokið.“ Og næturgalinn þrýsti sér fast- ar upp að þyrninum, og hærri og hærri varð söngur hans, því að hann söng um það, er ástríðan fæðist í sál manns og konu. Og yndislegur bleikur blær færð- ist yfir blöð rósarinnar eins og roð- inn á vöngum brúðgumans, er hánn kyssir varir brúðar sinnar. En þyrnirinn var ekki enn þá kom- inn inn að hjarta hans, og hjarta rósarinnar var því enn þá fölt, því að ekkert nema hjartablóð næturgala getur litað hjarta rósar rautt. Og tréð hrópaði til næturgalans um að leggjast þéttar upp að þyrninum. „Þrýstu fastar nætur- gali litli!“ hrópaði tréð, „eða dagurinn rís áður en rósinni er lokið.“ Og næturgalinn þrýsti sér fastar upp að þyrninum, og þyrnirinn snart hjarta hans, og ægilegur sársauki heltók hann. Helsár, hel- ^ár. var kvölin, og ákafari og á- kafari varð söngur hans, því að hann söng um ástina, sem dauð- inn fullkomnar, um ástina, sem deyr ekki i grafhvelfingunni. Og rósin yndislega varð rauð sem morgunroðinn. Rauð urðu blöð krónunnar, og rautt sem rúbin varð hjarta hennar. En rödd næturgalans varð æ veikari og veikari. Litlu væng- irnir hans tóku að skjálfa, og hvít blæja lagðist yfir augu hans. Veikari og veikari varð söngur hans, og honum fanst sem hann ætlaði að kafna. Og svo söng hann síðasta tön- inn. Fölur máninn heyrði hann, og hann gleymdi döguninni og staldraði við. Rósin 'rauða heyrði hann, og hún titraði af hrifni, og hún breiddi út krónu sina móti svölum morgunblænum. Hann bergmálaði i fjöllunum og vakti sofandi hjarðsveinana af draumum þeirra. Hann flögraði umhverfis sefið í fljólinu, og það bar boðskap hans út til hafsins. „Sjáðu! Sjáðu!“ hrrópaði tréð. „Nú er rósin sköpuð.“ En nætur- galinn svaraði ekki. Hann lá dá- inn í grasinu með þyrninn í hjarta sér. Og á hádegi opnaði stúdentinn gluggann og leit út. „Nei; hvílík heppni!“ hrópaði hann. „Hér er þá rauð rós! Ég hefi aldrei á æfi minni séð aðra eins rós. Hún er svo fögur, að ég er sannfærður um, að hún ber langt latneskt nafn.“ Og hann laut niður og sleit hana af greininni. Svo setti hann á sig hattinn og hljóp heim til prófessorsins með rósina í hendinni. Dóttir prófessorsins sat við dyrnar og vatt bláan silkiþráð upp á hesputré, og hvolpurinn hennar litli lá við fætur hennar. „Þú lofaðir að danza við mig, ef ég gæfi þér rauða rós,“ hróp- aði stúdentinn. „Hérna er rauðasta

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.